Skessuhorn - 16.12.2015, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201532
Katrín Gísladóttir eiginkona Jó-
hanns Rúnar Kristinsonar tók vel
á móti eiginmanni sínum og Arnari
Laxdal syni þeirra þegar þeir komu
til hafnar í Rifi á nýja bátnum Sæ-
rifi SH í síðustu viku. Á þessari
mynd sést Katrín hlaðinn góðgæti
sem gestum var boðið uppá þegar
þeir skoðuðu bátinn. Auk Katrínar
á myndinni má sjá Kristján Helga-
son sem er skipsverji á Særifinu og
Sigurð Reyni Gunnarsson hafn-
arvörð. Lesa má ítarlegt viðtal við
Arnar Laxdal í blaðinu í dag. af
Gert vel við gesti þegar nýi báturinn kom
Fjáröflunar-maraþon-lestrargjörn-
ingur verður í Frystiklefanum í Rifi
sunnudaginn 20. desember næst-
komandi. Þar mun barnabarn Skúla
Alexanderssonar, Kári Viðarsson
leikari, listrænn stjórnandi og eigandi
Frystiklefans og handhafi menning-
arverðlaunanna Eyrarrósarinnar,
standa fyrir fjáröflun í minningu afa
síns, sem lést fyrr á þessu ári. Fjáröfl-
unin verður til styrktar Sjómanna-
garðinum á Hellissandi sem var eitt
af mörgum ástríðuverkefnum Skúla
og verður hún fólgin í maraþonhús-
lestri Kára á ævisögu afa sins, Þá hló
Skúli, sem Óskar Guðmundsson rit-
höfundur skráði. Bókin hefur feng-
ið frábæra dóma hjá lesendum og
gagnrýnendum og því ætti engum
að leiðast lesturinn.
Kári mun ekki lesa bókina í undir-
búningi fyrir þennan lestur og verð-
ur viðburðurinn þannig einnig nokk-
urs konar endurfundur Kára og afa
hans, en þeir voru mjög góðir vinir
og áttu sterkt samband sín á milli.
Lesturinn hefst klukkan 9 að
morgni og stendur þar til bókin
klárast, að öllum líkindum um mið-
nætti. Allir eru velkomnir að koma
og fara eins og þeim lystir, drykk-
ir og veitingar verða í boði og eins
og áður segir verður tekið við frjáls-
um framlögum sem öll renna til Sjó-
mannagarðsins á Hellissandi. Auk
þess verður bókin til sölu á staðnum
og höfundur hennar, Óskar Guð-
mundsson, áritar.
Í fjögurra stjörnu ritdómi Sigurðar
Boga Sævarssonar blaðamanns sagði
nýverið í Morgunblaðinu: „Lífs-
gleðin skín í gegn og það er hvergi
dauður punktur í bókinni… greinar-
góð og lipurlega skrifuð… ritið mun
halda á lofti nafni þess manns, sem
vildi vel og munaði um í samfélagi
sínu.“
mm
Lestrargjörningur
afastráks til fjáröflunar
fyrir Sjómannagarðinn
Maraþonlestur Kára á ævisögunni er til fjáröflunar fyrir Sjómannagarðinn á Hellis-
sandi, sem Skúla Alexanderssyni var alla tíða umhugað um.
Lionsklúbbur Grundarfjarðar
var með sinn árlega jólamarkað í
Sögumiðstöðinni dagana 10.-12.
desember. Þar kenndi ýmissa grasa
en meðal þess sem hægt var að
kaupa var alls kyns fiskmeti, lif-
andi jólatré, skreytingar á leiði,
greni og margt fleira. Jólasveinn-
inn Stekkjastaur mætti og spjallaði
við krakkana en hann var þá ný-
kominn til byggða.
tfk
Lionsmenn með jólamarkað í Grundarfirði
GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
Þökkum góð viðskipti á árinu
HOTELHUSAFELL.IS BÓKANIR Í SÍMA 435 1551 • BOOKING@HOTELHUSAFELL.IS
HÓTEL HÚSAFELL
JÓLAGJAFABRÉF HÓTEL HÚSAFELLS
Verð aðeins 42,950 kr.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5