Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 130
J ó n a Á g ú s t a G í s l a d ó t t i r 130 TMM 2013 · 2 Það eru að koma gestir til mín á eftir, elskan. Bara nokkrir kunningjar að spjalla, segir hún. Geturðu ekki haft ofan af fyrir krökkunum í kvöld? Hún smellir kossi á ennið á Öldu. Jú, ætli það ekki, svarar Alda þó að þetta hafi ekki verið spurning. Mamma hefur þegar snúið bakinu í hana og er farin að þurrka ímyndað ryk af stofuskenknum sem amma átti. Þegar Alda gengur upp á loft til að gera það sem þarf að gera fyrir kvöldið og athuga með Kötlu og Kristján heyrir hún að mamma er að baksa við að ná ryksugunni út úr kústaskápnum í eldhúsinu. Alda dregur dýnurnar úr rúmum systkina sinna inn í sitt herbergi. Þær eru þykkar og þungar og hún er svolítið móð þegar því er lokið. Svo sækir hún sængurnar og koddana og býr um þau eins fallega og hún getur. Að lokum safnar hún saman nokkrum DVD-myndum sem hún veit að þeim þykir gaman að og leggur þær ofan á sjónvarpið sem hún fékk í afmælisgjöf frá mömmu þegar hún varð tólf ára í vor. Svo þið getið verið út af fyrir ykkur krakkarnir, sagði mamma til útskýringar þegar Alda rak upp stór augu yfir gjöfinni. Alda kallar á Kristján og Kötlu. Í kvöld ætlum við að hafa náttfatapartí inni í mínu herbergi, segir hún þeim. Katla klappar saman smáum lófunum og hlær af gleði. Ljósir, hrokknir lokkar þyrlast um höfuð hennar og gefa henni englasvip. Hún er fjögurra ára og finnst Alda merkilegasta manneskja á jarðríki. Kristján er að verða sex ára og barnsleg gleðin sem eitt sinn einkenndi hann eins og litlu systur er horfin. Hann gýtur bláum, tortryggnum augum á eldri systur sína og það er spurn í svipnum. Alda lætur eins og hún sjái það ekki en brosir til þeirra. Það verður rosalega gaman, segir hún eins glaðlega og henni er unnt. Ég ætla að poppa og kannski getum við laumað kóki inn til okkar. Hún hjálpar þeim í náttfötin og setur Tomma og Jenna í tækið. Svo skýst hún niður til að poppa handa þeim. Veit að hún hefur nauman tíma áður en fyrstu gestirnir berja að dyrum. Og það passar. Hún er að ganga upp stigann með tvær fullar poppskálar og hálfa tveggja lítra flösku af kóki þegar dyrabjöllunni er hringt. Hjartað hamast í brjóstinu á henni þegar hún skáskýtur sér inn um her- bergisdyrnar sínar og skellir í lás á eftir sér. Í óðagotinu hefur hún gleymt að taka glös með sér. En það gerir nú minnst til. Þau geta vel drukkið af stút. Hún stillir Aladín og Konung ljónanna á hæsta styrk og þau njóta þess að spila uppáhaldsatriðin sín aftur og aftur og tala um þau fram og til baka. Að lokum eru aðeins örfáar baunir eftir í poppskálunum og kókið er drukkið til síðasta dropa. Kötlu þykir mikið sport að fá að drekka af stút. Seinna um kvöldið þegar hávaðinn er orðinn of mikill til að það heyrist í sjónvarpinu eru Katla og Kristján sofnuð. Þau sofa fast og heyra ekki lætin. Ekki heldur þegar drepið er á herbergisdyrnar og drafandi karlmannsrödd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.