Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 112
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
112 TMM 2013 · 2
stuðningsmann í Jóhanni Hjálmarssyni – þó hann hafi ekkert endilega
alltaf úthellt yfir þá hóli. Það er fyrst árið 1985 sem ítarleg grein birtist í
tímaritinu Mannlíf, eftir Örn Ólafsson, og innihélt hún meðal annars viðtöl
við þá félaga. Í NT birtist stutt grein undir yfirskriftinni „Hvað í ósköpunum
er Medúsa?“ árið 1985. Þar er sagan rakin í örstuttu máli með súrrealísku
ívafi og greinarhöfundur er Birgitta, sem er eitt af hliðarsjálfum Sjóns. Ekki
virðast neinar greinar eða umfjallanir hafa birst í tímaritum á borð við Skírni
eða Tímariti Máls og menningar og eftir því sem ég kemst næst er grein mín
í Torfhildi, tímariti bókmenntafræðinema Háskóla Íslands frá árinu 1991
fyrsta tilraunin til að fjalla um hópinn, sögu hans og skáldskapareinkenni.
Þó ber að athuga að á þessum tíma var umfjöllun dagblaða um bækur og
myndlistarsýningar mun öflugari en nú er og starfsemi Medúsu naut góðs af
því. Jóhann Hjálmarsson, sem sjálfur var um tíma kenndur við súrrealisma,
skrifaði fjölmarga ritdóma um útgáfur hópsins, en Örn Ólafsson og Eysteinn
Þorvaldsson sinntu einnig ágætlega þessum afkima nútímaljóðsins. Enn-
fremur birtust styttri greinar af ýmsu tagi hér og þar, aðallega þó fréttatil-
kynningar, stundum nokkuð ítarlegar og stutt viðtöl tengd þeim.
Í maí árið 1980 verður súrrealísk vakning hjá Morgunblaðinu, en þá fjallar
Jóhann um tímaritið Guðmundarstaðarkynið sem gefið var út af Menningar-
málanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti og innihélt ljóð og myndir eftir
Medúsumenn meðal annarra.20 Sama ár, í júní, fjallar hann um Lystigarðinn
eftir Matthías Sigurð Magnússon og segir hann „einn þeirra ungu höfunda
sem hafa numið af súrrealistum“.21 Í október sama ár birtist stutt frétt undir
yfirskriftinni „Synir Medúsu“, og samanstendur af umfjöllun um hina
goðsögulegu Medúsu og viðtali við Sjón. Undir fréttina skrifar J.F.Á. (sem
væntanlega er Jakob F. Ásgeirsson):
Við erum átta til tíu á aldrinum 18 til 21 árs, sagði Sjón, og eigum það sameiginlegt
allir, að dufla við surrealismann. Við erum andans menn og tölum mikið saman,
iðulega fram á nætur. Svo skrifum við ljóð og sögur, teiknum líka og gefum út
bækur. Ungir? Nei, það er nefnilega þannig, að það fer að renna af mönnum
andagiftin upp úr tvítugu. Við erum sannfærðir surrealistar, allir saman, þó við
séum auðvitað ekki einn og sami hugurinn. Já, við ætlum að gera konurnar okkar
að surrealistum og líka hundana okkar og kettina. Annars eru kettir surrealistar að
eðlislagi, en síður hundar …22
Eftir því sem ég kemst næst eru þetta fyrstu skrifin um hópinn, en þó að
Jóhann hafi skrifað um Birgittu (hleruð samtöl) eftir Sjón (þó ekki fyrr en
í maí 1980) var ekki minnst á Medúsuhópinn í þeirri umfjöllun. Nokkrum
dögum síðar fjallar Jóhann um ljóðabók Ólafs Jóhanns Engilbertssonar,
Efnahagslíf í stórborgum (með hliðsjón af tengslum við bánkakerfið) (1980),
og kynnir þá Medúsuhópinn í leiðinni. Hann nefnir Arthur Rimbaud og
Lautréamont, sem báðir voru mikilvægir fyrir súrrealismann, og segir: