Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 60

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 60
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201560 „Ég er Vestur-Skaftfellingur, fædd- ur að Ljótarstöðum í Skaftártungu 26. apríl fyrir 70 árum en þegar ég var þriggja ára flutti fjölskyldan að Hemru í Skaftártungu þar sem ég ólst upp og var viðloðandi fram undir tvítugt. Þar kynntist ég og sinnti öllum hefðbundnum sveita- störfum og tel mig hafa haft gott af því,“ segir Þórir Páll Guðjóns- son í Borgarnesi. Hann segir skóla- göngu sína hafa verið svolítið sér- staka því eftir barnaskóla hafi hann sleppt gagnfræðastiginu, sem flestir hafi tekið, en haldið með sitt ung- lingapróf í Bændaskólann á Hvann- eyri. „Þarna kynntist ég Borgar- firðinum fyrst. Á Hvanneyri tók ég þessi hefðbundnu framhaldsskóla- og búfræðifög og varð svo búfræð- ingur þaðan árið 1965. Ég ætlaði allt eins að fara í búskap og fór því þessa leiðina í námi enda hafði ég heilmikinn áhuga á sveitastörfun- um. Eftir árin á Hvanneyri fór ég í Samvinnuskólann á Bifröst haust- ið 1966 og útskrifaðist þaðan 1968. Þarna fór ég að kynnast meira við- skiptastörfum og félagsstörfum hvers konar. Þar hitti ég konuna mína, Helgu Karlsdóttur, en við vorum bekkjarsystkin í Samvinnu- skólanum. Hún er Þingeyingur þannig að það var svolítið langt á milli okkar landfræðilega.“ Kynntist fiskvinnslu í starfsnámi Í framhaldinu af árunum tveimur á Bifröst tók við tveggja ára starfs- nám hjá Þóri Páli. „Þetta var á veg- um Samvinnuskólans og Sambands íslenskra samvinnufélaga. Á tveggja ára tímabili ferðaðist ég milli kaup- félaga og sambandsfyrirtækja út um allt land og í Reykjavík. Meðal ann- ars komst ég í Meitilinn í Þorláks- höfn og kynntist skrifstofustörfum sjávarútvegsfyrirtækis. Þegar skrif- stofustörfum lauk á daginn fór ég svo að vinna í aðgerð á kvöldin og þar kynntist ég fiskvinnslunni. Að vísu var ég aðeins búinn að kynn- ast fiskvinnslustörfum áður hjá Ís- birninum í Reykjavík þar sem ég var eina vetrarvertíð áður en ég fór á Hvanneyri. Þetta er það eina sem ég hef kynnst sjávarútveginum því ég hef aldrei verið á sjó. Þetta var fróðlegt, að læra að kútta og hausa, ekki síst fyrir sveitamanninn. Ég stoppaði yfirleitt ekki nema í tvo til þrjá mánuði á hverjum stað bæði í kaupfélögunum og hjá Sambandinu í Reykjavík. Hluti af þessu námi var svo ein önn í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands til að fá aðeins inn- sýn í viðskiptafræðina. Þarna fór framtíðin aðeins að mótast.“ Hættu við sumarfríið og fóru aftur á Bifröst Þau Þórir og Helga byrjuðu sinn búskap í Reykjavík um það bil sem hann var að ljúka starfsnám- inu og var þá hjá skipulagsdeild Sambandsins. „Síðan æxlaðist það þannig að um vorið bauðst mér starf hjá Kaupfélagi Árnesinga. Þetta var útibússtjórastaða kaup- félagsins á Laugarvatni. Við ákváð- um því að flytja þangað og vorum þar með útibúið í þrjú ár fram á sumarið 1973. Ég var nokkuð bú- inn að kynnast verslunarstörfunum sérstaklega hjá KRON í Reykjavík sem ég var talsvert hjá í starfsnám- inu. Seinnipart sumars 1973 hafði séra Guðmundur Sveinsson, gamli skólastjórinn minn á Bifröst, sam- band og bauð mér að gerast kennari við Samvinnuskólann. Þetta kom mér verulega á óvart. Ég var að vísu búinn að prófa aðeins kennslu í starfsnáminu því hluti af því var að reyna sig við kennslu á Bifröst. „Við Helga vorum að leggja af stað í sumarfrí norður í Þingeyj- arsýslu þegar þetta símtal kom frá séra Guðmundi svo það varð ekkert úr þessari sumarferð þá. Við fórum bara á Bifröst og ég var byrjaður að kenna þar í september. Það auð- vitað kitlaði okkur bæði að fara á Bif- röst þar sem við höfðum átt góð ár í námi. Því var ákveðið að taka næstu þrjú ár þar. Það æxlaðist þannig að árin þarna urðu fjórtán. Við áttum mjög góð ár á Bifröst. Þá var skól- inn tveggja ára framhaldsskóli sem lauk með Samvinnuskólaprófi. Ég kenndi þarna ýmis fög sem snerta viðskipti, einna mest þó bókhald og alls konar verslunarstörf. Á þessum tíma frá 1977 byrjaði skólinn með starfsnámskeið fyrir starfsmenn kaupfélaganna og ég sinnti kennslu á þeim. Þá fórum við kennararnir víða um land og héldum námskeið fyrir starfsfólkið. Þetta var rosa- lega góður tími og við kynntumst vel störfunum úti um landið, nán- ast í hverju kaupfélagi og hverju byggðarlagi. Fólkinu kynntumst við kennarnir og þarna fengum við reynslu sem við gátum svo komið með inn í skólann og nýtt í kennsl- unni en þessi ferðalög voru aðal- lega á vorin og haustin. Þetta var afskaplega skemmtilegur og lær- dómsríkur tími.“ Samhliða kennsl- unni stundaði Þórir nám í uppeld- is- og kennslufræði við Kennarahá- skóla Íslands árin 1975 og 1976 svo nóg var að gera hjá honum. Alhliða viðskipta- og félagsmálaskóli á Bifröst Þórir segir að meirihluti nemenda á Bifröst hafi verið karlmenn á þeim árum sem hann var að byrja kennslu. „Strákarnir voru lengi vel í miklum meirihluta. Þetta breyttist svo smátt og smátt og ég held að kynjahlut- fallið hafi verið orðið nokkuð jafnt um það leyti sem ég var að hætta kennslu í Samvinnuskólanum 1987. Auðvitað var það rétt að ýmsu leyti, sem sagt var, að þarna væri verið að mennta starfsmenn kaupfélag- ana og verðandi kaupfélagsstjóra. Samband íslenskra samvinnufélaga átti skólann, rak hann og stofn- aði hann upphaflega. Kaupfélög- in voru sterkust á landsbyggðinni og því var mikið af landsbyggðar- fólki í skólanum lengst af úr öll- um landshlutum. Síðan varð þró- unin sú smátt og smátt að nemend- um af höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði. Þetta var alhliða viðskipta- og félagsmálaskóli. Það var lögð mjög mikil áhersla á félagsmál, ræðu- mennsku, fundastörf og þess hátt- ar. Sérstakur félagsmálakennari var við skólann sem hafði það hlut- verk að þjálfa fólk í félagsstörf- um. Þarna var heimavist og nem- endur fóru ekkert heim um helg- ar þannig að það voru kvöldvökur nánast á hverju laugardagskvöldi. Fyrsta tölvan kom í skólann, að mig minnir 1979, þannig að ekkert var til að trufla félagsstarfið. Á Bif- röst var mikið klúbbastarf, tónlist- arlíf, bridds, skák, ritstörf og ýmis- legt þroskandi. Það var þess vegna engin tilviljun hve margir nemend- ur fóru í félagsstörf og ábyrgðar- störf eins og í sveitarstjórnir, í þing- mennsku og fleira. Þetta kom auð- vitað til af því að nemendur voru búnir að þjálfast í framsetningu, framkomu og ræðumennsku sem fólk hafði afskaplega gott af. Í raun og veru eru þessi gömlu gildi enn viðhöfð í Háskólanum á Bifröst. Það er að mennta forystumenn og leiðtoga fyrir samfélagið. Það eru haldin sérstök námskeið í fram- komu og framsetningu þar núna.“ Er ennþá að hluta til við kennslu Frá árinu 2000 hefur Þórir Páll ver- ið að kenna við Háskólann á Bifröst og er ennþá í hlutastarfi við kennslu þar. „Ég fer nú alveg að hætta þessu, varð sjötugur í vor, þannig að það er alveg kominn tími á að hætta þessu. Ég réði mig sem fjármála- stjóra skólans árið 2000 en fór svo að kenna með. Var í þessu blandaða starfi næstu 5-6 árin en 2006 hætti ég alveg fjármálastjórninni og sneri mér alfarið að kennslunni jafnframt því sem ég hef verið tengiliður skól- ans við eldri nemendur hans. Þann- ig hef ég verið í góðu sambandi við marga gamla nemendur Háskól- ans og Samvinnuskólans á Bifröst.“ Þórir Páll segist aðallega hafa kennt bókhald í Háskólagáttinni sem áður hét frumgreinadeild. „Í vetur hætti ég svo í fastri kennslu en er með bókhaldskennslu í símenntun- ardeildinni, kenni þar á námskeið- um eins og einu sem heitir „Máttur kvenna“ og einnig á verslunarstjór- anámskeiðum.“ Varð fyrsti fram- kvæmdastjóri Eðalfisks Þegar Þórir Páll hætti kennslu við Samvinnuskólann á Bifröst árið 1987 ákváðu þau hjón að flytja með börnin sín þrjú niður í Borgar- nes. Elst barnanna er Herdís, hún er fædd 1972 meðan þau bjuggu á Laugarvatni. Guðjón Karl fædd- ist 1976 á Bifröst og yngsta barn- ið er Birgir sem er fæddur 1987 og átti heima í tvo mánuði á Bifröst en ólst upp í Borgarnesi. Þarna skipti Þórir Páll um starfsvettvang. „Þá tók ég það hættulega skref að fara að vinna við það sem ég hafði ver- ið að kenna. Það er áhætta að reyna sjálfur það sem maður hefur ver- ið að kenna öðrum að gera. Það er nefnilega miklu auðveldara að tala um en í að komast,“ segir Þórir og hlær. Í Borgarnesi fór hann að starfa við nýstofnað fyrirtæki, Eðal- fisk. „Ég fékk það tækifæri að verða fyrsti framkvæmdastjóri Eðalfisks og var það í tæpt ár meðan verið var að koma því fyrirtæki af stað. Þarna var því mikil áskorun og þetta gekk alveg ágætlega til að byrja með og á meðan engin áföll voru í laxeld- inu. Verkefnin voru fyrst og fremst að gera að, flaka, reykja lax, pakka honum og selja á innanlandsmark- að auk þess sem aðeins var þreifað á útflutningi í smáum stíl. Við þurft- um að þróa tæknina við reykinguna og höfðum auðvitað ekki þau full- komnu tæki sem eru til staðar í dag. Það gekk hins vegar vel að útvega hráefni og sala afurða gekk líka ágætlega.“ Kaupfélagstjóri eins stærsta kaupfélagsins Þegar Þórir Páll hafði verið fram- kvæmdastjóri Eðalfisks í tæpt ár kom annað og stærra verkefni til hans. Kaupfélag Borgfirðinga, Þórir Páll Guðjónsson kennari og fyrrum kaupfélagsstjóri Hefur verið samvinnumaður alla tíð Þórir Páll Guðjónsson heima hjá sér á Böðvarsgötunni í Borgarnesi. Fjölskyldan: Helga, Herdís, Birgir, Guðjón Karl og Þórir Páll. Þórir Páll á skrifstofu kaupfélagsstjóra KB.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.