Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 112
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 112 TMM 2013 · 2 stuðningsmann í Jóhanni Hjálmarssyni – þó hann hafi ekkert endilega alltaf úthellt yfir þá hóli. Það er fyrst árið 1985 sem ítarleg grein birtist í tímaritinu Mannlíf, eftir Örn Ólafsson, og innihélt hún meðal annars viðtöl við þá félaga. Í NT birtist stutt grein undir yfirskriftinni „Hvað í ósköpunum er Medúsa?“ árið 1985. Þar er sagan rakin í örstuttu máli með súrrealísku ívafi og greinarhöfundur er Birgitta, sem er eitt af hliðarsjálfum Sjóns. Ekki virðast neinar greinar eða umfjallanir hafa birst í tímaritum á borð við Skírni eða Tímariti Máls og menningar og eftir því sem ég kemst næst er grein mín í Torfhildi, tímariti bókmenntafræðinema Háskóla Íslands frá árinu 1991 fyrsta tilraunin til að fjalla um hópinn, sögu hans og skáldskapareinkenni. Þó ber að athuga að á þessum tíma var umfjöllun dagblaða um bækur og myndlistarsýningar mun öflugari en nú er og starfsemi Medúsu naut góðs af því. Jóhann Hjálmarsson, sem sjálfur var um tíma kenndur við súrrealisma, skrifaði fjölmarga ritdóma um útgáfur hópsins, en Örn Ólafsson og Eysteinn Þorvaldsson sinntu einnig ágætlega þessum afkima nútímaljóðsins. Enn- fremur birtust styttri greinar af ýmsu tagi hér og þar, aðallega þó fréttatil- kynningar, stundum nokkuð ítarlegar og stutt viðtöl tengd þeim. Í maí árið 1980 verður súrrealísk vakning hjá Morgunblaðinu, en þá fjallar Jóhann um tímaritið Guðmundarstaðarkynið sem gefið var út af Menningar- málanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti og innihélt ljóð og myndir eftir Medúsumenn meðal annarra.20 Sama ár, í júní, fjallar hann um Lystigarðinn eftir Matthías Sigurð Magnússon og segir hann „einn þeirra ungu höfunda sem hafa numið af súrrealistum“.21 Í október sama ár birtist stutt frétt undir yfirskriftinni „Synir Medúsu“, og samanstendur af umfjöllun um hina goðsögulegu Medúsu og viðtali við Sjón. Undir fréttina skrifar J.F.Á. (sem væntanlega er Jakob F. Ásgeirsson): Við erum átta til tíu á aldrinum 18 til 21 árs, sagði Sjón, og eigum það sameiginlegt allir, að dufla við surrealismann. Við erum andans menn og tölum mikið saman, iðulega fram á nætur. Svo skrifum við ljóð og sögur, teiknum líka og gefum út bækur. Ungir? Nei, það er nefnilega þannig, að það fer að renna af mönnum andagiftin upp úr tvítugu. Við erum sannfærðir surrealistar, allir saman, þó við séum auðvitað ekki einn og sami hugurinn. Já, við ætlum að gera konurnar okkar að surrealistum og líka hundana okkar og kettina. Annars eru kettir surrealistar að eðlislagi, en síður hundar …22 Eftir því sem ég kemst næst eru þetta fyrstu skrifin um hópinn, en þó að Jóhann hafi skrifað um Birgittu (hleruð samtöl) eftir Sjón (þó ekki fyrr en í maí 1980) var ekki minnst á Medúsuhópinn í þeirri umfjöllun. Nokkrum dögum síðar fjallar Jóhann um ljóðabók Ólafs Jóhanns Engilbertssonar, Efnahagslíf í stórborgum (með hliðsjón af tengslum við bánkakerfið) (1980), og kynnir þá Medúsuhópinn í leiðinni. Hann nefnir Arthur Rimbaud og Lautréamont, sem báðir voru mikilvægir fyrir súrrealismann, og segir:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.