Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 14

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201514 Lagt upp með að bæta framlegð Samkvæmt áætlun sveitarfélags- ins sem nefnist Brúin, og er unn- in í samstarfi við KPMG, er sett fram markmið til að bæta fjár- hagsstöðu Borgarbyggðar á kom- andi árum. „Lagt var upp með að bæta þyrfti framlegð um 200 m.kr. frá árinu 2014. Í þeirri áætlun sem sveitarstjórn hefur nú samþykkt er gert ráð fyrir að því markmiði verði náð þegar á árinu 2016. Það er hins vegar ljóst að til þess að það haldi þarf að fylgja fjárhagsáætlun vel eftir og gæta fyllsta aðhalds,“ seg- ir Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri. Sala eigna á árinu sem nú er að líða hefur gert það að verkum að yfirdráttur sveitarfélagsins á banka- reikningi hefur lækkað umtals- vert og ætti að vera upp greidd- ur um áramót. Þá er auk þess tek- ið fram að ekki hafi verið tekin ný lán á árinu 2015. „Búið er að bæta lausafjárstöðu verulega og greiða niður skuldir sem nemur um 330 m.kr. Þetta gerir að verkum að skuldahlutfall ætti að lækka umtals- vert á árinu 2015 eða um rúm 12% milli 2014 og 2015 og fara niður í 136,8% árið 2016. Það þýðir sam- kvæmt áætlun að skuldaviðmið gæti orðið innan við 110% árið 2016,“ segir Kolfinna. Byggja mötuneyti og færa leikskóla Stærstu verkefni á framkvæmda- áætlun Borgarbyggðar eru vegna endurbóta og byggingar mötu- neytis við Grunnskólann í Borgar- nesi og framkvæmda vegna flutn- ings leikskólans Hnoðrabóls að Kleppjárnsreykjum. Þá er gert ráð fyrir kostnaði vegna framkvæmda við Kveldúlfsgötu, eflingu starf- semi áhaldahúss, endurnýjun lagna vegna vatnsveitna í dreifbýli og framkvæmda vegna grenndar- stöðva í dreifbýli. Ekki er gert ráð fyrir öðru fjármagni í gangstétt- ir og götur fyrr en á árinu 2017. „Mikilvægt er að viðhalda þeirri stefnu að fjárfestingargeta sveit- arfélagsins verði að meðaltali um 200 m.kr. þannig að hægt sé að sinna nauðsynlegum fjárfestingum ár hvert,“ segir Kolfinna. Hún segir að nú hafi verið stigin mikilvæg skref til að styrkja rekst- ur sveitarfélagsins. „Sú vinna hef- ur verið í gangi allt frá haustinu 2014. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut,“ segir Kolfinna að endingu. mm Laust er til umsókna embætti sviðsstjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Sviðsstjóri er í stjórnunarteymi skólans og starfar náið með skólastjóra samkvæmt skipuriti skólans. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennarapróf og kennslureynsla• Framhaldsmenntun eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg• Frumkvæði og samstarfsvilji• Góðir skipulagshæfileikar• Hæfni í mannlegum samskiptum• Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi• Skólinn er heildstæður leik- og grunnskóli með um 130 nemendur á tveimur starfsstöðvum, annars vegar í leikskólanum Skýjaborg og hins vegar grunnskólanum Heiðarskóla. Leikskólinn leggur áherslu á lýðræði og opinn efnivið. Í leik- skólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Í leikskólanum gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólans við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir. Frekari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans www.skoli.hvalfjardarsveit.is. Umsóknarfrestur er til 31.12.2015. Viðkomandi starfsmaður sem verður ráðinn þarf að geta hafið störf í janúar 2016. Laun samkv. LN, KÍ, FL og/eða viðkomandi stéttarfélagi. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist til Jóns Rúnars Hilmarssonar, skólastjóra, jon.runar.hilmarsson@hvalfjardarsveit.is – Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Jón R. Hilmarsson skólastjóri í síma 858-1944. Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar SK ES SU H O R N 2 01 5 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu óskar eftir íbúð/húsi fyrir félagsmenn sína sumarið 2016. Tímabilið frá 3. júní - 26. ágúst 2016. Við leitum að húsum á Vesturlandi, t.d í Stykkishólmi og einnig á suðausturlandi allt frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi. Eignin þarf að vera í mjög góðu standi, fullbúin húsgögnum og öðrum búnaði til heimilishalds, heitum potti og góðri útiaðstöðu og gistimöguleikum fyrir a.m.k. 6-8 manns. Vinsamlega sendið ítarlegar upplýsingar um eignina ásamt myndum úti og inni. Öllum tilboðum verður svarað og óskast send á netfangið dora@sfr.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2016-2019 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtu- dag. Þar er gert ráð fyrir að rekstr- arafgangur í samstæðureikningi A og B hluta á næsta ári verði 109,5 milljónir króna og að rekstrarjöfn- uður samkvæmt sveitarstjórnar- lögum fyrir tímabilið 2015-2017 verði jákvæður um 130 m.kr. að frá- dregnum söluhagnaði á árinu 2015. „Áætlun gerir ráð fyrir að framlegð batni um 200 m.kr. frá árinu 2014 og verði um 400 m.kr. árið 2016 eða 11,7% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri árið 2016 í samstæðu A og B hluta er áætlað 356 m.kr. en 312 m.kr. ef einungis er litið til A hluta.“ Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri sveitarsjóðs, sem hlutfall af heildar- tekjum, hækki verulega milli ára og að svigrúm skapist fyrir auknar fjár- festingar. Fjárfesta á fyrir 200 m.kr. í sam- stæðu A og B hluta. Þá komi 20 milljónir króna í gatnagerðargjöld á móti framkvæmdakostnaði og að nettó fjárfesting á árinu 2016 verði því 180 m.kr. Afborganir langtíma- lána eru áætlaðar 256 m.kr. á næsta ári. Gert er ráð fyrir endurfjár- mögnun lána allt að 100 m.kr. og nettó niðurgreiðsla lána verði 150 m.kr. Þá er gert ráð fyrir að hand- bært fé í árslok verði um 137 m.kr. í samstæðu A og B hluta og handbært fé í A hluta verði um 78 m.kr. í árs- lok 2016. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar samþykkt í sveitarstjórn Geirlaug Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar lagði fram eftir- fararndi tillögu þegar fjárhags- áætlunin var afgreidd í sveitar- stjórn í liðinni viku: „Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að halda áfram rekstri 1. - 4. bekkj- ar á Hvanneyri á næsta skólaári með samrekstri skólastiga í hús- næði Andabæjar á Hvanneyri. Húsnæðið rúmar þessar bekkjar- deildir á komandi árum og með því að sameina leik- og grunn- skóla undir sama þak má ná fram umtalsverðri hagræðingu í rekstri í meiri sátt við íbúa en fyrri sparnaðaraðgerðir.“ Þessi tillaga var felld af meirihlutanum í sveitarstjórn með sex atkvæðum gegn þremur. Geirlaug, Ragn- ar Frank Kristjánsson og Magn- ús Smári Snorrason studdu hana. Fjárhagsáætlunin var síðan sam- þykkt með 7 atkvæðum en Geir- laug Jóhannsdóttir og Magnús Smári Snorrason sátu hjá. Að afgreiðslu lokinni lagði Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar fram bókun þar sem hann lýsti því yfir að rekst- ur Borgarbyggðar sé nú „kominn á réttan kjöl.“ Ljóst sé að þær að- gerðir sem ráðist var í síðastliðið haust og vetur hafi að mestu skil- að tilætluðum árangri í rekstri. Hann þakkaði starfsfólki sveitar- félagsins ásamt sveitarstjórn fyr- ir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessum árangri. „Þrátt fyr- ir aðhald í rekstri Borgarbyggð- ar þá er bjart yfir samfélaginu í Borgarbyggð, mörg atvinnu- tengd verkefni eru í farvatninu í héraðinu og næsta nágrenni. Því þarf það að vera eitt af höf- uðverkefnum sveitarstjórnar að skapa áfram þá umgjörð í þjón- ustu sinni að eftirsóknarvert sé að búa og reka fyrirtæki og stofn- anir í Borgarbyggð,“ segir meðal annars í bókuninni. mþh Felldu tillögu um grunnskóla á Hvanneyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.