Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 46

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 46
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201546 Deilt um fyrirhugaða stækkun Laugafisks Hart hefur verið deilt á árinu á Akranesi um ágæti þess að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir stækkun fiskþurrkunar Laugafisks. Hefur hópur íbúa í nágrenninu mótmælt þessum áformum harðlega vegna þess hve mikil ólykt fylgir þurrk- uninni. Óttast menn að ekki verði hægt að koma í veg fyrir lyktarmengun. Aðrir fullyrða að með nýjum tækjabúnaði og betri húsakosti verði lyktarmengun ekkert vandamál. Áform HB Granda, sem á Laugafisk, fela í sér að færa allt vinnslu- ferlið í sérhæft húsnæði með bættum hreinsibúnaði til að lág- marka megi lyktarmengun. Bæjarstjórn ákvað á fundi í haust að óska eftir meiri gögnum frá HB Granda áður en ákvörð- un verður tekin um hvort hugmyndirnar verði sendar í skipu- lagsferli. Enn hefur málið því ekki verið til lykta leitt, ef svo má að orði komast. Dularfullur sauðfjárdauði Sauðfjárbændur urðu í vor uggandi vegna dularfullra vanþrifa og ærdauða. Ær á húsi voru orðnar skinhoraðar þegar kom- ið var fram undir sauðburð. Var jafnvel talið að um óþekktan búfjársjúkdóm væri að ræða og voru því tekin sýni og send til rannsókna m.a. í Noregi. Þrátt fyrir miklar rannsóknir vís- indamanna hefur enginn sjúkdómur greinst enn. Bendir allt til þess að samverkandi þættir lélegra heyja frá sumrinu áður, vetrarrúnings og kuldatíðar síðasta vetur hafi leitt til þess að lambfullar ær töpuðu holdum þar sem orkan fór öll í fóstrin sem þær báru. Ærnar horuðust því sífellt meira eftir því sem nær dró burði og drapst nokkuð af fé. Aldarafmæli kosningaréttar kvenna Á kvennafrídaginn 19. júní síðastliðinn fögnuðu landsmenn allir þeim merku tímamótum að hundrað ár voru liðin frá því konur hlutu fyrst kosningarétt og brautargengi til alþingis- kosninga á Íslandi. Víðast hvar á landinu var þessara tímamóta minnst með ýmsum viðburðum og hátíðum. Segja má að 19. júní hafi verið hinn raunverulegi þjóðhátíðardagur Íslendinga árið 2015, enda ærið tilefni til að fagna. Skessuhorn gaf m.a. út þverhandarþykkt blað tileinkað þessum tímamótum. Hörð átök um skólamál Sveitarstjórn Borgarbyggð- ar samþykkti í ár viðamikl- ar breytingar á skólarekstri sem lið í aðgerðum til að taka á fjárhagsvanda sveit- arfélagsins. Hafa breyting- arnar vægast sagt verið um- deildar og ber þar hæst sú ákvörðun að loka grunnskóladeild GBF á Hvanneyri eftir yf- irstandandi skólaár. Fjöldi íbúa í Borgarbyggð hefur gagnrýnt sveitarstjórnina og sér í lagi hafa meðlimir í Íbúasamtökunum Hvanneyrar og nágrennis verið duglegir að láta í sér heyra. Mörgum íbúum þykja þeir sviknir og spyrja hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við þá fyrr. Meirihluti sveitarstjórnar ber fyrir sig nauðsynlegum aðhaldsaðgerðum til að rétta af fjárhag sveitarfélagsins. Á fjölmennum íbúafundi í haust lýsti meirihluti fundarmanna vantrausti á sveitarstjórn. Málið er eldfimt og ljóst að engin sátt hefur náðst. Deilum um skóla- mál á Hvanneyri er líklega hvergi lokið, en nú er lagt upp með að tveimur yngstu árgöngum grunnskóla verði kennt í leik- skólanum Andabæ en eftir það hafi foreldrar val um að senda börn sín í Borgarnes eða á Kleppjárnsreyki. Einar sæmdur riddarakrossi Kaupmaðurinn Einar Ólafsson hefur rekið Verzlun Einars Ólafssonar á Akranesi frá árinu 1957, eða allt frá því hann tók við af föður sínum. Á þjóðhátíðardaginn við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum var Einar sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt í þágu heimabyggðar. Vegslárnar ekki á leið burt Spölur tók í notkun vegslár við gjaldskýli Hvalfjarðarganga á árinu. Ótal fréttir bárust af því að þær hefðu verið eknar nið- ur og valdið bæði Speli og bifreiðaeigendum tjóni. Jafnvel var gengið svo langt að halda því fram að slárnar hefðu af ein- beittum brotavilja ráðist á bílana. Slánum er ætlað að draga úr umferðarhraða við gjaldskýli og koma í veg fyrir að menn fari í gegn án þess að greiða vegtoll. Ljóst er að Spölur hefur ekki í hyggju að fjarlægja slárnar, þrátt fyrir ákveðna byrjunarörð- ugleika og misjafnar undirtektir vegfarenda. Hvalveiðar gengur vel Hvalvertíðin hófst í lok júnímánaðar og var að sögn reyndra starfsmanna ein sú besta í seinni tíð. Þegar henni lauk seint í september höfðu 155 langreyðar verið veiddar. Fyrstu vikur vertíðarinnar gerðu fulltrúar hópsins Hard to Port sig heima- komna í Hvalfirði og mótmæltu veiðunum. Reyndu þeir að trufla vinnsluna og valda usla, án árangurs. Þó má búast við mótmælum aftur að ári, enda eiga sjónarmið þeirra sem eru fylgjandi hvalveiðum og þeirra sem eru á móti þeim enga sam- leið. Athygli vakti á árinu söguleg sigling um norðurhöf með hvalkjötsfarm til Japan. Samhliða hlýnun sjávar tókst að sigla með hvalkjötið nýja leið án vandræða og þannig stytta siglinga- leiðina um 20 þúsund kílómetra. Mikil uppbygging framundan í Ólafsdal Snemma hausts var skrifað undir samkomulag Ríkissjóðs og Minjaverndar um viðtöku eigna og lands í Ólafsdal í Gils- firði. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla lands- ins árið 1880 og rak til 1907. Ólafsdalsfélagið hefur á undan- förnum árum unnið að uppbyggingu en leitaði eftir þátttöku Minjaverndar á síðasta ári. Til stendur að endurreisa húsa- kost staðarins eins og hann var á blómaskeiði skólans um alda- mótin 1900. Minjavernd áætlar að heildarkostnaður fyrirhug- aðrar uppbyggingar í Ólafsdal geti numið 400-500 milljón- um króna. Silicor Materials undirbýr stórframkvæmd Í haust tilkynntu forsvarsmenn Silicor Materials að 14 millj- arða hlutafjársöfnun vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga væri í höfn. Erlendir hluthafa leggja til meiri- hluta peninganna en íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfest- ar hafa skráð sig fyrir sex milljörðum. Um var að ræða fyrri hluta hlutafjársöfnunarinnar en áætlað er að þeim síðari ljúki um mitt næsta ár. Er þetta stærsta beina erlenda fjárfesting- arverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi á undanförnum árum. Um sama leyti var greint frá fyrsta orkuafhendingar- samningi fyrirtækisins við Orku náttúrunnar ohf., dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Kveður hann á um sölu á 40 mega- wöttum til Silicor Materials og hefst afhending hennar 2018. Heildarorkuþörf verksmiðjunnar verður hins vegar um ríflega meiri, eða 85 mW. Gengið hefur verið frá lóða- og hafnar- samningum við Silicor Materials og áður hafði einnig verið samið við þýska framleiðandann SMS Siemag um tækjakost fyrir 70 milljarða króna. Ljóst að allt er komið á fullt í undir- búningi sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga. Morð á Akranesi Sá vofeiflegi atburður átti sér stað á Akranesi snemma októ- bermánaðar að ráðist var á mann í heimahúsi að Vitateigi 1 og hann kyrktur. Vitni sem kom á vettvang hóf strax endur- lífgunartilraunir og var fórnarlambið flutt á sjúkrahús eftir að lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést fimm dögum síðar. Rann- sókn málsins stendur yfir og situr hinn grunaði í gæsluvarð- haldi. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2015 í máli og myndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.