Skessuhorn - 16.12.2015, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 20156
Viðgerðir í kjölfar
óveðurs
AKRANES: Víða þurfti að sinna
viðgerðum á húsum vegna tjóns
eftir óveðrið sem gekk yfir landið
mánudaginn 7. desember síðast-
liðinn. Varð nokkuð tjón á mann-
virkjum á Vesturlandi vegna veð-
ursins og þá sér í lagi á Akranesi
og í uppsveitum Borgarfjarðar. Á
Akranesi losnaði meðal annars þak
á Sementsverksmiðjunni og unnu
menn á vegum Akraneskaupstaðar
að því að festa þakplöturnar á nýj-
an leik í liðinni viku. -grþ
Umferðaróhöpp
og afstungur
VESTURLAND: Alls urðu átta
umferðaróhöpp í umdæmi Lög-
reglunnar á Vesturlandi í vikunni
sem leið. Flest vegna vetrarfærðar
og veðurlags. Lítil meiðsli urðu á
fólki í þessum óhöppum. Í tveim-
ur tilvikum hafðist ekki uppi á
„gerendum“. Í öðru tilvikinu var
það ökumaður sem missti bifreið
sína yfir á öfugan vegarhelming
í hálku við Laxárbakka á Vestur-
landsvegi og sá sem kom úr gagn-
stæðri átt rétt náði að koma í veg
fyrir hörku árekstur með því að
víkja út í kant þar sem hann lenti
utan í vegriði. Eftir að hafa náð
valdi á bifreið sinni hélt hinn að-
ilinn för sinni áfram án þess að
huga að þeim sem vék svona vel
fyrir honum og fyrir tjóninu varð.
Viðkomandi hafði bjargað því sem
bjargað varð. Í hinu tilvikinu var
um ákeyrslu á kyrrstæða bifreið
á bílastæði, þar lét gerandinn sig
hverfa. Loks losnaði hjólbarði
undan vöruflutningabíl í Hval-
fjarðargöngunum á fimmtudag
og lenti hjólbarðinn utan í fólks-
bifreið sem kom úr gagnstæðri
átt. Engin meiðsli urðu á fólki en
miklar skemmdir urðu á fólksbíln-
um sem var fluttur á brott með
kranabíl. -mm
Ísagnadrífa
blekkir
vegfarendur
VESTURLAND: Nokkuð hefur
verið um tilkynningar til Lögregl-
unnar á Vesturlandi vegna hugs-
anlegra neyðarblysa og ljósagangs
í háloftunum. En samkvæmt upp-
lýsingum af stjörnufræðivefn-
um fer jörðin núna í gegnum ís-
agnadrífuna Geminítum sem
fylgir smástirninu Phaethon og
hafa mælst allt að 120 stjörnu-
hröp á klukkustund þess vegna. Á
jörðu niðri hefur því enginn ver-
ið í vanda, en margir hins vegar
notið þess að horfa á þessa ljósa-
dýrð í háloftunum og eflaust hafa
einhverjir líka lokað augunum og
óskað sér einhvers. –mm
Fjórtán sóttu
um stöðu aðstoð-
arskólameistara
FVA
AKRANES: Staða aðstoðarskóla-
meistara Fjölbrautaskóla Vestur-
lands var auglýst laus til umsókn-
ar á dögunum. Eftirfarandi munu
hafa sótt um stöðuna: Dröfn Við-
arsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir,
Eyjólfur Bragason, Guðlaugur Kr.
Jörundsson, Hafdís Fjóla Ásgeirs-
dóttir, Helgi Geir Sigurgeirsson,
Hulda Birna Baldursdóttir, Jón-
ína Víglundsdóttir, Kristrún Birg-
isdóttir, Ólafur Ingi Guðmunds-
son, Sólveig Björg Hansen, Val-
gerður Þ.E. Guðjónsdóttir, Þor-
björg Ragnarsdóttir og Þorsteinn
Bjarki Pétursson. –mþh
Samþykktu
fjárveitingu til
kirkjuviðhalds
HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar hefur samþykkt
samhljóða að veita 1,2 milljón-
um króna til nauðsynlegs við-
halds á ytra byrði Hallgrímskirkju
í Saurbæ. Sóknarnefnd óskaði eft-
ir því að sveitarstjórnin legði til
fjárhæð sem næmi allt að 10% af
heildarkostnaði við framkvæmd-
ina en kirkjan er farin að láta á sjá
að utan og kominn tími á endur-
bætur. Samþykki sveitarstjórnar á
fjárveitingunni fylgir það skilyrði
að heildarfjármögnun viðhalds-
verkefnisins verði tryggð áður en
komi til greiðslu.
-mþh
Telur glórulaust
að setja fé í
sundlaug
HVALFJ.SV: Fræðslu- og skóla-
nefnd Hvalfjarðarsveitar fundaði
10. desember síðastliðinn. Á
fundinum var meðal annars farið
yfir þá liði fjárhagsáætlun sveit-
arfélagsins sem snúa að nefnd-
inni. Björn Páll Fálki Valsson
lagði fram ýmsar athugasemd-
ir. Hann telur að fjármagn sé of
lítið til viðhalds á húsnæði leik-
skóla. Sömuleiðis harmar hann að
sveitarstjórn leggi til að setja að-
gangseyri að íþróttahúsinu Heið-
arborg. Það sé miður þegar mik-
ill árangur hafi náðst í að auka að-
sókn þar. Björn Fálki telur auk-
in heldur „glórulaust“ að setja 31
milljón króna í viðhald sundlaug-
ar á Hlöðum þegar hún sé aðeins
opin í um þrjá mánuði þar sem
rekstrarkostnaður sé rúmar sjö
milljónir á ári.
-mþh
Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að
setja ríflega 500 íbúðir úr eigna-
safni sjóðsins í opið söluferli. Um
er að ræða þriðjung þeirra íbúða
sem nú eru í eigu sjóðsins, eða 504
íbúðir alls. Íbúðirnar eru um land
allt og verða boðnar til sölu í 15
eignasöfnum, alls áætlað að verð-
mæti 9,2 milljarðar króna. Veru-
legur hluti íbúðanna er í útleigu en
hluti eignanna þarfnast lagfæring-
ar. Eignasafni sjóðsins hér á Vestur-
landi verður skipt í tvennt. Annars
vegar verða boðnar til sölu 35 eign-
ir á Snæfellsnesi í einum pakka. Af
þeim eru 22 í útleigu og er meðal-
stærð 112 fermetrar. Hins vegar eru
boðnar til sölu í einum pakka 27
eignir í Borgarnesi og á Akranesi.
Af þeim eru 14 í útleigu en meðal-
stærð hverrar íbúðar er 97 fermetr-
ar.
Sala eigna Íbúðalánasjóðs er í
takti við markmið sjóðsins um að
selja meirihluta fasteigna á þessu
og næsta ári. Vonast sjóðurinn til
að stuðla um leið að auknu fram-
boði á íbúðarhúsnæði víða um land.
Eignasöfnin sem seld verða eru
misjöfn að stærð og gerð. Samsetn-
ing eigna í hverju safni miðast við
að hagkvæmt geti verið að reka um
þær leigufélög og eru eignir í hverju
þeirra að jafnaði í sama byggðarlagi.
Ákveðið var að hafa hvert eignasafn
hóflegt að stærð til þess að það sé
á færi fleiri fjárfesta að bjóða í þau.
Heimilt verður að bjóða í einstök
eignasöfn eða fleiri saman. Söluferl-
ið hófst mánudaginn 14. desember
sl. og gátu áhugasamir fjárfestar frá
þeim degi nálgast ítarlega upplýs-
ingaskýrslu um söluferlið og eign-
irnar á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.
Tilboðsfrestur er til 3. febrúar nk.
Hermann Jónasson, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, segir að á undan-
förnu hafi gengið vel að selja fast-
eignir sjóðsins til einstaklinga,
leigufélaga og sveitarfélaga. „Sal-
an á þessum ríflega 500 fasteignum,
sem nú verða seldar í opnu söluferli,
er í samræmi við stefnu sjóðsins um
að selja meirihluta fasteigna sjóðsins
á þessu og næsta ári. Hlutverk Íbú-
ðalánasjóðs er að lána til húsnæð-
iskaupa og stuðla að stöðugleika á
húsnæðismarkaði en ekki að reka
fasteignir í lengri tíma. Staða Íbú-
ðalánasjóðs hefur batnað mikið á
síðustu misserum en um leið sjáum
við að staðan á húsnæðismarkaði er
erfið fyrir marga. Íbúðalánasjóð-
ur hefur reynt að mæta þessu, m.a.
með umfangsmikilli ráðgjöf við fast-
eignakaupendur enda býr starfsfólk
okkar yfir mikilli þekkingu á fast-
eignalánum,“ segir Hermann.
mm
Íbúðalánasjóður selur
504 fasteignir um land allt