Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 6

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 20156 Viðgerðir í kjölfar óveðurs AKRANES: Víða þurfti að sinna viðgerðum á húsum vegna tjóns eftir óveðrið sem gekk yfir landið mánudaginn 7. desember síðast- liðinn. Varð nokkuð tjón á mann- virkjum á Vesturlandi vegna veð- ursins og þá sér í lagi á Akranesi og í uppsveitum Borgarfjarðar. Á Akranesi losnaði meðal annars þak á Sementsverksmiðjunni og unnu menn á vegum Akraneskaupstaðar að því að festa þakplöturnar á nýj- an leik í liðinni viku. -grþ Umferðaróhöpp og afstungur VESTURLAND: Alls urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Flest vegna vetrarfærðar og veðurlags. Lítil meiðsli urðu á fólki í þessum óhöppum. Í tveim- ur tilvikum hafðist ekki uppi á „gerendum“. Í öðru tilvikinu var það ökumaður sem missti bifreið sína yfir á öfugan vegarhelming í hálku við Laxárbakka á Vestur- landsvegi og sá sem kom úr gagn- stæðri átt rétt náði að koma í veg fyrir hörku árekstur með því að víkja út í kant þar sem hann lenti utan í vegriði. Eftir að hafa náð valdi á bifreið sinni hélt hinn að- ilinn för sinni áfram án þess að huga að þeim sem vék svona vel fyrir honum og fyrir tjóninu varð. Viðkomandi hafði bjargað því sem bjargað varð. Í hinu tilvikinu var um ákeyrslu á kyrrstæða bifreið á bílastæði, þar lét gerandinn sig hverfa. Loks losnaði hjólbarði undan vöruflutningabíl í Hval- fjarðargöngunum á fimmtudag og lenti hjólbarðinn utan í fólks- bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Engin meiðsli urðu á fólki en miklar skemmdir urðu á fólksbíln- um sem var fluttur á brott með kranabíl. -mm Ísagnadrífa blekkir vegfarendur VESTURLAND: Nokkuð hefur verið um tilkynningar til Lögregl- unnar á Vesturlandi vegna hugs- anlegra neyðarblysa og ljósagangs í háloftunum. En samkvæmt upp- lýsingum af stjörnufræðivefn- um fer jörðin núna í gegnum ís- agnadrífuna Geminítum sem fylgir smástirninu Phaethon og hafa mælst allt að 120 stjörnu- hröp á klukkustund þess vegna. Á jörðu niðri hefur því enginn ver- ið í vanda, en margir hins vegar notið þess að horfa á þessa ljósa- dýrð í háloftunum og eflaust hafa einhverjir líka lokað augunum og óskað sér einhvers. –mm Fjórtán sóttu um stöðu aðstoð- arskólameistara FVA AKRANES: Staða aðstoðarskóla- meistara Fjölbrautaskóla Vestur- lands var auglýst laus til umsókn- ar á dögunum. Eftirfarandi munu hafa sótt um stöðuna: Dröfn Við- arsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Eyjólfur Bragason, Guðlaugur Kr. Jörundsson, Hafdís Fjóla Ásgeirs- dóttir, Helgi Geir Sigurgeirsson, Hulda Birna Baldursdóttir, Jón- ína Víglundsdóttir, Kristrún Birg- isdóttir, Ólafur Ingi Guðmunds- son, Sólveig Björg Hansen, Val- gerður Þ.E. Guðjónsdóttir, Þor- björg Ragnarsdóttir og Þorsteinn Bjarki Pétursson. –mþh Samþykktu fjárveitingu til kirkjuviðhalds HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hval- fjarðarsveitar hefur samþykkt samhljóða að veita 1,2 milljón- um króna til nauðsynlegs við- halds á ytra byrði Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sóknarnefnd óskaði eft- ir því að sveitarstjórnin legði til fjárhæð sem næmi allt að 10% af heildarkostnaði við framkvæmd- ina en kirkjan er farin að láta á sjá að utan og kominn tími á endur- bætur. Samþykki sveitarstjórnar á fjárveitingunni fylgir það skilyrði að heildarfjármögnun viðhalds- verkefnisins verði tryggð áður en komi til greiðslu. -mþh Telur glórulaust að setja fé í sundlaug HVALFJ.SV: Fræðslu- og skóla- nefnd Hvalfjarðarsveitar fundaði 10. desember síðastliðinn. Á fundinum var meðal annars farið yfir þá liði fjárhagsáætlun sveit- arfélagsins sem snúa að nefnd- inni. Björn Páll Fálki Valsson lagði fram ýmsar athugasemd- ir. Hann telur að fjármagn sé of lítið til viðhalds á húsnæði leik- skóla. Sömuleiðis harmar hann að sveitarstjórn leggi til að setja að- gangseyri að íþróttahúsinu Heið- arborg. Það sé miður þegar mik- ill árangur hafi náðst í að auka að- sókn þar. Björn Fálki telur auk- in heldur „glórulaust“ að setja 31 milljón króna í viðhald sundlaug- ar á Hlöðum þegar hún sé aðeins opin í um þrjá mánuði þar sem rekstrarkostnaður sé rúmar sjö milljónir á ári. -mþh Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að setja ríflega 500 íbúðir úr eigna- safni sjóðsins í opið söluferli. Um er að ræða þriðjung þeirra íbúða sem nú eru í eigu sjóðsins, eða 504 íbúðir alls. Íbúðirnar eru um land allt og verða boðnar til sölu í 15 eignasöfnum, alls áætlað að verð- mæti 9,2 milljarðar króna. Veru- legur hluti íbúðanna er í útleigu en hluti eignanna þarfnast lagfæring- ar. Eignasafni sjóðsins hér á Vestur- landi verður skipt í tvennt. Annars vegar verða boðnar til sölu 35 eign- ir á Snæfellsnesi í einum pakka. Af þeim eru 22 í útleigu og er meðal- stærð 112 fermetrar. Hins vegar eru boðnar til sölu í einum pakka 27 eignir í Borgarnesi og á Akranesi. Af þeim eru 14 í útleigu en meðal- stærð hverrar íbúðar er 97 fermetr- ar. Sala eigna Íbúðalánasjóðs er í takti við markmið sjóðsins um að selja meirihluta fasteigna á þessu og næsta ári. Vonast sjóðurinn til að stuðla um leið að auknu fram- boði á íbúðarhúsnæði víða um land. Eignasöfnin sem seld verða eru misjöfn að stærð og gerð. Samsetn- ing eigna í hverju safni miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög og eru eignir í hverju þeirra að jafnaði í sama byggðarlagi. Ákveðið var að hafa hvert eignasafn hóflegt að stærð til þess að það sé á færi fleiri fjárfesta að bjóða í þau. Heimilt verður að bjóða í einstök eignasöfn eða fleiri saman. Söluferl- ið hófst mánudaginn 14. desember sl. og gátu áhugasamir fjárfestar frá þeim degi nálgast ítarlega upplýs- ingaskýrslu um söluferlið og eign- irnar á heimasíðu Íbúðalánasjóðs. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar nk. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að á undan- förnu hafi gengið vel að selja fast- eignir sjóðsins til einstaklinga, leigufélaga og sveitarfélaga. „Sal- an á þessum ríflega 500 fasteignum, sem nú verða seldar í opnu söluferli, er í samræmi við stefnu sjóðsins um að selja meirihluta fasteigna sjóðsins á þessu og næsta ári. Hlutverk Íbú- ðalánasjóðs er að lána til húsnæð- iskaupa og stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði en ekki að reka fasteignir í lengri tíma. Staða Íbú- ðalánasjóðs hefur batnað mikið á síðustu misserum en um leið sjáum við að staðan á húsnæðismarkaði er erfið fyrir marga. Íbúðalánasjóð- ur hefur reynt að mæta þessu, m.a. með umfangsmikilli ráðgjöf við fast- eignakaupendur enda býr starfsfólk okkar yfir mikilli þekkingu á fast- eignalánum,“ segir Hermann. mm Íbúðalánasjóður selur 504 fasteignir um land allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.