Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 55

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 55
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 55 séu fleiri alvöru nördar, sem kafa alla leið. Þá fyrst verða hlutirnir skemmtilegir.“ Helena hlær dátt og verður um leið næstum forviða á svip þeg- ar hún er spurð hvort hún óttist ekki að verða útbrunnin í starfi við svona aðstæður. „Útbrunnin! Nei. Ég er eins og ljóstillífandi vera. Það er ótrúlega lítið sem ég þarf til að vera glöð á góðum degi og full af hugmyndum, sundferð í Borg- arnes er nánast allra meina bót. Ég hef næga orku þó ég vinni mikið. Mér finnst ég eins og korktappi. Stundum fer maður á kaf en allt- af skýst maður upp aftur. Það gef- ur orku að vera með fjölskyldunni, í vinnunni, að vera í náttúrunni og í góðum samskiptum við fólk. Það síðastnefnda er oft vanmetið. Oft er til staðar frábærlega flott fólk með fullt af hugmyndum en það eru einhvers konar skurðir í samskiptum sem stoppa framgang góðra hluta.“ Sogar til sín orku úr umhverfinu Hún útskýrir að það sé ákveðinn kostur við það að vera einmitt á Hvanneyri. „Landið og umhverf- ið hér í kring býður upp á ýmsa möguleika þegar verið er að stúd- era landslagsarkitektúr og skipu- lagsfræði. Sjálf er ég hitakær og ætti líkega best heima á Krít og ég hef orðið að takast á við bæði veður og vinda hér um slóðir sem kannski fellur mér ekki beint í geð. Þetta reynir á en ég er líka smá sveitakerling. Hér í þessu um- hverfi á Hvanneyri og Vesturlandi öðlast maður gott næmi á það sem kalla mætti umhverfislæsi. Orkan hér færir manni mikið. Íslending- ar eru ekki mjög næmir á umhverfi sitt og hafa of litla náttúruvitund. Þekking á náttúrunni sem kom af reynslu er að miklu leyti horfin í dag. Á sumrin hef ég tekið að mér að slá sumarhúsalóðir í Skorradal. Þar fæ ég mikið út úr því að erfiða í fallegu umhverfi og verða líkam- lega þreytt. Þessi bakgrunnur minn bæði úr líffræði og síðan mynd- listinni sameinast kannski í vinnu minni í umhverfisskipulagi.“ Helena segir að þó hún sé ekki að starfa beint við myndlist í dag sé myndlistin samt alger forsenda að hennar lífshamingju. Hún er grunnurinn. „Í myndlistinni er falinn kíkirinn sem ég nota dag- lega til að horfa á það sem ég er að vinna að. Ég var ótrúlega heppin með vini þegar ég var í myndlistar- náminu. Þar var ég með fólki eins og Halldóri Baldurssyni teikn- ara, Þorra Hringssyni myndlist- armanni, Ólöfu K. Sigurðardótt- ur sem nú er forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur og fleirum. Það skiptir miklu eiga bæði klára og flotta vini sem veita innblástur og hvatningu. Gamli vinkonuhópur- inn af Skaganum sem við köllum „Mafían“ er mér líka mjög mik- ilvægur og æskuvinkonan Sigga Þórðar er ómetanleg. Í dag teikna ég ekki en ég er stöðugt að horfa í kringum mig og ljósmynda lands- lag. Ég er ekki mikið á ferðalög- um. Til þess hef ég hvorki tíma né fjármuni, heldur er þetta bund- ið við Vesturland. Það þarf held- ur ekki að leita langt yfir skammt. Að horfa á umhverfið hér er enda- laus uppspretta að hamingju. Svo er líka meiri ró yfir daglega lífinu hér úti á landi en í borginni.“ Lætur ekki erfiðleika brjóta sig niður Undanfarin ár hafa verið Land- búnaðarháskóla Íslands erfið með miklum niðurskurði. Aðspurð seg- ist Helena þrátt fyrir þetta aldrei hafa hugleitt í alvöru að leggja árar í bát og halda á aðrar slóðir, „Ég hef ekki látið freistast því ég tel að ég eigi enn nokkuð inni hér á Hvanneyri. Mér finnst að nú sé sóknarfæri bæði til rannsókna og þess að koma einhverju frá sér. Ég hef auðvitað val um að segja upp eða vera í vinnunni. En maður þarf að passa að láta ekki rekstrarörð- ugleika og afleiðingar af því rífa sig niður, þó það geti tekið á. Náms- brautin gengur mjög vel. Und- anfarið hef ég verið að taka sam- an ýmsar upplýsingar um námið í tengslum við gæðaúttektarvinnu, hvert nemendur hafa farið að námi loknu og þar fram eftir götunum. Margir nemendur héðan eru orð- in mjög öflugir og leiðandi í sín- um störfum við landslagshönnun, skipulags- og umhverfismál. Þau starfa víða bæði hér á landi og er- lendis. Við höfum haft fjölda nem- enda frá Vesturlandi þar af átta frá Skaganum sem mörg eru að gera mjög metnaðarfulla hluti. Það staðfestir líka að háskóli í nær- samfélagi hefur áhrif. Þá höfum við samstarfssamning við Akra- neskaupstað og Borgarbyggð. Við höfum unnið fjölda nemendaverk- efna um allt Vesturland, nú síðast um miðbæjarsvæði Akraness sem kynnt var fyrir forsvarsmönnum bæjarins. Ég er svo sannfærð um að þetta skiptir máli því ef við ætl- um að geta laðað að okkur íbúa og ferðamenn þurfum við að styrkja innviðina. Góð hönnun og skipu- lag er ein af grunnstoðunum.“ Helena segir að þau gætu bætt við sig nemendum í umhverfis- skipulaginu. „Þeim fækkaði eftir hrun og við höfum ekki unnið það upp aftur, mættu vera helmingi fleiri og við þurfum bara að sækja fram. Hér við skólann eru marg- ir góðir kennarar og vísindamenn með djúpa þekkingu. Við eigum að geta skapað hér skóla sem freistar fjölda fólks.“ Öll eigum við innri krafta Í lokin segist Helena þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hafi fengið, baklandið og strákana sína. „Ég vil óska öllum gleðilegra jóla með tilvitnun í hvatningarorð Þórunn- ar Richardsdóttur sem hún birti í tímaritinu Hlín, árið 1933 og á sannarlega erindi í dag. Þau eru þessi: „Okkur er óhætt að setja kröfu- markið miklu hærra þegar við sjálf eigum í hlut, því kraftar, þrek og djörfung, sem við vissum ekki af í eigu okkar, koma þá og hjálpa okk- ur. Þeir koma innan frá okkur sjálf- um, hafa alltaf sofið þar og beð- ið eftir því að vera kallaðir fram. Fjöldi staðreynda er fyrir því að í hverjum manni eru mörg hestöfl af orku, sem hann aldrei notar, af því að hann finnur ekki lykilinn að hólfinu sem hún er geymd í.“ mþh Helena telur sig heppna að hafa farið með góðu fólki í gegnum myndlistarnámið. Hér er hún með Sigríði Melrós forstöðumanni Listasafns Einars Jónssonar, Ólöfu K. Sigurðardóttur forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur, Þorra Hringssyni list- málara, Halldóri Baldurssyni teiknara og Jóhanni Torfasyni myndlistarmanni, sem öll voru samtíða henni í námi. Sláttukona í Skorradal. „Í Skorradal fæ ég mikið út úr því að erfiða í fallegu umhverfi og verða líkamlega þreytt.“ Með sonunum Axel Mána og Guttormi Jóni í Laugatungu daginn sem Axel út- skrifaðist í sumar leið sem tölvuforritari frá Háskólanum í Reykjavík. Hluti af nýkynntum hugmyndum frá nemendum í Umhverfisskipulagi við LbhÍ um framtíðarskipulag við Akratorg á Akranesi. Með „Mafíunni“ æskuvinkonunum af Skaganum. Frá vinstri: Harpa Guðmunds- dóttir, Guðrún Adolfsdóttir, Helga I. Sturlaugsdóttir, Helena, Guðfinna Rúnars- dóttir og Ásdís Kristmundsdóttir. NÝ SKARTGRIPALÍNA Til jóla- og útskriftagjafa gullsmiður Ísland s. 862 6060 www.diditorfa.com Facebook: Skart Dýrfinnu Stillholti 16-18 / Akranesi Einnig til sölu í Landnámssetrinu Borgarnesi VELJUM HANDUNNIÐ AF GULLSMIÐ SK ES SU H O R N 2 01 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.