Skessuhorn - 16.12.2015, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201516
FYRIRTÆKI, FÉLAGASAMTÖK OG EINSTAKLINGAR
Erum farin að taka á móti pöntunum í þorrahlaðborðin
Sendum á sunnanvert Vesturland
Pantanir í síma 430-6767
R E S T A U R A N T
NÚ STYTTIST Í ÞORRA! SK
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5 Bílaréttingar - Bílasprautun
Framrúðuskipti - Bílaleiga - Tjónaskoðun
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Þjónustum öll tryggingafélög
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Útvarp Óðal í Borgarnesi fór í loft-
ið á mánudaginn í liðinni viku og
stóðu útsendingar fram á föstudag.
Um er að ræða árlegar útvarpssend-
ingar sem sendar eru út frá Óðali,
félagsmiðstöð grunnskólanna í
Borgarnesi, Varmalandi og á Klepp-
járnsreykjum. Það er nemendafélag
Grunnskólans í Borgarnesi sem
heldur utan um útsendingarnar og
hafa nemendur skólans haft í nógu
að snúast undanfarið. „Þetta geng-
ur rosalega vel,“ sögðu krakkarnir í
gær þegar blaðamaður leit í heim-
sókn. Stjórn nemendafélagsins bar
hitann og þungann af útsendingun-
um ásamt nokkrum ungmennum til
viðbótar og voru flestir að stýra út-
varpinu í fyrsta sinn. „Þetta er mjög
gaman. Skemmtilegast er að tala í
beinni útsendingu, að fá símtöl og
að taka viðtölin,“ sögðu þau. Mörg-
um af þáttunum var útvarpað beint
en þættir 1. - 7. bekkjar voru hljóð-
ritaðir fyrirfram. Þá sömdu nem-
endur allar auglýsingar og lásu sjálf-
ir inn á þær.
Aðspurð um hvað hafi kom-
ið mest á óvart við að reka Útvarp
Óðal voru krakkarnir sammála:
„Það kom mest á óvart hvað auglýs-
ingapakkarnir voru langir og hvað
þetta er mikil vinna.“ Enda voru
margir langir dagar þar sem krakk-
arnir sinntu útvarpinu eftir skóla og
langt fram á kvöld. Þá voru jóla-
prófin í fullum gangi og lært á milli
útsendinga. Svo var skipst á að fara
í próf. „En þetta er mjög skemmti-
legt,“ sögðu þau með skólabækurn-
ar í fanginu. „Það er svekkjandi að
geta ekki gert þetta aftur,“ bæta þau
elstu við.
grþ
Útvarp Óðal
gekk vel
Spurningaþátturinn „Ertu klárari en jólabarn?“ á leið í loftið. Óliver Kristján
Fjeldsted, Anton Elí Einarsson, Brynjar Snær Pálsson og Sigurður Aron Þorsteinsson.
Tíminn á milli útsendinga nýttur í lærdóm.
Árið 2015 var viðburðaríkt hjá Landmælingum Íslands þar sem
samstarf var lykilþáttur árangurs. Sögulegur áfangi náðist með
lögum um örnefni þar sem Landmælingum Íslands er ætlað mikil-
vægt hlutverk. Samskipti við notendur voru mjög jákvæð og áhugi
á gjaldfrjálsum landupplýsingum var mikill.
Á árinu var unnið að endurskoðun á stefnu Landmælinga Íslands
m.a. til að bregðast við örri tækniþróun og aukinni áherslu á inn-
lent og erlent samstarf. Á nýju ári bíða kreandi áskoranir
og ölbreytt verkefni.
Þökkum samstarð á árinu sem er að líða.Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár
Landmælingar Íslands
Jól 2015
Kæru vinir!
Jólaútvarp Grunn-
skólans í Borgar-
nesi, FM Óðal 101,3
var með útsending-
ar vikuna 7. – 11.
desember. Að baki
útsendingunni ligg-
ur mikil vinna sem
margir taka þátt í.
Kjarninn í þeim
hópi er stjórn nem-
endafélags grunn-
skólans, tæknimenn
og útsendingar-
stjóri. Undirbún-
ingur þátta, auglýs-
ingagerð, upptökur
og fleira sem nauð-
synlegt er til að halda úti jólaút-
varpi tekur um það bil þrjár vik-
ur. Allir nemendur grunnskólans
taka þátt.
Fjölmörg fyrirtæki í Borgar-
byggð kaupa auglýsingar í jólaút-
varpinu og styrkja þannig fjáröfl-
un nemendafélagsins. Auglýs-
ingapakkinn þetta árið var vegleg-
ur og þar voru margar skemmti-
legar auglýsingar. Í ár var auglýs-
ing frá LímtréVírnet kosin besta
auglýsingin. Sú auglýsing, sem og
aðrar, var samin, lesin og leikin/
sungin af nemendum í 9. og 10.
bekk grunnskólans. Ágóða jóla-
útvarpsins hefur nemendafélag-
ið notað undanfarin ár til tækja-
kaupa fyrir félagsmiðstöðina og
fleira. Við viljum koma á fram-
færi þakklæti til þeirra fyrirtækja
sem styrktu jólaútvarpið með því
að kaupa auglýsingar. Án ykk-
ar væri ekki mögulegt að halda
þessu verkefni áfram. Áhugasam-
ir geta nálgast upptökur á https://
borgarnes.wordpress.com/jol/jo-
lautvarp-2015/.
Fyrir hönd Grunnskólans í Borg-
arnesi,
Hulda Hrönn Sigurðardóttir
deildarstjóri
Jólaútvarpsfólk þakkar
stuðningsaðilum
Það er mikið álag á stjórn nemendafélagsins við
undirbúning og framkvæmd jólaútvarpsins. Frá
vinstri: Íris Líf (varaformaður), Alexander (gjaldkeri),
Snæþór Bjarki (formaður og útvarpsstjóri), Sigurður
(útsendingarstjóri), Axel (aðstoðartæknistjóri) og
Hlynur (tæknistjóri).