Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 69

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 69
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 69 WWW.3XTECHNOLOGY.COM | WWW.SKAGINN.COM Við óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. HUGHEILAR JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR Kveðjur úr héraði Fyrir langa löngu, meira en hundrað árum síðan, voru tveir menn á heim- leið úr kaupstað. Annar var bóndi, hinn vinnumaður á sama bæ. Það var desember og allra veðra von. Þeir höfðu farið að heiman deginum áður, báðir með tvo til reiðar. Nú stefndu þeir áfram eftir snævi þak- inni slóðinni heim á leið og vildu ná þangað fyrir myrkur, það vissu klyfj- aðir hestarnir og þurftu enga hvatn- ingu. Heima beið fólkið þeirra, að- ventan var gengin í garð og hátíð ljóssins skammt undan. Veður hafði haldist skaplegt en nú byrjaði að snjóa og hvessa og fljótlega var að- eins hægt að fara fetið því varla sást hestlengdin framundan. Þeir áttu rúmlega hálfa leiðina eftir og sáu ekki lengur til næstu bæja né hvar þeir voru nákvæmlega staddir. Hest- arnir ösluðu ótrauðir áfram, ólmir að komast í skjólið heima. Brátt var svo komið að snjórinn náði hestun- um upp í kvið og fóru þá mennirn- ir af baki og gáfu þeim lausan taum- inn í eina röð og létu þann viljug- asta fremstan. Ekkert sást framund- an nema þéttur snjóveggurinn sem streymdi í iðuköstum og settist í öll vit. Síðasti spölurinn heim að bæn- um lá í halla en illmögulegt var að finna fyrir landslagi í djúpum snjó sem troðist var í gegnum. Menn- irnir urðu að treysta á hestana. Þeim miðaði hægt áfram, en allt í einu frísaði einn hesturinn og teygði haus og háls til hægri. Mennirnir gerðu það sama, rýndu upp í sort- ann og viti menn! Þarna var ofurlít- ill ljósglampi sem kom og fór í hríð- inni. Þegar nær dró urðu ljóstýrurn- ar tvær með nokkru millibili og þá sáu menn og hestar hvers kyns var. Þetta voru ljósin heima. Annað ljós- ið var í litla hlöðuskjánum og hitt í baðstofuglugganum. Þessi stutta saga er sögð hér til heiðurs ljósinu sem umræðuefni hugvekjunnar, ljósinu sem er okkur öllum svo dýrmætt. Núna er einmitt sá tími ársins sem ljósið leikur aðal- hlutverk á okkar norðlægu slóðum. Við sjáum ljós í öllum hugsanlegum litum, stærðum og gerðum, og þau hafa fjölbreytt nöfn eins og kerta- ljós, lampaljós, jólaljós, stjörnu- ljós, aðventuljós og vasaljós. Einn- ig götuljós, umferðarljós og stefnu- ljós. Í því sambandi er rétt að minna á bráðnauðsynlegan hlut sem ger- ir okkur öll að ljósberum og er eitt það snjallasta sem völ er á í dimm- unni. Það er endurskinsmerkið. Það eru mikilvægt ljósmerki sem hjálpar fólki að sjást í umferðinni og hjálpar bílstjórum að sjá vegfarendur. Eitt slíkt ljós getur gert gæfumuninn, svipað og sagt var frá í sögunni hér á undan, ef fólkið heima á bænum hefði ekki tendrað ljósin er óvíst um farsæl sögulok. Á þessum árstíma er myrkrið dimmara en á öðrum tím- um þrátt fyrir öll jólaljósin. Dökk- klætt fólk á gangi sést varla eða alls ekki ef það ber ekki ljósmerki sem Hátíð ljóssins Jólakveðja frá Akranesi Hross á Æðarodda. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. bílstjórar gætu séð áður en illa fer. Tökum öll fram okkar litlu öryggis- ljós og notum þau. Næst kemur röðin að annars kon- ar ljósi sem er kannski dálítið dular- fullt og kallast leiðarljós. Þannig ljós kemur við sögu um hver jól þegar við heyrum helgisögnina um skín- andi stjörnuna sem leiddi vitringana að jötunni í Betlehem. Leiðarstjarn- an sást hátt á himni en á okkar tím- um má líka heyra um öðruvísi leið- arljós. Fólk segist gjarnan eiga sitt persónulega leiðarljós, sem huglægt eða hugmyndafræðilegt ljós. Það getur verið af fjölbreyttri gerð rétt eins og sjáanlegu ljósin. Einn seg- ist hafa trúna að leiðarljósi, annar góða bók, þriðji fallega bæn, spak- mæli eða ljóð. Þeir er ófáir sem taka sér einhverja persónu til fyrirmynd- ar og segja hana vera leiðarljósið sitt í lífinu. Mörg skáld hafa ort um ljós- ið og það er endalaus uppspretta í mannanna verkum. Síðast en ekki síst er sagt að fólk eins og við, kæri lesandi, höfum ljós í hjarta. Mattheus guðspjallamað- ur skrifaði um ljósið sem tákn trú- arinnar sem lýsir mönnunum og að þeim beri að varðveita það trúarljós, hver og einn með sjálfum sér. Hvort sem fólk segist trúað eða ekki hafa allir ljós í hjartanu, en eru kannski ekki alltaf meðvitaðir um það. Ef þér líður til dæmis sérstaklega vel einn daginn, eða þú gleðst yfir gjöf eða gamalli minningu, færð skond- ið og skemmtilegt jólakort og brosir eða skellir upp úr, þá ert þú um leið að upplifa ljósið í hjartanu og senda frá þér jákvæða orku sem nær langt út fyrir alla veggi. Þannig gleði- ljós lýsir upp umhverfið og má með sanni kalla kærleiksljós. Sumir segj- ast senda ljós til annarra, til dæm- is í formi bænar með ósk um betri líðan, til hjálpar og huggunar í sorg eða til fyrirgefningar. Allar okkar jólakveðjur eru ljósberar rétt eins og boðskapur jólanna sem boðar frið og fögnuð öllum til handa. Með óskum um gleðilega hátíð ljóss og friðar. Þórunn Erla Sighvats, Akranesi. Til ljóssins Kæra ljós á lífsins ferð, lýsir skin þitt bjarta. Geisla vonar víða berð, vekur frið í hjarta. (Þórunn E. Sighvats)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.