Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 67

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 67
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 67 Eldsvoði á strandveiðum Þriðja tilvikið er svo þegar strand- veiðibátur Arnars brann í sumar og hann bjargaðist naumlega. „Það var rosalegt sjokk. Þá sá ég hvað svona hlutir geta gerst fljótt. Ég var einn um borð og var búinn að vera á skaki í eina þrjá tíma. Á leiðinni út hafði ég tekið eftir því að það var eitthvað ves- en á rafmagninu í stýrishúsinu. Það var alltaf að slá út og slökknaði á sigl- ingatölvunni þannig að ég var tækja- laus. Fannar Baldursson vinur minn sem var þarna á öðrum bát lóðsaði mig bara um og við vorum í samfloti við veiðarnar. Eitthvað upp úr hádegi náði ég að koma rafmagninu á aftur. Það var eitthvað rafmagnsstykki und- ir púltinu í stýrishúsinu sem var ekki að virka. En nú kviknaði aftur á tölv- unni. Ég var himinlifandi enda gat ég nú farið að kippa og færa mig á mína bletti til að skaka. Ég lokaði hurð- inni á stýrishúsinu og var bara niður- sökkinn við handfærarúllurnar enda ágætt kropp og ég sá fram á að ná dagsskammtinum innan stundar. Þá varð mér litið fram og sá að það rauk upp með hurðinni á stýrishúsinu út gegnum smá rifu sem var efst. Ég reif hurðina upp og sá að eldur var laus undir púltinu einmitt þar sem þetta stykki var sem hafði verið að angra mig. Þetta var ekkert stór eldur og ég fór inn og þreifaði eftir slökkvitækinu til að geta slökkt. Ég fann það hins vegar ekki en greip björgunargall- ann og henti honum út á þilfar,“ segir Arnar. Á nokkrum augnablikum varð þessi barátta upp á líf eða dauða. Teflt um sekúndur við dauðann Arnar lýsir þessu áfram: „Svo varð ég að fara út til að geta andað því það var kominn svo þykkur reykur sem sjálfsagt var baneitraður. Bara þess- ar sekúndur sem ég var inni og svo úti aftur hafði eldurinn náð að læsa sig í filtteppi sem var í stýrishúsinu. Þá bara fuðraði þetta upp. Fyrir mig var ekkert annað að gera en fara aft- ur á, klæða mig í björgunargallann og henda björgunarbátnum út. Það stóð á endum að þegar ég fór í björgunar- bátinn, þá var báturinn orðinn alelda. Hann brann frá stefni og aftureftir. Fannar félagi minn var á sínum báti tíu til fimmtán mínútur frá mér og kom mér til bjargar. Þegar ég kom um borð til hans þá brotnaði ég al- veg niður,“ segir Arnar hugsi í bragði. „Það er svo skrítið að þegar maður lendir í svona að þá er maður rólegur á meðan þetta er að gerast. Ég reyndi bara að tækla hlutina eins og mér hafði verið kennt. En svo þegar mað- ur fer í björgunarbátinn og það renn- ur upp fyrir manni hvað er að gerast í raun þá brotnar maður rosalega nið- ur. Þetta kom mér mest á óvart við þessa lífsreynslu, hvað áfallið verður mikið. Þá fer maður að hugsa hvað ef þetta eða hitt hefði nú skeð. Hvað ef maður hefði nú dottið eða gert ein- hver mistök og ekki komist tímanlega frá borði. Það má engu muna þegar svona gerist. Þessir plastbátar eru svo eldfimir. Þegar eldurinn kemst í plastið þá fuðra þeir bara upp. Plastið er auðvitað ekkert nema olía og bát- arnir eru brunagildrur ef það kvikn- ar í þeim. Ég segi hiklaust að ef það kviknar í plastbát þá eigi menn fyrst og fremst að hugsa um að tryggja sitt eigið öryggi og koma sér í burtu. Það er ekkert hægt að gera. Jú, jú menn hafa kannski bjargað sér með sjálf- virkum brunakerfum í vélarrúmum og þess háttar og allt í lagi að prófa það en ef það er einhver sjáanleg- ur eldur þá er ekkert annað að gera en forða sér. Þetta tekur svo ofboðs- lega stuttan tíma að fuðra upp. Jafn- vel vanir sjómenn eins og ég trúa því vart fyrr en þeir hafa reynt það.“ Dýrmæt reynsla Þó að þessi reynsla hafi verið erfið þá vill Arnar gjarnan miðla henni svo menn geti dregið af henni lærdóm sem nýtist til að bæta öryggi til sjós. „Annað sem mér fannst mjög athygl- isverð reynsla var að ég hafði komið björgunarbátnum fyrir aftan á bátn- um en ekki ofan á stýrishúsinu eins og algengt er. Ég hafði smíðað svona statív fyrir bátinn þar. Hefði bátur- inn verið ofan á stýrishúsinu þá er ég ekkert viss um að ég hefði náð hon- um út af eldinum. Ég veit um dæmi þess þar sem kviknaði í öðrum plast- báti úti á sjó við Snæfellsnes fyrir nokkrum árum að þar voru menn að glíma við að losa björgunarbátinn af stýrishúsþakinu á meðan eldur geis- aði þar inni. Þá var hitinn svo mik- ill að stígvélin sem þeir voru í bráðn- uðu föst við plastið í bátnum. Eftir á fer maður að hugsa um hluti eins og staðsetningu á flotgöllum. Þeim er oft troðið niður í lúkar framan við og undir stýrishúsunm þar sem eldarnir kvikna oft. Það er spurning hvor þetta sé rétti geymslustaðurinn fyrir gall- ana. Svo er það þetta með staðsetn- ingu á björgunarbátunum. Kannski ættu þeir að vera tveir, einn frammi á bátnum og einn afturá.“ Ekki tókst að bjarga báti Arnars. „Björgunarbátur kom út frá Rifi og reyndi að draga flakið í land en það stoðaði lítt. Hann dróst bara á kaf og sökk enda ekkert orðið eftir af bátn- um nema rétt skelin ofan í sjónum. Ég var nýbúinn að skipta um vél í bátnum og endurnýja rafmagnið. Ég eyddi eitthvað um fimm og hálfri milljón í hann. Það var rétt svo að ég fékk það bætt. Sem betur fer átti ég hann skuldlausan. Tap og ekki tap? Ég er hér heill á húfi heima hjá konu og börnum og það eitt skiptir máli. Svo hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem ég get miðlað öðrum og vonandi stuðlar að bættu öryggi. Þó þetta hefði ver- ið áfall þá fór ég strax aftur á sjóinn nokkrum dögum síðar. Þá fór ég út á Tryggva Eðvarðs á makrílveiðar. Strandveiðibáturinn brann á fimmtu- dagi. Ég tók bara helgina og slakaði á og fór í ferðalag austur í Hveragerði með konunni og börnunum og svo á makrílinn á mánudeginum. Ég var ákveðinn í að mæta þessu strax. Þetta og hin tilvikin sem ég hef lýst er auð- vitað eitthvað sem hefur áhrif á mann en ég er ekki beinlínis sjóhræddur. Ég reyni bara að meta aðstæður hverju sinni, draga lærdóm af reynslunni og láta skynsemina ráða.“ Nýr bátur og jól í faðmi fjölskyldu Í lokin víkjum við talinu að léttari málum. Síðastliðinn föstudag sigldu þeir feðgar Arnar og Jóhann nýju Sæ- rifi SH til heimahafnar í Rifi. Arnar verður nú skipstjóri á þessum báti. „Báturinn hét áður Hálfdán Einars- son ÍS, var smíðaður 2012 og lengd- ur 2013. Það eru tvær meginástæður fyrir því að við erum að kaupa nýjan bát. Í fyrsta lagi erum við að hugsa um að kaupa betri bát sem skapar þægi- legri og öruggari vinnuaðstöðu fyrir skipverja eins og ég kom inn á áðan. Síðan horfum við einnig til þess að afla betra hráefnis. Við viljum leggja meira upp úr því að fiskurinn okkar sé eftirsóknarverður af kaupendum. Í nýja bátnum er kælisnigill sem tek- ur við fiskinum eftir blóðgun og kæl- ir hann niður í ákveðið hitastig. Þetta er framtíðin. Við sjáum að kröfur um hráefnisgæði á fiskinum eru alltaf að aukast. Síðan verður einnig krapa- kerfi um borð í bátnum. Það er líka liður í því að bæta gæðin. Við mun- um gera bátinn út á línu með hand- beittum bölum,“ segir Arnar. „Ég sé framtíð í sjávarútveginum. En það er ýmislegt sem mætti skoða til dæmis fyrirkomulagið á þessu smábátakerfi. Það má til að mynda setja spurninga- merki við það að við séum skyldaðir til að veiða allan okkar afla á króka. Við hefðum viljað fá að veiða líka net. Svona bátar eru mikilvæg atvinnu- tæki. Það eru þrír í áhöfn og sex að beita í landi. Svona bátur er að skapa 10 til 11 bein störf.“ Í lokin hljótum við að spyrja fjöl- skyldumanninn Arnar Laxdal Jó- hannson að því hvernig jólunum verði varið. „Systir Bryndísar er að fara að eignast barn um jólin þannig að við ætlum að vera hér fyrir sunn- an um sjálfa jóladagana. Þetta verða fyrstu jólin okkar hér í Reykjavík. Annars höfum við alltaf farið vest- ur um jólin. En við tökum áramótin fyrir vestan. Við sleppum þeim ekki þar.“ mþh Frá Akraneskirkjugarði Þar sem búast má við mikilli umferð um garðinn á aðfangadag vill stjórn Kirkjugarðsins taka eftirfarandi fram: Mælst er til þess að fólk leggi bifreiðum sínum við Garðahúsið og gangi þaðan að leiðum ástvina. Þeim sem erfitt eiga um gang er heimilt að aka um garðinn. Fyrir þá sem þurfa að aka inn garðinn, skal vakin athygli á að einungis er leyfður ein- stefnuakstur. Ekið verður inn að norða- nverðu (nýja innkeyrslan), en útakstur verður um hliðið í ofanverðum garðinum að austanverðu. Menn á vegum Lionsklúbbsins munu stjórna umferð á milli kl. 12 og 16. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem koma í garðinn að þeir gangi vel um og virði þær reglur og umferðartakmarkanir sem í gildi verða. Með ósk um gleðileg og farsæl jól. Stjórn Kirkjugarðs Akraness. Síðastliðinn föstudag kom Arnar siglandi ásamt Jóhanni föður sínum til Rifshafnar frá Bolungarvík þar sem þeir höfðu sótt þennan öfluga línubát. Þetta er hið nýja Særif SH þar sem Arnar verður nú skipstjóri. Ljósm. af. Arnar Laxdal í stýrishúsinu á nýja Særifinu ásamt foreldrum sínum þeim Jóhanni Rúnari Kristinssyni og Katrínu Gísladóttur við komuna til Rifs á föstudaginn. Ljósm. af. Gísli Mó brennur fimmtudaginn 13. ágúst í sumar. Arnar bjargaðist naumlega frá borði. Ljósm. Jón Einarsson á Glaumi SH. Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.