Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 34

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 34
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201534 Vísnahorn Krafti hrakar óðs við önn. Ellin klaka strjálar. Vinnur nakin tímans tönn tjón á akri sálar. Björn Sigurðsson Blöndal var fæddur 2. júní 1893 að Hvammi í Vatnsdal og voru foreldrar hans þau Sigurður Sigfús Benediktsson Blön- dal og kona hans Guðný Einarsdóttir. Björn ólst upp í foreldrahúsum til tíu ára aldurs er hann missti móður sína. Eftir það með föður sínum en þeir fluttu þá frá Hvammi. Eitt ár var hann til náms hjá frænda sínum séra Birni Blöndal í Hvammi í Laxárdal en innritast í Hvítárvalla- skólann 1910 og var þar í tvö ár. Þeir feðgar hófu svo bú á Kötlustöðum í Vatnsdal um 1920 og það ár kvænist hann Kristínu Vilhjálmsdóttur. Kristín hafði numið ljósmóðurfræði en örlögin höguðu því svo að aldrei lagði hún þau störf fyr- ir sig. Eignuðust þau einn son Benedikt að nafni. Auk þess ólu þau upp til tíu ára aldurs Jóhann Pétursson síðar húsasmíðameistara á Akranesi en hann missti móður sína aðeins fárra mánaða. Bjuggu á Kötlustöðum til 1929 en fluttu þá að Ytra Hóli á Skagaströnd. Bjuggu þar í eitt ár en flytja þá að Hnausum í Þingi. Slitu þau samvist- ir um það leyti en 1931 flytur Björn að Gríms- tungu með son sinn og var þar vinnumaður Lár- usar í 19 ár og lengst við þann bæ kenndur. Um tíma mun hann hafa verið á Hjallalandi og örfá ár í Ásbrekku þar sem Benedikt sonur hans bjó stuttan tíma. Það hefur sannað sig við gerð þessa þáttar sem oftar að þeim fækkar sem hægt er að spyrja, en ýmsir telja að Björn hafi tekið skilnað- inn mjög nærri sér og jafnvel aldrei náð sér fylli- lega eftir það enda gæti þessi staka bent til þess: Eftirsjá og ástin mín angurs tjáir sakir. Björt ei máist myndin þín meðan þráin vakir. Eins og ég nefndi eru fáar öruggar heimild- ir um tilefni vísnanna og verða ef til vill aldrei nema ágiskanir en auðvitað gæti þessi verið ort í upphafi tilhugalífsins: Hér er lítið bögglað bréf -bara óskir þýðar. Einhver færir stærra stef stúlkunni minni síðar. Næsta vísa er hins vegar brot úr lengra kvæði sem nefnist „Hvers vegna“ og verður hver og einn að giska sjálfur á tilefnið: Fyrst að búin okkar er Ástin lífs í glaumi -hví ert þú að mæta mér munahlý í draumi. Glaðlyndi og þó örlyndi nokkuð er oft talið kynfylgja Blöndalsættarinnar en Björn mun hafa verið nokkuð ör og viðkvæmur í lund en svolít- ið mislyndur á heimili. Hins vegar þótti honum sem mörgum ættmennum hans gott að fá sér í staupinu og varð þá glaður í hjarta sínu. Meðan þeir voru báðir heimilismenn eða við- loðandi í Grímstungu, Björn og Sigurður frá Brún, hefur vafalaust margt farið á milli þeirra sem nú er geymt í glatkistunni. Þar á meðal gæti verið þessi sem ég þori þó ekki að fullyrða að sé eftir Björn þar sem ég hef einnig heyrt hana eignaða öðrum: Siggi Brúnar sefur þar, sínar lúnar hvílir bölvaðar snúnar býfurnar, búk og fúnar krumlurnar. Sigurður eignaðist eitt sinn ótamda hryssu sem hann nefndi Gæfu. Fann hana í stóði og beislaði og reið af stað heimleiðis berbakt við einteyming. Varð það tilefni þessarar vísu sem þeir munu hafa átt í sameiningu Sigurður og Einar Gestsson frá Hæli: Ekki sýnist meiri en má merin þín með rauða há. Gæfan þín er gæf en smá gangprúð, fín og stjörnur á. Einhverra hluta vegna hafði Björn heldur horn í síðu hryssunnar og svaraði: Eftir grundað Gæfulof gat ég stundum hlegið. Þar hef ég fundið flest um of, fátt var undan dregið. Þó skal létt við lofið skeytt lagt og fléttað saman hún með réttu ætti eitt Ó - við sett að framan. Þykja hrekkir þrátt og synd það sem blekkir fegra. Ég sá ekki i einni mynd ólán þekkjanlegra. Kristján Sigurðsson frá Brúsastöðum sendi Birni einhvern tímann vísu þar sem Birni þótti að sér vegið og taldi ástæðu til að svara fyrir sig: Betr´er að hafa brotinn skolt og bilun ögn í tólum, en að bera höfuð holt heim af mörgum skólum. Þó Björn væri ekki talinn hestamaður var haft á orði hvað hann gerði góðar hestavísur. Um blesóttan góðhest sem hann átti sagði hann eitt sinn er hann var að hýsa klárinn eftir góðan út- reiðartúr: Vertu ei byrstur Blesi minn bætt skal vistarharkið. Ertu þyrstur auminginn eftir fyrsta slarkið. Síðar fæddust svo þessar: Þegar glettin bölsins brek byrgja þétt að vonum fótaléttan fák ég tek og fæ mér sprett á honum. Snjall mér bætir Blesi þor, blakks ei fætur rasa. Bjartar nætur von og vor við hann lætur blasa. Hvert skal hret í blíðu breytt bægja metum kífsins Fyrst hann getur frá mér eytt frostavetri lífsins. Á þessum árum leituðu Vatnsdælir og Borg- firðingar saman í Fljótsdrögum og var það mikil hátíð sem báðir aðilar hlökkuðu til og þó gjarn- an væri nokkur metingur milli norðan- og sunn- anmanna var það allt í góðsemi enda bundust menn þar órjúfandi vinaböndum. Þar um orti Ásgrímur Kristinsson í Ásbrekku svo snilldar- lega: Enn um þetta óskaland ótal perlur skína. Hitti ég fyrir sunnan Sand sumardrauma mína. Margar ferðir fór Björn einnig í þessar samleit- ir sem og fleiri fjallaferðir enda Lárus í Gríms- tungu fjármargur og ekki sérstaklega hneigður til að láta standa uppá sig eða sitt fólk. Í göngum hafa þessar orðið til: Fegurð stök mér finnst að sjá fáguð þökin mjalla. Silfurhökul sveipar gljá sól um jökulstalla. Bruna má um blómsnauð lönd beisla frái snákur. Fellið-Blá á hægri hönd, hina á er Krákur. Suðurfjöllin bungubreið beina körlum veginn. Ofan höllin herða skeið hófatröllin fegin. Fljóts þó aldan æði geyst auki kalda byrsting er í Tjalda tangann þeyst tekin valdi gisting. Þó fór nú svo eitt árið að Björn komst ekki í göngurnar en starfaði að því að fella reiðhest sinn daginn sem leitarmenn riðu góðglaðir á fjall frá Grímstungu. Þá mun þessi hafa orðið til: Misjafnt láta menn í dag, margir gráta af trega, aðrir kátir kveða lag kenndir mátulega. Ekki veit ég hvort næstu vísur fæddust þá strax en líklegt þykir mér að þær hafi orðið til um líkt leyti: Fyrir handan fjöllin blá fljóts þar straumar mætast. Aldrei mega sumir sjá sína drauma rætast. Heimabandi heftur er, hörpu vandast slögin, ég í anda aðeins fer yfir Sand í Drögin. Nú veit ég ógjörla um nestismál Vatnsdælinga í fjallferðum en tel mig þó hafa grun um að þeir hafi átt góðan að sem kunni eitthvað fyrir sér í þeim listum sem frelsarinn iðkaði í Kana hér áður fyrr. Nú fór svo með þann góða mann að sýslumaður komst í málið með einhverjum af- leiðingum en ekki urðu allir Vatnsdælir ánægð- ir með þetta framtak yfirvaldsins. Út af þessu urðu til þrjár vísur að minnsta kosti en ekki hef ég nema eina þeirra: Flækti slunginn fávísan fjötrum sakahraður bláfátækan barnamann Bogi sýslumaður. Þó það yrði lengst af hlutskipti Björns að vera annarra þjónn er ekki þar með sagt að hann væri alltaf ánægður með það hlutskipti sitt og gætu eftirfarandi vísur bent til þess: Held ég út á heyjavöll, hef þar lítið gaman meðan aðrir fram um fjöll fénu hóa saman. Ætli þvílík ævikjör andans þreki spilli. Alltaf sömu feta för fjárhúsanna milli. Oft munu hafa skotist vísur milli Björns og systkinanna í Forsæludal þeirra Ólafs og Sigríð- ar og mættust þar stálin stinn. Eitt sinn er Björn kom í vísnaleit yfir að Forsæludal heilsaði hann með þessari stöku: Þráir eyrað óðarklið. Orðinn meyr af vöku, karl sem eyrir kvæðin við kom að heyra stöku. Ég man ekki betur en það hafi verið Ólafur sem svaraði: Enginn breytir grjóti í gull, greindan þreytir slaður, kom til geita að krefja um ull kvæðaleitarmaður. En Björn átti ýmsa fleiri tóna til og þar á með- al þennan: Yfir landi unun drottnar auðnuband er hnýtt. Ei við sandinn bára brotnar blærinn andar þýtt. Og svo þessi: Veitir yndi, elur frið, örvar lyndið veika rétt hugmynd er reyrist við rímsins yndisleika. Nú er svo sem oftar að ekki er gott að segja nákvæmlega til um tildrög næstu vísu fram yfir það sem lesa má út úr henni sjálfri og verður þá hver að lesa fyrir sjálfan sig: Hættu anda hryggum með hófið blanda ama Vort þó landinn lífgi geð láttu þér standa á sama. En það er nú ekki öruggt að allt sé á yfirborð- inu: Þó að hlátur vipri vör vart er grátur fjarri, stundum kátra kímnissvör klökkva láta nærri. Það er líka hægt að horfa til baka og vera ör- lítið misánægður með það sem sést: Því var oft við ólánsströnd auðnu brotið farið, þá sem réttu hlýja hönd hef ég frá mér barið. Á seinni árum Björns, eftir að hann var fluttur á Blönduós, hitti hann Atla á Hóli á förnum vegi og tóku þeir tal saman og sem vænta mátti bar vísur á góma. Björn segir þá um einhverja vísu sem Atli fór með; ,,Þetta er góð vísa. Eftir hvern er hún?“ ,,Hún er eftir þig,“ var svarið. Þá kom þessi fljótlega: Þessi vísa var mér gleymd, visku er þrotinn kraftur, af því hún var hjá góðum geymd gat hún hitt mig aftur. Helstu heimildir: Húnvetningaljóð, Íslensk alþýðuskáld, Vísnasafn Skagfirðinga og munn- legar heimildir úr ýmsum áttum. Með þökk fyrir lesturinn og góðar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Dagbjartur Dagbjartsson, Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is „Af því hún var hjá góðum geymd - gat hún hitt mig aftur“ Þáttur um Björn Sigurðsson Blöndal hagyrðing frá Grímstungu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.