Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 124
Ö r n D a n í e l J ó n s s o n
124 TMM 2013 · 2
að geta lifað lífinu óáreittur en sótt í félagsskap þegar mönnum býður svo við
að horfa. Henri Lefebvre bendir á að mikilvægi hverfisins vegi upp á móti
þeirri mótsagnakenndu staðreynd að mannmergð geti leitt til einangrunar.
Lausn vandans felst í endurtekningunni; þegar sama fólkið hittist reglulega
myndar það samkennd og þar með taktfestu daglegs lífs.25
Sundnám var skylda en námið einskorðaðist ekki við auðlærð sundtökin.
Sundlaugin var vettvangur þar sem börnum var kennd kurteisi, að umgangast
hvert annað sem jafningja í öguðum leik. Þar átti sér stað áralöng félags-
mótun þar sem áhersla var lögð á hreinlæti og umburðarlyndi.26
Reglan um að fötin skapi manninnn var numin úr gildi hér. Laugarnar
voru almannavettvangur og þar var markvisst dregið úr stöðumun manna.
Fljótlega fóru þó að myndast hópar sem hittust nokkuð reglulega og þar
gegnir heiti potturinn lykilhlutverki.
Heiti potturinn
Þetta er bara pottur. Hér sýð ég af mér spikið 27
Gísli Halldórsson arkitekt sem hannaði setlaugarnar við Vesturbæjarlaugina
árið 1961 hafði Snorralaug að fyrirmynd. Hluti náms hans við arkitekta-
skólann í Kaupmannahöfn var hönnun með hliðsjón af miðaldamannvirki
og ákvað hann að velja Snorralaug. „Nú fékk ég þá hugmynd að notfæra
mér þessa gömlu hugmynd Snorra Sturlusonar og færa hana til nútímans.“28
Annað atriði sem hafði áhrif á smíði sundlauganna var aðdráttarafl heita
vatnsins á baðstöðum. „Það voru tvær sturtur í gömlu lauginni, þar sem ég
hafði farið daglega, og þær stóðu í ferköntuðum pottum. Annar var með
metraháu vatni og hinn þurr. Ég hafði tekið eftir því að fólk sóttist alltaf eftir
því að fara þar sem það gat staðið í vatninu.“29
Í pottinum situr fólk þétt saman en þarf þó ekki að eiga samskipti og
fær rými til að halda sér utan hópsins jafnvel þó takmarkað sé.30 Fjölmörg
dæmi eru um að pottgestir hafi komið nánast daglega og setið þar án þess
að yrða á nokkurn mann. Heiti potturinn er opinber vettvangur rétt eins
og sundlaugin. Nýir gestir átta sig fljótt á reglunum. Það má ekki spyrja
persónulegra spurninga og samtöl við útlendinga ná yfirleitt ekki lengra en
að spurningunni: ,,How do you like Iceland?“ Það kemur fljótlega í ljós ef
reglur eru brotnar.31 Potturinn er heimur hlutverkaleiks og gestir geta þóst
vera aðrir innan laugar en utan, en þó aðeins að vissu marki. Aftur á móti
má ekki trufla þekkta einstaklinga, stjórnmálamenn eða poppara, svo dæmi
sé tekið. 32
Að láta aðra í friði er almennt einkenni borgarlífs. Á kaffihúsi getur gestur
gefið skýrt í skyn að hann vilji ekki vera truflaður; aftur á móti er líklegt
að sá sem fer að venja komur sínar á stað sé spurður nokkuð persónulegra
spurninga, t.d. hver hann sé og hvað hann geri. Sérstaða heita pottsins er