Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2013 · 2 með gulum tönnunum sem eru „beittar eins og í fiski“ (10). Lísa kallar hann „ófreskju“ (103–4). Og Martinetti lýsir föður sínum svo: Þar sem hann stóð blindfullur við grind- verkið minnti hann á dýr en ekki mann. Og þannig upplifði ég hann, sem rándýr. Illskan tær og útreiknuð. Hvar og hvenær er næst hægt að læsa klónum … (93) Þessi birtingarmynd hins illa tengist biblíulegum undirtón verksins, en líta má svo á að skáldsögurnar tvær lýsi paradísarmissi og paradísarheimt. Í upphafi er áhyggjulaus drengur á leið heim úr skólanum og hann kemur við í almenningsgarði sem er sælureitur, Eden. Í þeirri paradís er þó höggormur í líki barnaperrans og jójóið hans er rautt og kringlótt eins og epli. Drengurinn glatar sinni paradís við það að neyta hins forboðna ávaxtar af skilningstré góðs og ills. Vegna brotsins er honum „jörðin bölvuð“, eins og það er orðað í Fyrstu Mósebók (3, 17), og um langa hríð finnur hann ekki aftur veginn að lífsins tré. Fyrir Lísu lýsir svo aðdrag- anda þess að hann ratar á þann veg á ný. Hann endurfæðist um síðir til Paradísar, etur af lífsins tré og öðlast ódauðleika, sbr. orð Fyrstu Mósebókar: Drottinn Guð sagði: „Sjá, maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíf lega! (3, 22) Í blómaskoðunarferð þeirra Montags og Martinettis, sem er farin til að „njóta eilífs lífs um stund“ (31) og lýkur með mikilli matarorgíu, eru fjölmargar vís- anir sem styrkja þessi tengsl við goðsög- una. Hljómsveit spilar lag Led Zeppelin, Stairway to Heaven, og hið eilífa birtist í líki jarðneskrar fegurðar: „Blómstrandi kirsuberjatré við tjörnina, fullkomið póstkort úr narsissískri eilífð“ (23). Þegar frá líður sigrast Montag á þeirri barnafóbíu sem hafði hrjáð hann alla tíð frá því að á honum var brotið og himna- ríki opnast honum í samræmi við orð Matteusarguðspjalls: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki“ (19, 14). Að lokum er barnaníðingurinn handtekinn og mun hljóta sinn dóm líkt og högg- ormurinn í Fyrstu Mósebók: „Af því að þú gjörðir þetta, skalt þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkurinnar“ (3, 14). Skáldsagnagerð Steinunnar Sigurðar- dóttur hefur frá upphafi einkennst af frumlegum efnistökum og það á einnig við um þessa bók. Flóknum sálarlífslýs- ingum er miðlað með hraðri og lipurri frásögn. Stíllinn er talmálslegur og jarð- bundinn, laus við alla mælgi og hátíð- leika. Samtöl eru á víxl átakanleg og skopleg og atburðarás oft óvænt og kostuleg. Textinn er margslunginn, ofinn úr fjölbreyttum lýrískum, goð- sögulegum og heimspekilegum þáttum en breytist líka um hríð í spennusögu með tilheyrandi leit að sönnunargögn- um, handtöku hins seka og maklegum málagjöldum. Af hinni goðsögulegu umgjörð leiðir að andstæður góðs og ills eru hér dregnar býsna skýrum dráttum. Höfundi tekst þó með stílgaldri sínum og færni að forðast melódramatískar öfgar. Léttleiki og hugmyndauðgi vega upp á móti alvarleika söguefnisins svo úr verður áhrifamikið og fjölþætt verk markað sterkri samkennd með ofbeldis- þolendunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.