Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 125
H e i t i p o t t u r i n n
TMM 2013 · 2 125
nálægð gesta. Þeir sitja mjög nálægt hver öðrum, en snerting er forboðin og
það er eðlilegt að láta líða úr sér ótruflaður í allra ásýnd.33
Á örfáum áratugum varð heiti potturinn vinsælasti samkomustaður
landsins. Skýringin er varla sú ein að þægilegt sé að láta líða úr sér í heitu
vatni útivið. Tilkoma pottsins sem félagslegrar stofnunar á sér margar
skýringar en nefna má nokkrar. Í fyrsta lagi mikilvægi sundsins í uppeldi; í
öðru lagi almenn notkun heita vatnsins til að losa landsmenn undan örbirgð,
tákngildi þess sem frelsunarafls og loks má nefna skort á samverustöðum
á opinberum vettvangi. Í öllum samfélögum eru staðir þar sem fólk venur
komur sínar. Heiti potturinn hefur orðið táknmynd fyrir lífshætti nútímans
hérlendis eins og Parísarkaffihúsið, enski pöbbinn, kirkjutorg Miðjarðar-
hafslandanna og finnska sánan.34 Pottmenningin er þó líklega einna líkust
því sem þekkist í baðhúsunum í Búdapest en þar eru fjölmörg jarðhitaböð
þar sem fólk hittist reglulega.35
Hugtak Giddens, „structuration“, er gagnlegt þegar skýra á tilurð og vin-
sældir pottanna.36 Að dómi Giddens verður að leggja hegðun og formgerð til
jafns, gerð er alltaf skilyrt af aðstæðum og hefðum. Að vissu marki vantaði
opinberan vettvang í Reykjavík eins og félagheimili á smærri stöðum gegna
í nærsamfélaginu.
Þannig verður potturinn nærtækur opinber vettvangur án þess að nokkuð
sé fyrir því haft. Pottferðir árið um kring verða vissulega nokkuð sérkenni-
legar utan frá séð; að stríplast um útivið í nístingskulda og niðamyrkri. Heiti
potturinn hefur flesta þá eiginleika sem fjölsóttur vettvangur þarf.
Heimildir
1 Kepinska, Beata 2005. Geothermal energy in human history, culture, and practices – selected
highlights. International Energy Agency (IEA).
2 Huijbens, Edward H. & Örn D. Jónsson 2006: Félagsvist heita vatnsins. Reykjavík: Þjóðar-
spegillinn.
3 Fjölmargir þeirra hella þar sem finna má steinristur fornra samfélaga eru staðsettir nærri heita-
vatnsuppsprettum eins og í frönsku Pýreneafjöllum og Kantrabíu á Spáni. Óþarft er að fjölyrða
um þá spurningu hvort heiti potturinn sé séríslenskt fyrirbæri. Smith, Virginia 2007. Clean: A
History of Personal Hygiene. Oxford: Oxford University Press. bls. 41.
4 Sundíþróttin. Æskan, 1935, bls. 66.
5 Nachtegall 1836, 17–3. Sjá Sveinn Þórðarson 1998. Auður úr iðrum jarðar. Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag.
6 Ung stúlka lést í Bláa lóninu. Morgunblaðið 6. maí 1997.
7 Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur bærinn vaknar – fyrri hluti. Iðunn 1991.
8 Lúðvík Kristjánsson 1952. Úr bæ í borg: nokkrar endurminningar Knud Zimsens fyrrverandi
borgarstjóra um þróun Reykjavíkur. Reykjavík: Helgafell.
9 Sveitafélögum var leyft að gera að skyldunámi árið 1927. http://timarit.is/files/11867039.txt sótt
14. desember 2012.
10 Lífsorka (vitalismi) er hugtak sem almennt er eignað Henri Bergson og fól í sér þá skoðun að
í manninum búi óefniskennd orka. Þessi hugmynd var almennt viðtekin á þessum tíma; heil-
brigð sál í hraustum líkama.
11 Nánast allir héraðsskólar bera nöfn sem tengjast laugum og reyk.