Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 54

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 54
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201554 „Ég hef lagt mig fram um að búa til skapandi námsumhverfi, þar sem fólki líður vel. Slíkt er ekki sjálfgef- ið. Það þarf að hlúa að því á hverj- um degi. Mér finnst starfið vera stórkostlegt, þó þetta sé oft mik- il vinna og dagarnir langir. Maður gefur mikið af sér en fær líka mik- ið til baka. Ég tel mig heppna og er ánægð. Það er ótrúlega gefandi að fylgjast með nemendum vaxa á þessum þremur árum og einnig að heyra frá gömlum nemendum og fá fregnir að því sem þeir eru að gera. Það gefur líka frelsi að vera hér og skapa, vinna við að móta nýja hluti og hugmyndir í gegnum jákvæða samvinnu sem ég trúi mikið á.“ Sú sem hér talar er Skagakonan Hel- ena Guttormsdóttir. Hún stýr- ir námsbraut í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og sinnir starfinu af lífi og sál. Fædd og uppalin á Skaganum Helena fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún er dóttir hjónanna Guttorms Jónssonar húsgagna- smiðs, safnvarðar og myndlistar- manns og Emilíu Petreu Árnadótt- ur fyrrverandi forstöðukonu dag- deildar Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Hún á einn bróður, Lár- us Bjarna málarameistara í Kópa- vogi. Helena lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum og fór eftir það og kenndi einn vetur á Stokks- eyri. „Þaðan fór ég í líffræðinám við Háskóla Íslands og lauk tveim- ur af þremur árum sem hefði þurft til BS-gráðu. Seinni veturinn í Há- skólanum fór ég á kvöldnámskeið við Myndlistarskóla Reykjavík- ur. Þar með varð ekkert aftur snú- ið með það. Ég vildi leggja fyrir mig myndlist og fór í inntökupróf við gamla Myndlista- og handíða- skólann þá um vorið, komst inn og stundaði eftir það nám í málara- deild í fjögur ár.“ Eftir myndlistarnámið lá leið Helenu til Hveragerðis um tíma. „Þáverandi maður minn var í Garð- yrkjuskólanum á Reykjum í skóg- ræktarnámi. Að því loknu fluttum við í Skorradal þar sem hann starf- aði hjá Skógrækt ríkisins. Dalurinn er stórkostlega fallegur og forrétt- indi að búa þar. Í þrjú ár vann ég við fræðsludeild Listasafns Reykja- víkur og handmokaði mig niður Skorradalinn á veturna til að kom- ast í vinnu,“ segir hún hlæjandi. Var boðin vinna Búsetan í Skorradal kom á tengslum Helenu við Hvanneyri. „Ég fékk aðstöðu fyrir vinnustofu í kjallara skólahússins. Þar vann ég að undir- búningi tveggja sýninga í Reykja- vík, ásamt því að myndskreyta, meðal annars fyrir Stundina okkar hjá Ríkissjónvarpinu, bæklinga fyr- ir Hollustuvernd og fleiri.“ Það hafði jákvæð áhrif að starfa í skólaumhverfinu. Helena ákvað að fara í kennsluréttindanám við Háskóla Íslands 1998. Þetta vakti greinilega eftirtekt á Hvanneyri. „Magnús B. Jónsson þáverandi rektor Landbúnðarháskólans kom þá að máli við mig. Í undirbúningi var að stofna námsbraut í umhverf- isskipulagi hér við skólann. Hann var búinn að fá Auði Sveinsdótt- ur landslagsarkitekt til að sjá um að þróa námslínuna. Magnús spurði mig hvort ég væri til í að koma inn í þessa vinnu. Ég tók því og fékk það verkefni að sjá um þrjá náms- áfanga í þessu nýja námi. Nemend- um fjölgaði mjög ört, þetta var eins og að vera á hlaupabretti sem snýst of hratt. Auður var og er mikil hug- sjónamanneskja. Hún smitaði frá sér brennandi áhuga á því að byggja upp þekkingu í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum sem væri lagað að séríslenskum aðstæðum svo sem varðandi plöntur, gróðurfar, jarð- fræði og veður. Síðan hef ég verið hér og er nú brautarstjóri námsins eftir að Auður hætti störfum fyrir tveimur árum.“ Penslarnir á hilluna Helena lét þó ekki staðar numið við þetta. Hún vann að því að styrkja sig og afla sér aukinnar menntunar. „Ég fór í mastersnám í listkennslu við Listaháskólann og lauk því. Síð- an hef ég verið að þreifa fyrir mér varðandi rannsóknaverkefni sem ég hef sérstakan áhuga á sem eru sjón- rænir þættir í íslensku landslagi. Menntamálin eru mér hugleikin og mér hefur verið treyst til ýmissa trúnaðarstarfa á þeim vettvangi. Þannig sat ég um árabil í fræðslu- nefnd hér í Borgarfirði, er for- maður fulltrúaráðs Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og í skóla- nefnd. Þá sit ég í háskólaráði LbhÍ. Ég hef kennt hér í grunnskólanum á Hvanneyri og haldið fjölda nám- skeiða fyrir almenning og kennara. Við þurfum skýrari framtíðarsýn í skólamálum mjög víða,“ segir Hel- ena með þunga í röddinni. Greinilegt er að þarna hefur hún sterkar skoðanir. Við ætlum þó ekki að ræða það í þessu við- tali en víkjum aftur að henni sjálfri. Helena segist hætt að mála, að minnsta kosti í bili. „Ég hef brenn- andi áhuga á náttúrunni og breyti- legum ferlum hennar og svo er ég líka svolítið heimspekilega þenkj- andi. Þó ég hafi ekki málað í all- nokkurn tíma á ég mikið í sarpin- um. Kannski blómstra ég bara seint í málaralistinni, aldrei að vita. Allt hefur sinn tíma og undanfarin ár er ég bara búin að vera á kafi í öðrum verkefnum.“ Listin er í ættinni Helena á ekki langt að sækja list- fengið. Mjög margt myndlistarfólk er í föðurætt hennar. „Það voru margir listamenn og jarðfræðing- ar í sænsku föðurættinni minni móðurmegin, en pabbi átti sænska móður. Amma mín, móðir pabba hét Agnes Margreta Erdmann en kallaði sig Greta Björnsson hér á Íslandi. Axel Erdman faðir henn- ar var nokkuð þekktur sænsk- ur impressjónisti. Amma Greta og Jón Björnsson föðurafi minn kynntust í listaháskóla í Svíþjóð. Afi var húsamálari og amma flutti með honum heim til Íslands. Þau keyptu fjós og hlöðu við Þvotta- laugablett í Laugardal í Reykjavík, breyttu því í íbúðarhús og þar ólst pabbi upp. Í Laugatungu stund- uðu þau mikla trjárækt og í dag er Grasagarður Reykjavíkur á þessum stað,“ segir Helena. Hún er greini- lega stolt af þessum forfeðrum sín- um enda má hún vera það. Lista- konan Greta Björnsson átti merk- an feril á Íslandi og skreytti meðal annars margar kirkjur hér á landi. Fólk sem fer í messur nú um hátíð- arnar getur meðal annars séð verk hennar í Akraneskirkju, Lundar- kirkju, Hvanneyrarkirkju og Innra Hólmskirkju. „Pabbi flutti svo upp á Akra- nes þegar hann og mamma fóru að búa,“ segir Helena. „Hún býr þar enn í dag en pabbi lést í fyrra. Mamma kemur úr stórum systk- inahópi á Skaganum og í henni á ég algjörlega mitt félagslega bak- land. Án hennar stuðnings og vin- áttu væri ég ekki á þessum stað í dag.“ Faðir og vinur Guttormur Jónsson faðir Hel- enu varð bráðkvaddur 14. sept- ember 2014, 72 ára gamall. And- lát hans bar óvænt að. Guttormur eða Gutti, var þekktur öðlingur á Akranesi og víðfrægur fyrir hand- lagni sína, en hann vann í 28 ár sem forvörður við Safnasvæðið á Akra- nesi. „Pabbi var ótrúlegur verk- maður. Mér finnst ég skynja að við erum að missa svo mikið af fólki sem hefur þetta verkvit sem ekki er öllum gefið. Hann bjó yfir mik- illi þekkingu á hinum ýmsu efn- um, hvort heldur var stál, timbur eða grjót. Í mínum huga var hann eins og nokkurs konar efnishvísl- ari. Það var eins og hann gæti tal- að við það sem hafði í höndunum hverju sinni og skynjað nákvæm- lega hvað þurfti að gera. Þetta er sérstök gáfa,“ segir Helena. „Við vorum miklir vinir og mjög náin. Ég er svolítið eins og hann var, vil alltaf vera að vinna í ein- hverju. Pabbi var menntaður hús- gagnasmiður en fór svo í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. Ég hef ver- ið að skoða það sem hann gerði á Safnasvæðinu á Akranesi, var þar oft í sumar og ljósmyndaði. Þar skoðaði ég þessi gömlu hús sem hann hafði unnið við að gera upp, stígana sem hann lagði og sýning- arnar inni á safninu. Það var allt einhvern veginn gert af svo mikilli ástríðu. Hann var vakinn og sofinn yfir hagsmunum safnsins.“ Flýtur alltaf upp aftur Þó að Helena nefni það ekki sjálf þá hefur hún vísast erft eitthvað af þessum eiginleikum föður síns. Það þarf ekki að ræða lengi við hana til að skynja að hér fer eldhugi sem er reiðubúinn að leggja ýmislegt á sig til að koma hlutunum í verk. „Í dag eru margir svo ótrúlega sjálfhverf- ir,“ segir Helena, verður hugsi og heldur svo áfram: „En það er al- veg sama í hvaða starfi þú ert. Ef þú ferð ekki alla leið í því sem þú ert að gera af ástríðu þá verð- ur þú aldrei góður. Við erum allt- af að spyrja hversu lítið við þurfum að leggja á okkur til þess að kom- ast áfram. Ég sakna þess að ekki Helena Guttormsdóttir lektor og brautarstjóri Umhverfisskipulags við LbhÍ: „Skortur á framtíðarsýn og kærleika er alvarlegri en skortur á fjármagni“ Helena Guttormsdóttir við Laugatungu, æskuheimili föður hennar í Laugardal í Reykjavík. Helena með fjölskyldu sinni á Akranesi. Efst f. v: Axel Máni, Aðalsteinn, Hildur Jónína, Lárus Bjarni og Bárður Bjarki. Miðröð: Guttormur Jón og Helena. Fremst eru svo Emilía Margrét foreldrar Helenu þau Emilía Petrea (Milla Peta) og Gutt- ormur (Gutti). Myndin var tekin rúmu ári áður en Guttormur Jónsson lést. Helena með samstarfsfólki við LbhÍ fyrir framan verkið „Hamingjuhjólið“ eftir hana. Frá vinstri Ragnar Frank Kristjánsson landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður, Jette Hansen-Møller gestakennari og landslagsarkitekt, Helena, Samson B. Harðarson landslagsarkitekt og Erik Vig Skoven gestakennari og arkitekt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.