Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2013 · 2 stendur á réttum stað. Um ævi og verk Halldórs Laxness. (Ritstjóri Jón Ólafsson.) Reykjavík: Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, s. 122–128. 7 Sjá Harold Bloom. 1973. The Anxiety of Influence. A Theory of Poetry. Oxford: Oxford University Press. 8 Spássían. 2012 (3. árg., 2. tbl.), s. 22. 9 Manni verður ósjálfrátt hugsað til Virginiu Woolf sem hóf sín æviskrif sem bréf til barna systur sinnar, Vanessu. Árni Óskarsson Paradísarheimt Steinunn Sigurðardóttir. Fyrir Lísu. (Bjartur 2012) Ungur drengur er á leið heim úr skólan- um. Það er sólskinsdagur og hann ákveður að koma við í almenningsgarði nálægt heimili sínu. Þar er lækur sem gott er að dýfa í tánum. Við lækinn hitt- ir hann vingjarnlegan mann sem tekur hann tali og gefur honum jójó. Síðan tekst manninum að lokka hann með sér í bílskúr í grenndinni og beitir hann þar ofbeldi sem markar hann fyrir lífstíð. Atburðurinn límist við hann, „hann festist á leiðinni, hættir aldrei að koma úr skólanum, sama hvað hann verður gamall“ (40). Þessi atburður myndar baksvið skáld- sagna Steinunnar Sigurðardóttur, Jójó (2011) og Fyrir Lísu (2012), um þýska krabbameinslækninn Martin Montag. Í fyrri sögunni var því lýst hvernig hinn grafni atburður braust upp á vitundar- yfirborð hans með tilheyrandi óþægind- um. Í upphafi sögunnar Fyrir Lísu virð- ist sú reynsla ætla að verða honum um megn. Hann hugleiðir að myrða kvalara sinn, Timor Ganzi, og svipta sjálfan sig lífi, en ýmislegt verður þess valdandi að líf hans stokkast upp, tekur nýja stefnu og hrindir af stað annarri atburðarás. Þessi þróun Montags er fyrst og fremst knúin áfram af kynnum hans af dóttur Ganzis, Lísu, sem er illa statt fórnarlamb langvarandi kynferðislegrar misnotkunar. En umbreyting hans verð- ur í gegnum viðræður hans við nokkrar lykilpersónur – m.a. eiginkonu sína, lögreglukonu, sálfræðing og einkenni- legan sálgreinanda auk fyrrnefndrar Lísu. Samtöl gegna því þýðingarmiklu hlutverki í sögunni. Ekki síst verða afdrifaríkar samræður Montags við nafna sinn og sjúkling, Martinetti, franskan fyrrverandi útigangsmann sem einnig kom við sögu í fyrri bókinni. Þótt Martin Martinetti og Montag hafi farið mjög mismunandi leiðir í lífinu og séu að flestu leyti gjörólíkir menn eiga þeir það sameiginlegt auk nafnsins að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í bernsku. Með vissum hætti má líta svo á að Martinetti sé hin hliðin á Montag, andhverfa hans, og að í samræðum þeirra hljómi tvær innri raddir. En þeir eru jafnframt fulltrúar mismunandi lífs- viðhorfa. Martinetti er að ýmsu leyti tákngervingur hæfileikans til að lifa af. Hann hugsar eftir öðrum brautum en Montag og nýtir sér reynslu og sjónar- horn manns á útjaðri samfélagsins. Kjörorð hans er: „Líf sem er ekki er orgía er ekki þess virði að lifa því“ (100). Sá síðarnefndi er á hinn bóginn ímynd reglufestunnar og lifir samkvæmt stöðl- uðum hugmyndum um heilbrigðan lífs- stíl. Montag hafði byrgt inni trámatíska reynslu sína og haldið bernskuatburðin- um leyndum fyrir öllum, meira að segja eiginkonu sinni. Martinetti tekst að komast inn fyrir skelina á vini sínum, brjóta niður varnir sálarinnar og fá hann til að horfast í augu við óþægileg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.