Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 94
M a g n ú s B j a r n a s o n
94 TMM 2013 · 2
kostnað Íslands við ESB-aðild. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um
stöðu Íslands í Evrópusamstarfi árið 2000 gerði ráð fyrir nettókostnaði að
upphæð 2–3 milljarðar (á gengi þess tíma), Hagfræðistofnun Háskólans gerði
árið 2002 ráð fyrir milli 3,7 og 5,6 milljarða kostnaði fyrir stækkun ESB árin
2004 og 2007, og nokkru hærri eftir stækkanirnar, Deloitte & Touche áætlaði
nettó kostnaðinn árið 2003 upp á 1,4 til 4,2 milljarða króna fyrir stækkun og
2,4 til 5,6 milljarða eftir stækkun bandalagsins, „The Political Economy of
Joining the European Union“ árið 2010 gerði ráð fyrir nettó kostnaði íslenska
ríkisins sem nemur 0,25% af landsframleiðslu (tæpir 4 milljarðar umreiknað
í krónur), og Vísbending árið 2011 bendir á 7 milljarða nettó kostnað (á
gengi 2011). Öllum athugunum ber saman um að Ísland muni greiða meira
í sjóði ESB en koma muni á móti þar sem landið er ríkara en meðaltal ESB-
landanna. Þegar eldri kannanir eru framreiknaðar eða leiðréttar í ljósi nýrri
vitneskju er munurinn ekki stórkostlegur. Nýjasti útreikningurinn (Vís-
bending 2011) bendir til að Ísland muni greiða nálægt 15 milljörðum til ESB
en þiggja um 8 milljarða í styrki á móti. Hreinn kostnaður við ESB-aðild
yrði þá nálægt 7 milljörðum króna sem lendir á ríkissjóði. Benda ber þó á að
núverandi greiðslur ríkisins til landbúnaðarmála uppá rúmlega 10 milljarða
á ári munu minnka stórlega þegar ESB-landbúnaðarstyrkirnir taka við.
Ekkert af þessum greiðslum inn og út úr ríkissjóði mun þó snerta heimilin
beint.20
Sjávarútvegsmál, önnur ESB-málefni, stofnanir ESB, o.fl. Þessir málaflokkar
munu ekki tengjast heimilum beint. Sjávarútvegsmálin munu hafa áhrif
á mark aðs aðstöðu sjávarútvegsfyrirtækja, fjárfestingar í sjávarútvegi og
hugsan lega á rányrkju í greininni, en það mun ekki tengjast tekjum og kostn-
aði heimilanna.21
Leiða má líkur að því að gengisstöðugleikinn sem aðild að mynt-
bandalaginu muni skapa geti aukið erlenda fjárfestingu á Íslandi umfram
það sem gerðist við EES-samninginn. Slíkt gæti verið atvinnuskapandi, en
þess ber þó að gæta að það er ekkert sem bannar erlendum fjárfestum, hvort
sem er á Íslandi eða á meginlandinu, að taka arðinn með sér heim. Við ESB-
aðild verður Íslandi vart stætt á að halda áfram að hindra frjálsa fjármagns-
flutninga.
Íslendingar eiga hvorki aðild að Evrópuþinginu né eiga þeir fulltrúa í
framkvæmdastjórn ESB eða ráðherraráðinu. Við ESB-aðild mun Ísland því
verða í betri aðstöðu til að hafa áhrif á löggjöf ESB sem landið eins og er þarf
hvort eð er að taka upp gegnum EES-samninginn. Rétt er að vekja athygli
á að á Evrópuþinginu er þingmönnum raðað í flokka eftir stjórnmálaskoð-
unum en ekki eftir landinu sem þeir eru frá. Þingmennirnir sitja því ekki
sem eiginlegir fulltrúar síns ríkis heldur t.d. sem evrópskir græningjar,
evrópskir sósíalistar, evrópskir hægrimenn, o.s.frv.