Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 64
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201564
Steinunn Garðarsdóttir, eða Steina
á Grímsstöðum eins og hún er oft-
ast kölluð af sveitungum og sam-
ferðarfólki, er Reykjavíkurstúlk-
an sem hefur búið í Reykholtsdal í
hartnær 50 ár. Þangað kom hún úr
Reykjavík 1960 sem ung skólastúlka
og settist á skólabekk í Héraðsskól-
anum í Reykholti. Síðan hefur hún
búið í dalnum, eignast þar eigin-
mann, börn, bú og buru og unað
hag sínum vel. Við hittum Steinu á
Grímsstöðum í nýlegu og notalegu
húsi sem hún og Guðmundur Krist-
insson eiginmaður hennar reistu sér
fyrir nokkrum árum á Grímsstöð-
um. Þau eftirlétu eldra og stærra
íbúðarhús yngstu dóttur þeirra og
fjölskyldu hennar sem þá var nýflutt
heim í Reykholtsdal frá Noregi.
Frá Álafossi í
braggahverfin
Steina hefur að segja sögu sína í
stuttu máli. „Ég er fædd 1947 á
Lindargötu 36 í Reykjavík. Það hús
stendur enn. Pabbi var frá Horna-
firði og mamma úr Staðarsveitinni.
Við fjölskyldan bjuggum þar þangað
til ég varð þriggja ára. Þá fluttum við
upp að Álafossi þar sem pabbi starf-
aði sem kokkur við ullarverksmiðj-
una. Ég var þarna þar til ég var sjö
ára og það var góður tími. Þá var
þetta bara uppi í sveit og þarna voru
öll helstu húsdýr eins og kýr í fjósi,
hundar, svín og kindur. Fjölmargt
af verkafólkinu var útlendingar. Ég
man eftir stelpum frá Nýja Sjálandi
sem þótti afskaplega gaman að passa
okkur systurnar en ég á eina systur
sem er þremur árum eldri en ég,“
rifjar hún upp.
„Svo fór pabbi til sjós og við flutt-
um til Reykjavíkur. Þá byrjaði ég í
Laugarnesskóla og seinna Lang-
holtsskóla. Þegar ég var 12 ára
skildu pabbi og mamma. Við bjugg-
um í braggahverfinu Camp Knox,“
segir hún. Þegar nefndir eru bragg-
ar og Camp Knox er rétt að staldra
aðeins við og útskýra nánar fyrir les-
endum. Braggahverfið Camp Knox
stóð í vesturbæ Reykjavíkur. Þar
hafði hernámsliðið reist eitt stærsta
braggahverfið í stríðinu í Reykja-
vík en braggarnir voru notaðir fyr-
ir herbúðir. Að loknum ófriði 1945
hvarf herliðið á brott. Mikið hús-
næðisleysi var í Reykjavík. Íslend-
ingar af litlum efnum fluttu inn í
braggana, bæði í Camp Knox og
víðar. „Það þótti nú ekki mjög fínt
að búa í bragga. Mamma flutti með
okkur stelpunar þarna inn. Við vor-
um reyndar búin að eiga heima áður
í Balbo Camp. Það braggahverfi
stóð við Kleppsveginn fyrir neðan
þar sem nú er Laugarásbíó. Þann-
ig var umhverfið okkur ekki alveg
framandi þegar við fluttum í Camp
Knox,“ segir Steina.
Sætti einelti fyrir
að búa í bragga
Hún segir að henni hafi í sjálfu sér
þótt ágætt að búa í braggahverfinu.
Minningarnar þaðan eru sterkar
enn í dag. „Já, það var alveg frábært
þó fólkið væri misjafnt eins og geng-
ur. Ég man þegar ég sá kvikmynd-
ina Djöflaeyjuna áratugum síðar að
ég kannaðist við suma karakterana í
henni sem voru látnir búa í bragga-
hverfinu í þeirri kvikmynd. Það er
líka minnisstætt að þegar myndin
af braggahverfinu kom á hvíta tjald-
ið þá fann ég þessa lykt sem var svo
einkennandi fyrir þessi húsakynni.
Braggarnir voru kyntir upp með
olíuofnum. Við bjuggum í því sem
kallað var hálfbraggi. Þá var einum
bragga skipt í tvennt með þunnum
millivegg og önnur fjölskylda bjó
hinum megin. Það var einn olíuofn
fyrir hvern helming braggans.
Stundum var ansi kalt. Braggarn-
ir voru klæddir að innan með eins
konar trétexi sem átti öðrum þræði
að virka sem einangrun. Það var úr
efni sem átti í bland við lyktina frá
olíuofninum þátt í því að skapa þessa
einkennandi lykt sem kom aftur fyr-
ir vit mér í minningunni þegar ég sá
kvikmyndina.“
Einn dökkan og ljótan skugga bar
þó á það að búa í braggahverfinu.
Fólkið sem þar bjó sætti miklum
fordómum í samfélaginu. Svokall-
aðir heldri borgarar margir hverjir
litu niður á fólkið sem bjó í brögg-
unum. „Ég var í Langholtsskóla
og maður reyndi að fela að maður
byggi í braggahverfi. Ég lenti í rosa-
legu einelti meðal krakkanna í skól-
anum af því ég átti heima í bragga
og var kölluð ýmsum illum nöfnum.
Sumt fólk fyrirleit íbúa braggahverf-
anna. Við vorum talin hið versta fólk
og óheiðarlegt. Þetta viðhorf smit-
aðist síðan í börnin. Ef ég lagðist
veik í flensu þá komu allar stelpurn-
ar úr bekknum mínum til að athuga
hvort það væri nú satt að ég væri
veik. Hvort ég braggastelpan væri
nú ekki bara einhvers staðar úti að
leika mér og þannig að svindlast um.
Svona var þetta. Stelpurnar í bekkn-
um voru þó ekki beinlínis vondar
við mig en ég eignaðist þó bara eina
vinkonu sem ég gat talað við,“ seg-
ir Steina. „Mamma vann alltaf í fiski
og við kjötvinnslu. Úrbeiningu og
þess háttar. En seinna var hún orðin
alveg heilsulaus og útslitin.“
Á elliheimili
13 ára gömul
Steina bjó með móður sinni og syst-
ur í Camp Knox alveg fram á ung-
lingsár. Hún var ekki gömul þeg-
ar hún fór að hleypa heimdragan-
um og hefja sjálfstætt líf. „Ég hætti í
skóla þegar ég var búin með skyldu-
námið. Ég var staðráðin í að hætta
allri skólagöngu því þar liði mér illa
vegna eineltisins. Ég fór með þessari
tryggu æskuvinkonu minni að leita
að vinnu. Við vorum aðeins 12 ára
gamlar. Að vinna var nokkuð sem
mér var ekki framandi. Ég hafði allt-
af starfað við að passa börn á sumr-
in. Þarna var ég þó orðin hundleið á
því. Þess vegna fór ég að leita mér að
vinnu í fiski. Þar var ekkert að gera.
Þá fórum við á elliheimilið Grund,
sóttum um vinnu þar og vorum
ráðnar. Ég var nýorðin 13 ára þarna,
er fædd snemma á árinu í janúar. En
ég sagðist vera 14 ára. Vinkona mín
sem er ekki fædd fyrr en í septem-
ber gerði það sama. Þarna unnum
við um sumarið sem gangastúlkur
og sinntum gamla fólkinu. Það var
óskaplega gaman. Ég gat vel hugsað
mér að vera þarna áfram.“
En þó að Steina væri bæði ung
og ákveðin þá tók eldri systir henn-
ar fram fyrir hendurnar á henni.
„Henni fannst ekki par sniðugt að
ég ætlaði að fara að eyða ævinni á
elliheimili og vildi endilega að ég
færi í skóla. Hún dreif mig áfram og
fór sjálf í nám og lærði hárgreiðslu
seinna meir.“
Á lífsbrautina
í Reykholtsdal
Þarna atvikaðist það að lífshlaup
Steinu mætti nánast óafvitað kross-
götum og tók algera stefnubreytingu.
Braggastelpan úr höfuðborginni var
innrituð í Héraðsskólann í Reyk-
holti í Borgarfirði. „Ég var 14 ára
þegar ég kom í Reykholt að haust-
lagi og flutti á heimavistina. Skólinn
var eins og stórt heimili. Þórir Stein-
þórsson var þá skólastjóri og meðal
kennara voru presthjónin séra Einar
Guðnason og Anna Bjarnadóttir. Þó
var ég ekki eins og blóm í eggi til að
byrja með. Ég var ákveðin í að verða
ekki lengi þarna og stefndi að því að
láta reka mig úr skólanum fyrir ára-
mótin.“ Steina hlær dátt við end-
urminninguna. „Þetta var einhver
mótþrói í mér en dofnaðu skjótt því
það var svo óskaplega gaman í þess-
um skóla. Við vorum fjórar stelpur
saman í herbergi og voðalega góð-
ar vinkonur. Ein þeirra var héðan frá
Skrúð í Reykholtsdal þar sem rek-
in var garðyrkjustöð. Ég fór ekkert
heim til Reykjavíkur á sumrin held-
ur vann þar, við útiræktun og tómat-
ana í gróðurhúsunum.“
Fann hún fjölina sína í Reyk-
holtsdalnum? „Já, ég fann mig rosa-
vel hér,“ svarar Steina án hiks. Hún
fór aldrei aftur til Reykjavíkur til
að búa þar heldur settist að í Reyk-
holtsdal þar sem hún býr enn. „Ég
kynntist Guðmundi Kristinssyni frá
Grímsstöðum sem varð svo mað-
urinn minn. Hann var líka í Reyk-
holtsskóla en tveimur árum eldri.
Við rugluðum saman reitum okk-
ar og settumst að hér á Grímsstöð-
um og búum hér enn. Ég varð bara
sveitakona.“
Aðkomustúlka
í Borgarfirði
Í fyrstu fór Steina að vinna með
búskapnum á símstöðinni í Reyk-
holti sem stendur í sjónlínu fáum
kílómetrum austan við Grímsstaði.
„Það var þá hálfgildings þorp með
símstöð, pósthúsi, presti og versl-
un auk þess skólinn var þar að sjálf-
sögðu. Svo var læknir og apótek á
Kleppjárnsreykjum. Það var því ekki
erfitt fyrir unga konu að finna vinnu
í Reykholtsdalnum. Fyrstu fimm
árin bjuggum við í gamla bænum
hér á Grímsstöðum hjá tengdafor-
eldrum mínum, Kristni og Grétu.
Til að byrja með bjuggum við
félagsbúi með þeim og héldum bæði
kýr, kindur og hross. Guðmundur
var verktaki í jarðvinnu hér í sveit-
unum, stundaði smíðar og ýmislegt
fleira.“ Þau Guðmundur eignuðust
sitt fyrsta barn 1965. Með tímanum
urðu þau fjögur; þrjár dætur og einn
sonur.
„Ég var afar sátt hér. Þó þótti
það nú ekki alveg nógu gott með-
al sumra eldri kvennana í sveitinni
að við þessar Reykjavíkurstelpur
værum að koma hingað í sveitirn-
ar og krækja í bændasynina. Mað-
ur fékk stundum að heyra að útund-
an sér: „Aumingja hann Guðmund-
ur á Grímsstöðum. Þarf bara að eiga
Steinunn Garðarsdóttir er braggastúlkan sem varð húsfreyja í Reykholtsdal:
„Ég fór í Héraðsskólann og sneri aldrei
aftur til Reykjavíkur til að búa þar“
Camp Knox-braggahverfið í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Steina á Grímsstöðum
ólst að miklu leyti upp á barns- og unglingsárum sínum. Þar voru um 167 skálar
og þegar flest var bjuggu þarna ríflega 600 manns í rúmlega 130 íbúðum. Steina
litla var því ekki ein. Verst var þó að margir af meðborgurum hennar litu niður á
braggafólkið og lögðu það jafnvel í einelti.
Ljósmynd frá uppsetningu leikritsins „Skugga Sveins“ 1966. Þetta var fyrsta
sýningin sem Steina tók þátt í. Hún sést hér í fremstu röð, önnur frá hægri.
Horft inn Reykholtsdal, yfir í Hálsasveit og Hvítársíðu, allt til Eiríksjökuls. Gríms-
staðir í Reykholtsdal og fjær til hægri er höfuðstaðurinn Reykholt.
Hjónin Steinunn Garðarsdóttir og Guðmundur Kristinsson í eldhúsinu í nýja húsinu þeirra á Grímsstöðum nú á aðventunni.