Skessuhorn - 16.12.2015, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 20154
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Tiltekt fyrir
jólin
Eftir vikutíma gengur hin helga hátíð ljóss og friðar í garð og vonandi fá sem
flestir hennar notið. Fyrir marga gefst kærkominn tími til að njóta samvista
með fjölskyldu og vinum en sá tími verður seint fullþakkaður. Ég hef svolít-
ið velt því fyrir mér hvort við þurfum ekki mörg hver að læra að njóta gæða-
stundanna upp á nýtt. Það er nefnilega svo að eftir að hinir svokölluðu sam-
skiptamiðlar efldust og tóku sér bólfestu inni á flestum heimilum, hefur að
sama skapi minni tími gefist til að koma ýmsu öðru í verk. Þetta ýmislega
annað er til dæmis að taka á móti ættingjum og vinum, kíkja í kaffi til þeirra
sem maður vill rækta tengslin við, nú eða bara fara út í gönguferð. Sjálfur er
ég orðinn býsna rassþungur þegar þetta er annars vegar og einhvern veginn
freistast ég alltof oft til að gera það sem síst er skynsamlegt; hlamma mér
niður í stól og gleyma mér þar. Það er svo auðvelt þegar dauð stund gefst að
kveikja á sjónvarpi eða opna fyrir netið. Fyrr en varir er búinn þessi gæðatími
sem betur hefði verið nýttur til annars.
Nú er ég alls ekki að fordæma notagildi netsins og annarrar nútíma afþrey-
ingar. Hins vegar er ég sífellt oftar að taka eftir því að ef dvalið er lengi inni
á samskiptamiðlum, eins og til dæmis hinni frægu Facebook, þá situr maður
óvart fastur inni í einhverjum nýjum heimi, sé ekki gætt að sér. Kostirnir við
þetta forrit finnst mér einkum þeir að hægt er að komast í samband við fyrr-
um samferðarmenn eða ættingja sem t.d. sökum landfræðilegrar fjarlægðar
væru annars horfnir úr manns daglega lífi. En Facebook er stærsta markaðs-
tæki sem fundið hefur verið upp. Það sannaðist best nýverið þegar greint var
frá því að stofnandi og eigandi síðunnar ákvað að gefa 99% af auðæfum sín-
um til góðgerðarstarfs. Hann ætlaði einungis að nýta þetta eina prósent sem
eftir stóð til að sjá sér og sínum farborða. Reyndar er þetta eina prósent nú
metið á sem nemur 60 milljarða íslenskra króna og á vafalítið eftir að auka
verðgildi sitt. Þessi tala sýnir betur en annað að allir sem geta reyna að selja
manni vörur, þjónustu eða innprenta skoðanir sínar og nýta til þess nýjustu
tækni.
En hvað um það, með því að dvelja lengi inni á samskiptasíðum er maður
í rauninni að lesa tvennt. Annars vegar misjafnlega mikið dulbúnar auglýs-
ingar og áróður fyrirtækja, félaga og stofnana og hins vegar að lesa um spari-
hliðina á því sem vinirnir eru að aðhafast. Við lesum sjaldan um heimiliserjur,
sjúkdóma eða það sem hrjáir fólk. Sumir fyllast einmitt vanmáttakennd út af
því að vera sífellt að lesa um hvað allt er skemmtilegt, gott og fagurt í kring-
um vinina og fyllast örvinglan yfir hvað allt hlýtur að vera ömurlegt hjá þeim
sjálfum. Á sama hátt finnst mér við vera dálítið mikið að lesa eitthvað nei-
kvætt um nafntogaða einstaklinga; stjórnmálamenn, embættismenn og jafn-
vel forseta. Mjög margir virðast þrífast á því að rakka þetta fólk niður í svað-
ið, án þess að hugsa neitt um afleiðingarnar. Lestur á slíkum ritsóðaskap til
lengri tíma er sálardrepandi. Ég bókstaflega vara við slíku. Sjálfur er ég smám
saman meðvitað að finna út hverjir eru mínir uppáhaldsvinir á Facebook.
Það er fólkið sem leggur gott til, er að deila upplýsingum um þarflegar nýj-
ungar, finnur það góða í fari náungans og er uppbyggilegt. Fólkið sem kann
að bjóða góðan daginn og senda frá sér jákvæða strauma.
Jólin, þessi árlega kyrrðar- og samveruhátíð, er kjörið tækifæri til að breyta
því sem til bóta má fara og láta af ósiðum sem slæva okkur sem manneskjur.
Ef við ætlum að halda áfram að hafa samskiptasíður sem fylginaut okkar legg
ég til að við lítum á þær sem heimili. Flestir taka reglulega til á sínum heim-
ilum og þrífa jafnvel þegar vel stendur á. Alveg á sama hátt skulum við taka
til á þessu heimili og láta ekki óhamingju annarra deyfa lífsgleðina. Við ráð-
um hverja við umgöngumst í hinu daglega lífi og þarna eigum við sannar-
lega einnig val.
Ég sendi lesendum mínum til sjávar og sveita innilegar kveðjur og óskir
um friðsæla og fallega jólahátíð.
Magnús Magnússon.
Ella María Gunnarsdóttir hefur
verið ráðin í nýtt starf forstöðu-
manns menningar- og safnamála
hjá Akraneskaupstað. Alls sóttu 25
um starfið en tveir umsækjendur
drógu umsóknir sínar til baka. Ella
María er með meistaranám í bóka-
safns- og upplýsingafræðum og BS
gráðu í viðskiptafræði. Hún hef-
ur starfað hjá Kaupþingi og síð-
ar Arion banka frá árinu 1999, þar
sem hún gegndi síðast starfi verk-
efnastjóra á þróunar- og markaðs-
sviði. Helstu verkefni Ellu Maríu
hjá bankanum hafa tengst breyt-
ingastjórnun og innleiðingu á nýj-
um kerfum og starfsháttum. Auk
þess hefur hún sinnt fjármálum,
áætlanagerð, innri og ytri mark-
aðssetningu og ráðgjöf til starfs-
manna. Þá hefur Ella María einnig
haft umsjón með og skipulagt ýmsa
viðburði innan sem utan bankans.
Það var ráðgjafastofan Hagvangur
sem annaðist úrvinnslu umsókna
og greiningu á umsækjendum fyrir
hönd Akraneskaupstaðar.
grþ
Búið að ráða í stöðu forstöðumanns
menningar- og safnamála
Þessa dagana vinna starfsmenn
Ræktunarsambands Flóa og Skeiða
að hitastigulsborunum í leit að heitu
vatni í landi Eyrar og Kambshóls í
Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Fram-
kvæmdin er á vegum Hvalfjarðar-
sveitar og unnin samkvæmt samn-
ingi sem gerður var við landeigend-
ur fyrr á árinu. Á vef Hvalfjarðar-
sveitar var skrifað síðastliðinn mánu-
dag, að þá hafi ein hola verið boruð í
landi Eyrar og var þá unnið við bor-
un í landi Kambshóls. Miðaði verk-
inu vel. „Eftir að borun lýkur í landi
Eyrar og Kambshóls er stefnt að því
að bora í landi Grafar. Væntingar
eru um að heitt vatn geti fundist á
þessum stöðum sem mögulega verði
hægt að virkja,“ segir í frétt Hval-
fjarðarsveitar. mm Borað í landi Eyrar síðastliðinn laugardag. Ljósm. Stefán G. Ármannsson.
Leitað að heitu vatni í Svínadal
Ekki hafa náðst samningar á milli
Járnblendiverksmiðju Elkem á
Grundartanga og Landsvirkjunar
um kaup á umframorku. Fyrirtækið
hefur leitað eftir því að kaupa meiri
orku en skilgreint er í samningi þess
við Landsvirkjun en hún hefur ekki
fengist. Af þeim ástæðum neyðist
Elkem nú til að lækka álag á ofn-
um verksmiðjunnar það sem eftir
lifir ársins. Það mun þýða að afköst
verksmiðjunnar minnka. Vilhjálm-
ur Birgisson formaður Verkalýðs-
félags Akraness furðar sig í pistli
á heimasíðu félagsins að ekki hafi
tekist að ná samningum við Lands-
virkjun um viðbótarorku. „Hér er
um grafalvarlegt mál að ræða enda
atvinnuöryggi starfsmanna Elkem
Ísland í húfi,“ skrifar hann.
Vilhjálmur bendir einnig á að
bæði Elkem Ísland og Norður-
ál eru með lausa raforkusamninga
frá árinu 2019. Hann segir ljóst
að Landsvirkjun sé að fara fram á
hærra raforkuverð. „Landsvirkj-
un er að óska eftir þannig verðum
á raforkunni að fyrirtækið (Elkem)
treystir sér ekki til þess að ganga frá
samningi. Þá má vera ljóst að fram-
tíð stóriðjureksturs, ekki bara hjá
Elkem Ísland heldur öðrum stór-
iðjufyrirtækjum, er stefnt í stór-
hættu. Hvernig má það vera að
Landsvirkjun sé ekki tilbúin til að
semja við Elkem Ísland til dæm-
is núna um viðbótarraforku í ljósi
þeirrar staðreyndar að sú orka er til
í kerfinu enda liggur fyrir að staða
miðlóna er mjög góð um þessar
mundir og þessi orka er til staðar.
Hvernig má það líka vera að Lands-
virkjun sé tilbúin til að fórna millj-
ónum ef ekki tugum milljóna á ein-
um mánuði með því að útvega El-
kem ekki þessa viðbótarorku? Vilja
forsvarsmenn Landsvirkjunar frek-
ar láta hana flæða til sjávar án þess
að hún skapi fyrirtækinu jafnvel
tugi milljóna í tekjur,“ spyr Vil-
hjálmur Birgisson. mþh
Samningaviðræður um kaup á
umframorku sigldu í strand
Næturmynd af Grundartanga. Ljósm. Áskell Þórisson.
Halda mætti að menn væru byrjaðir
að dorga eftir fiski með skurðgröfu
í höfninni í Borgarnesi en ekki er
allt sem sýnist. Nú í byrjun vetr-
ar hafa Faxaflóahafnir látið dýpka
höfnina við sjálfan viðlegukantinn.
Til verksins hafa menn beitt belta-
gröfu með sérstaklega löngum armi
sem hefur mokað upp botneðjunni
og sett á bryggjuna. Henni hef-
ur síðan verið ekið á brott og hún
urðuð. Höfnin hefur þannig verði
dýpkuð á 60 metra vegalengd með-
fram hafnarbakkanum og um 13
metra út frá honum. Á meðfylgj-
andi mynd sem tekin var í liðinni
viku er verið að mæla dýpið með
stöng og enn kemur beltagrafan
góða að hagnýtum notum.
mþh
Sjávardýpi mælt með skurðgröfu
í Borgarneshöfn
Dýpið mælt með því að festa stöng neðan í skóflu gröfunnar. Ljósm. þg.