Skessuhorn - 16.12.2015, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201526
24. des., aðfangadag kl. 11.30
Barnastund í Reykholti
24. des., aðfangadag jóla kl. 22.00
Guðsþjónusta í Reykholtskirkju
25. des., jóladag kl. 11.00
Guðsþjónusta í Gilsbakkakirkju
25. des., jóladag kl. 14.00
Guðsþjónusta í Hvammskirkju
25. des., jóladag kl. 16.00
Guðsþjónusta í Stafholtskirkju
26. des., annan dag jóla kl. 14.00
Guðsþjónusta í Norðtungukirkju
Sunnudaginn 3. jan., kl. 14.00
Guðsþjónusta í Stafholtskirkju
Helgihald um jól í Reykholts-
og Stafholtsprestaköllum
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Ljósm. Guðlaugur Óskarsson
Söngfjölskyldan úr Borgarnesi mun
halda jólatónleika í Borgarnes-
kirkju, fjórða árið í röð, mánudags-
kvöldið 21. desember kl. 21:00. Að-
gangur er ókeypis að vanda og all-
ir velkomnir. Húsfyllir hefur ver-
ið hingað til en margir telja það
orðinn ómissandi þátt í jólaund-
irbúningnum að mæta á tónleika
fjölskyldunnar. Þetta eru hjónin
Theodóra Þorsteinsdóttir og Ol-
geir Helgi Ragnarsson ásamt dætr-
um sínum; Sigríði Ástu og Hönnu
Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg
Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á
tónleikunum að þessu sinni verð-
ur Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir
Ingibjargar.
Theodóra er skólastjóri Tónlist-
arskóla Borgarfjarðar, söngkennari
og söngkona. Hún stundaði söng-
nám í Söngskólanum í Reykjavík,
Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða
komið fram sem söngkona. Olgeir
Helgi stundar söngnám við Tón-
listarskóla Borgarfjarðar. Systurn-
ar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur við Söng-
skólann í Reykjavík og eru orðnar
eftirsóttar söngkonur.
Fjölskyldan hefur tekið virkan
þátt í menningar- og sönglífi í hér-
aðinu og tók m.a. öll þátt í óper-
unni Sígaunabaróninn sem sýnd var
í Gamla mjólkursamlaginu við góð-
ar undirtektir. Ingibjörg er uppal-
in á Hvanneyri og Borgfirðing-
um og er Borgfirðingum að góðu
kunn. Hún var á árum áður píanó-
kennari við Tónlistarskóla Borgar-
fjarðar ásamt því að vera kórstjóri
og meðleikari í héraðinu. Hún býr
nú í Hafnarfirði. mm
Fjórðu jólatónleikar
fjölskyldunnar í Borgarnesi
Syngjandi fjölskyldan á góðri stund ásamt Ingibjörgu sem leikur undir á tónleik-
unum.
Undirritaður hefur verið samn-
ingur á milli Ungmennasambands
Borgarfjarðar (UMSB), Ung-
mennafélags Íslands og Borgar-
byggðar um framkvæmd 19. Ung-
lingalandsmóts UMFÍ sem fram fer
um verslunarmannahelgina 2016.
Unglingalandsmót hefur einu sinni
áður verið haldið í Borgarnesi en
það var árið 2010. „Mótin hafa vax-
ið og sannað gildi sitt sem glæsileg-
ar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar
sem saman koma þúsundir barna
og unglinga ásamt fjölskyldum sín-
um og taka þátt í fjölbreyttri dag-
skrá. Unglingalandsmót UMFÍ er
vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar
sem börn og unglingar á aldrin-
um 11 – 18 ára reyna með sér í fjöl-
mörgum íþróttagreinum en sam-
hliða er boðið upp á fjölbreytta af-
þreyingu, leiki og skemmtun fyrir
alla fjölskylduna,“ segir í tilkynn-
ingu frá UMFÍ. mm
Unglingalandsmót í
Borgarnesi næsta sumar
Frá undirritun samningsins, f.v.: Hrönn Jónsdóttir ritari UMFÍ, Ásgeir Ásgeirsson
varasambandsstjóri UMSB og Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgar-
byggðar.
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
Reykjavík I Akranes I Ísafjörður I Blönduós I Sauðárkrókur I Siglufjörður I Dalvík
Akureyri I Húsavík I Egilsstaðir I Reyðarfjörður I Selfoss I Reykjanesbær
K i rk jub raut 12 I 300 Akranes I s ím i 440 7900 I www.pac ta . i s
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegrar hátíðar og þökkum
samstarfið á árinu.