Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 58

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 58
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201558 Kalli rækilega í gegn og vakti mikla athygli. Þýsku fjölmiðlarnir köll- uðu hann dverginn enda sá minnsti á vellinum og slógu því upp þegar hann lagði upp mark ÍA, í 4-1 tapi, eftir að hafa platað þýska varnarris- an Cullmann á rassinn. Fór aftur að vinna í rafmagninu Eftir að Kalli kom heim fór hann að vinna hjá Jóni Frímannssyni á rafmagnsverkstæðinu hjá HB&Co á Akranesi og tók við verkstæðis- formennsku þar af Jóni síðustu árin sem verkstæðið var rekið. Eftir sam- einingu HB og Granda var verk- stæðið selt og þá fór Kalli að vinna sem rafvirki hjá Securitas í Reykja- vík í þrjú ár við uppsetningu á að- gangsstýrikerfum og fleiru. Fjöl- skyldan flutti þá til Reykjavíkur um tíma. Eftir árin þrjú hjá Securitas hóf hann störf hjá Eirvík þar sem hann er mest í viðgerðum á heimil- istækjum. Þau Erna fluttu aftur upp á Skaga fyrir fimm árum og Kalli keyrir milli Akraness og Reykjavík- ur vegna vinnu. Hann segist ekk- ert leiður á því og hann nýti tím- ann vel meðal annars til að tala í símann með þráðlausum búnaði. Þau Erna hafa verið virk í Sjóbaðs- félagi Akraness og fara reglulega í sjóinn við Langasand. Þegar hann er spurður að því hvort það sé ekki algjört rugl að stunda slíkt allt árið svarar hann strax: „Jú, jú, en þetta er bara svo helvíti gott. Manni líð- ur vel eftir þetta. Við förum allt- af á laugardögum og sunnudögum klukkan ellefu ef við erum heima en ég sleppi miðvikudögunum þeg- ar aðrir eru í sjónum. Það eru allt að tuttugu manns sem mæta þarna um hverja helgi.“ Fékk stórþorsk á stöngina Annað áhugamál Kalla er sjóstanga- veiði en hann hefur verið í Sjóstanga- veiðifélaginu Skipaskaga á Akranesi frá stofnun þess árið 1993. Árang- urinn í sjóstangaveiðinni hefur líka verið góður hjá Kalla. T.d. veiddi hann stærsta þorsk á stöng sem þá hafði verið veiddur. Það var á móti í Grindavík og þorskurinn vigtaði 25 kíló, slægður. Síðan þá hafa reglur breyst og nú er afli af sjóstangaveiði- bátum vigtaður óslægður. Ómögu- legt er að segja til hve þungt inn- volsið í þorskinum, sem Kalli veiddi, hefur verið. Þess má geta að lengd þorsksins var svipuð og lengd Kalla. „Þegar ég hringdi í vin minn Nonna Sig og sagði honum frá þeim stóra varð honum að orði að ef hann væri jafnstór og ég þá hlyti þetta að vera undirmálsfiskur!“ Útgerðarfélagið Karlsberg er eitt áhugamál Kalla en það á og gerir út skemmtibátinn Jón forseta. Nýverið eignaðist félagið nýjan bát og er hann sá fimmti í röð þeirra skemmtibáta sem félagið hefur átt og jafnframt sá stærsti og flottasti. Farnar eru skemmtiferðir með félagsmenn og fjölskyldur og veitt í soðið. Fimleikarnir grunnurinn að góðum fótboltaárangri Kalli var alla tíð í hópi lægstu knattspyrnumanna enda aðeins um 168 sentímetrar á hæð. Hann seg- ist telja að það hafi bara komið sér vel, frekar en hitt, enda hafa margir af bestu knattspyrnumönnum Evr- ópu ekki verið háir í loftinu. „Ég held líka að grunnurinn að vel- gengni minni í fótboltanum hafi verið að ég var í fimleikum þegar ég var yngri. Bæði hjá Halli Gunn- laugssyni og Ævari Sigurðssyni. Þetta varð m.a. til þess að ég lenti aldrei í neinum vöðvameiðslum eins og margir aðrir. Yfirleitt slapp ég vel við meiðsli. Þó var ég skor- inn upp við liðmús í Belgíu 1980 og var þá mánuð frá þar til ég byrjaði að spila aftur. Belgarnir voru ekk- ert að skafa brjóskið, eins og yfir- leitt var gert, þeir fjarlægðu það bara allt saman úr hnénu. Svo hafa þetta bara verið smávegis tognan- ir og þvíumlíkt.“ Kalli var heldur ekkert mikið fyrir að fá áminning- ar á fótboltaferlinum. Hann fékk einu sinni gult spjald í Belgíu og annað í Frakklandi. Hér heima fékk hann aldrei spjöld fyrr en undir lokin. „Þá var Guðmundur Haraldsson knattspyrnudómari að dæma sinn síðasta leik en hann var búinn að dæma þá marga hjá mér. Þetta var í Hafnarfirði á móti FH. Á 89. mínútu flautaði Guðmund- ur og benti mér að koma til sín og tók upp gula spjaldið. Ég hugsaði með mér að nú væri hann að refsa mér fyrir eitthvað sem annar hefði gert en hann rétti mér gula spjald- ið. Þá var hann búinn að skrifa á það. „Áttugasta og níunda mínúta, loksins náði ég þér!“ Svo dró hann upp rauða spjaldið, rétti mér það líka og þakkaði mér fyrir ferilinn. Ég spilaði svo með bæði spjöldin þessa síðustu mínútu,“ sagði Kalli knattspyrnumaður og rafvirki sem enn heldur sér í æfingu og spilaði til dæmis á árgangamótinu á Akra- nesi um daginn. Ekki að vísu með sínum ´55 árgangi heldur árgangi ´68, sem er þrettán árum yngri, en það var elsti árgangurinn sem finnanlegur var á mótinu. Geri aðrir betur. hb Kalli með börnunum sínum, Gísla og Söru, eftir síðasta leik Íslandsmótsins 1991. Íþróttablaðamenn Morgunblaðsins kusu Karl Þórðarson leikmann Íslands- mótsins í knattspyrnu árið 1978. Álíka stórir. Kalli og stórþorskurinn sem þá var stærsti þorskur sem veiðst hafði á stöng við Íslandsstrendur. Gárungar sögðu reyndar að jafnvel þótt þorskurinn væri jafnstór Kalla, hefði þetta verið undirmálsfiskur! Með liðsfélögum í Laval í Frakklandi, þar sem Kalli segist hafa átt sín bestu ár. Ungur atvinnumaður á leikvelli La Louviere í Belgíu. Framhald af síðustu opnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.