Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 97
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i
TMM 2013 · 2 97
Tilvísanir
1 Doktorsritgerð greinarhöfundar um áhrif ESB-aðildar á Ísland (The Political Economy of
Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century), útgefin af
Amsterdam University Press, má lesa á http://dare.uva.nl/en/record/349694. Doktorsritgerðin
er á ensku. Sérstaklega er þeim sem vilja skoða áhrif ESB-aðildar á Ísland í smáatriðum bent á
heimildaskrá doktorsritgerðarinnar.
2 Sviss er í EFTA en ekki í EES eða ESB. Sviss hefur engu að síður sérstaka samninga um sam-
vinnu við ESB sem almennt standa utangarðsríkjum ekki til boða. Sviss hefur þá sérstöðu að
vera umlukið ESB-löndum án þess að vera í ESB.
3 Erfitt er að bera Ísland saman við Noreg undir núverandi kringumstæðum, þrátt fyrir skyld-
leika þjóðanna, enda Norðmenn meðal stærstu olíuútflytjenda heims og framleiða 2 milljónir
tunna af olíu á dag meðan Íslendingar hafa enga olíuframleiðslu. Það er því að mörgu leyti
raunhæfara að bera Ísland saman við Danmörku, Finnland og Svíþjóð, heldur en Noreg.
4 Samningskaflarnir í aðildarviðræðum Íslands við ESB eru 35 og tengjast margir hverjir hver
öðrum beint eða óbeint. Ísland uppfyllir nú þegar mörg atriði gegnum EES-aðildina, en ekki
öll. Samningskaflarnir eru: frjálsir vöruflutningar, frjáls för vinnuafls, staðfesturéttur og
þjónustufrelsi, frjálsir fjármagnsflutningar, opinber innkaup, félagaréttur, hugverkaréttur,
samkeppnismál, fjármálaþjónusta, upplýsingasamfélagið og fjölmiðlar, landbúnaður og dreif-
býlisþróun, matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði, sjávarútvegur, f lutningastarfsemi,
orkumál, skattamál, efnahags- og peningamál, hagtölur, félags- og vinnumál, fyrirtækja- og
iðnstefna, samevrópsk net, byggðastefna og samræming uppbyggingarsjóða, réttarvarsla og
grundvallarréttindi, dóms- og innanríkismál, vísindi og rannsóknir, menntun og menning,
umhverfismál, neytenda- og heilsuvernd, tollabandalag, utanríkistengsl, utanríkis-, öryggis-
og varnarmál, fjárhagslegt eftirlit, framlagsmál, stofnanir, önnur mál. Sjá nánar á http://www.
vidraedur.is/vidraedurnar/samningskaflar/.
5 Landbúnaðarmál eru greind ítarlega í 6. kafla bókarinnar The Political Economy of Joining the
European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century.
6 Skv. Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Fyrir nokkrum árum var þetta hlutfall hærra,
bæði hjá ESB og á Íslandi.
7 Sjá t.d. The Political Economy of Joining the European Union og L’Agriculture européenne,
Enjeux et options a l’horizon 2000.
Hér er ekki við bændur að sakast, sem margir vinna 7 daga vikunnar, heldur starfsumhverfið
sem margir þeirra þurfa að búa við. Í sumum Evrópulöndum eru þeir kallaðir „sófamjólkarar“
sem eiga mjólkurkvóta en engar kýr, þiggja styrki og leigja út kvótann sem kerfið gaf þeim.
8 Skv. nýlegum rannsóknum Hagstofu Evrópu (Eurostat uppl. í október 2012, m.v. tölur frá 2010)
fer verðmunur á matvælum innan ESB stöðugt minnkandi, en það er þó langt í að hann sé sá
sami. Það er í samræmi við að áhrif innri markaðarins koma hægt og sígandi en ekki á einu
bretti.
9 Tölur frá 2006, birtar af Hagstofunni 2009.
10 Hægt verður að nálgast tölurnar fyrir 2012 þegar þar að kemur á
http://hagstofan.is/Hagtolur/Verdlag-og-neysla/Althjodlegur-verdsamanburdur
Samanburðartölur Hagstofu Íslands verða byggðar á tölum frá Hagstofu Evrópu (Eurostat).
11 Hagstofa Evrópu (Eurostat).
12 Það er ekkert sem „bannar“ íslenskum yfirvöldum að taka landbúnaðarkerfið til gagngerrar
endurskoðunar án tilkomu ESB. Svíar gerðu það árið 1990 en neyddust til að fara aftur út í
styrkjakerfi við ESB-aðild sína 1995. Einnig hafa t.d. Nýsjálendingar afnumið flesta landbún-
aðarstyrki, en þrátt fyrir það er nýsjálenskt lambakjöt selt á samkeppnishæfu verði innan ESB
– og þrátt fyrir styrkjakerfi ESB. Styrkir eru engin trygging fyrir ódýru og stöðugu framboði,
sbr. smjörskortinn í Noregi 2011. Skynsamlegir styrkir geta haft góð áhrif, sbr. t.d. aðgerðir í
Bandaríkjunum í kreppunni miklu 1930, en rangir styrkir eru verri en ekkert því þeir skatt-
leggja arðbæra framleiðslu til að styrkja það sem fáir eða engir vilja.
13 Formlegu skilyrðin fyrir upptöku evrunnar eru: (1) Verðlag þarf að hafa verið stöðugt. Verð-
bólga árið fyrir upptöku evru má ekki hafa verið meiri en 1,5% hærri en í þeim þremur ríkjum