Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 94
M a g n ú s B j a r n a s o n 94 TMM 2013 · 2 kostnað Íslands við ESB-aðild. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi árið 2000 gerði ráð fyrir nettókostnaði að upphæð 2–3 milljarðar (á gengi þess tíma), Hagfræðistofnun Háskólans gerði árið 2002 ráð fyrir milli 3,7 og 5,6 milljarða kostnaði fyrir stækkun ESB árin 2004 og 2007, og nokkru hærri eftir stækkanirnar, Deloitte & Touche áætlaði nettó kostnaðinn árið 2003 upp á 1,4 til 4,2 milljarða króna fyrir stækkun og 2,4 til 5,6 milljarða eftir stækkun bandalagsins, „The Political Economy of Joining the European Union“ árið 2010 gerði ráð fyrir nettó kostnaði íslenska ríkisins sem nemur 0,25% af landsframleiðslu (tæpir 4 milljarðar umreiknað í krónur), og Vísbending árið 2011 bendir á 7 milljarða nettó kostnað (á gengi 2011). Öllum athugunum ber saman um að Ísland muni greiða meira í sjóði ESB en koma muni á móti þar sem landið er ríkara en meðaltal ESB- landanna. Þegar eldri kannanir eru framreiknaðar eða leiðréttar í ljósi nýrri vitneskju er munurinn ekki stórkostlegur. Nýjasti útreikningurinn (Vís- bending 2011) bendir til að Ísland muni greiða nálægt 15 milljörðum til ESB en þiggja um 8 milljarða í styrki á móti. Hreinn kostnaður við ESB-aðild yrði þá nálægt 7 milljörðum króna sem lendir á ríkissjóði. Benda ber þó á að núverandi greiðslur ríkisins til landbúnaðarmála uppá rúmlega 10 milljarða á ári munu minnka stórlega þegar ESB-landbúnaðarstyrkirnir taka við. Ekkert af þessum greiðslum inn og út úr ríkissjóði mun þó snerta heimilin beint.20 Sjávarútvegsmál, önnur ESB-málefni, stofnanir ESB, o.fl. Þessir málaflokkar munu ekki tengjast heimilum beint. Sjávarútvegsmálin munu hafa áhrif á mark aðs aðstöðu sjávarútvegsfyrirtækja, fjárfestingar í sjávarútvegi og hugsan lega á rányrkju í greininni, en það mun ekki tengjast tekjum og kostn- aði heimilanna.21 Leiða má líkur að því að gengisstöðugleikinn sem aðild að mynt- bandalaginu muni skapa geti aukið erlenda fjárfestingu á Íslandi umfram það sem gerðist við EES-samninginn. Slíkt gæti verið atvinnuskapandi, en þess ber þó að gæta að það er ekkert sem bannar erlendum fjárfestum, hvort sem er á Íslandi eða á meginlandinu, að taka arðinn með sér heim. Við ESB- aðild verður Íslandi vart stætt á að halda áfram að hindra frjálsa fjármagns- flutninga. Íslendingar eiga hvorki aðild að Evrópuþinginu né eiga þeir fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB eða ráðherraráðinu. Við ESB-aðild mun Ísland því verða í betri aðstöðu til að hafa áhrif á löggjöf ESB sem landið eins og er þarf hvort eð er að taka upp gegnum EES-samninginn. Rétt er að vekja athygli á að á Evrópuþinginu er þingmönnum raðað í flokka eftir stjórnmálaskoð- unum en ekki eftir landinu sem þeir eru frá. Þingmennirnir sitja því ekki sem eiginlegir fulltrúar síns ríkis heldur t.d. sem evrópskir græningjar, evrópskir sósíalistar, evrópskir hægrimenn, o.s.frv.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.