Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 72

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 72
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201572 Kveðjur úr héraði Jólin eru oft sá tími þar sem maður lítur yfir farinn veg, hugsar um at- burði ársins og jafnvel síðustu ára. Maður hugsar um hverju maður hafi áorkað og hverju maður getur breytt og gert betur. Ég held að það sé gott fyrir mann, því það er alltaf eitthvað sem má betur fara. En það er líka gott að minnast og þakka fyrir all- ar góðu stundirnar, þær sem mað- ur átti með þeim sem skipta mann mestu máli. Því í kringum jólin er þakklæti manni oft ofarlega í huga. Þakklæti fyrir fjölskylduna, heilsuna, húsaskjólið og svo mætti lengi telja. Ég er til dæmis þakklát fyrir mann- inn minn, börnin og stórfjölskyld- una, vinina og heilsuna. Og eftir að hafa rennt í huganum gegnum árin í þessum jólahugvekjuskrifum er ég sérstaklega þakklát fyrir foreldra mína sem hafa gefið mér ótrúlega margar góðar minningar og þar á meðal um jólin. Ég er alin upp við að í desemb- er reyndi maður að haga sér vel, svo maður fengi nú ekki kartöflu í skó- inn. Systur minni finnst jólasveinn- inn nú ansi oft hafa horft í gegn- um fingur sér þegar kom að óþekkt minni. En mánuðurinn var oft erf- iður enda mikil tilhlökkun og eft- irvænting ríkjandi. Foreldrar mínir Hlakkar til að móta jólahefðir Jólakveðja úr Grundarfirði gerðu margt til þess að stytta okkur systrum biðina. Að kvöldi Þorláks- messu var jólatréð skreytt og pappa- jólasveinum komið kyrfilega fyr- ir á öllum hurðum hússins, kossa- parið alltaf á hurðinni hjá mömmu og pabba. Að morgni aðfangadags var horft á barnaefni og möndlu- grauturinn síðan borðaður í hádeg- inu. Ég var oft fremur lystarlítil en lét mig hafa það til þess að reyna að hneppa möndluna, sem ég man einu sinni eftir að hafi gerst. Sá sem fékk möndluna fékk lítinn konfektkassa sem hann deildi með fjölskyldunni eftir mat. Eftir hádegismat klædd- um við systur okkur vel og pabbi ók okkur um bæinn með pakka og jóla- kort. Þessi hefð er afar skemmtileg í minningunni, allir sem maður hitti voru glaðir og óskuðu manni gleði- legra jóla sem yljaði manni gegn- um daginn. Þegar heim var komið var slappað af og svo farið að baða sig og punta. Allir voru klárir fyr- ir messu klukkan sex. Í messunni sat ég og taldi ljósin í loftinu sem eru sem betur fer mörg í kirkjunni í Stykkishólmi, þar sem ég er alin upp. Þegar heim var komið var mat- urinn snæddur, hamborgarhrygg- ur og meðlæti, óbrúnaðar kartöflur fyrir mig og svo heimagerður ís í eftirmat. Síðan var tekið af borð- inu og á meðan mamma og pabbi vöskuðu upp fengum við systur að setja pakkana undir jólatréð. Það kom okkur alltaf jafn mikið á óvart hversu margir pakkar leyndust inni í skáp hjá mömmu. Enda passaði hún vel upp á að við yrðum aldrei var- ar við neinar sendingar af pósthús- inu. Það var stranglega bannað að lesa á pakkana þegar þeir voru settir undir tréð, alveg sama hversu stór- ir og freistandi þeir voru. Þegar all- ir pakkarnir voru komnir undir tréð og mamma og pabbi búin að ganga frá kom loksins að stóru stundinni, pakkaopnuninni. Upp úr pökkun- um komu alltaf helstu jólaóskirnar, minnistæðast eru annars vegar jól- in sem ég fékk fjólublátt fjallahjól og hins vegar jólin þegar ég fékk splunkunýjan Nokia 5110 síma! Í lok kvölds voru jólakortin opnuð og lesin upp og eftir því sem við systur urðum eldri og færari í lestri fórum við að taka við lestri kortanna. Eftir að ég flutti að heiman hafa hefðirnar breyst og sumar jafnvel horfið. Í gegnum árin höfum við fjölskyldan skreytt jólatréð á öll- um tímum í desember, stundum snemma, stundum seinna. Við höf- um líka verið til skiptis hjá foreldr- um mínum og tengdaforeldrum en í ár hefur mér loksins tekist að sann- færa manninn minn um að við fjöl- skyldan ætlum að vera heima hjá okkur í Fagurhólstúninu í Grundar- firði. Ég hlakka til þess að eiga nota- lega stund með manninum mínum, börnunum okkar tveimur og auð- vitað hundinum. Ég hlakka líka til þess að fara að móta jólahefðir sem börnin okkar munu jafnvel taka upp á sínum heimilum síðar. Hver veit nema að við berum út nokkur jóla- kort eftir hádegi á aðfangadag og ég bjóði börnunum mínum að bera pakkana undir tréð eftir kvöldmat. Að lokum óska ég mér og öll- um öðrum sérsaklega gleðilegra og notalegra jóla. Vonandi njótið þið þessara síðustu daga ársins 2015 og skapið ykkur góðar og fallegar minningar. Það ætla ég að gera og taka síðan vel á móti árinu 2016. Berghildur Pálmadóttir, Grundarfirði. Frá Grundarfirði. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson. Ég hef aldrei verið mikið jólabarn, ekki sem slíkt. Í minningunni, þeg- ar ég var að alast upp á Þórshöfn á Langanesi, var það besta við jól- in að fá frí í skólanum og að geta verið úti að leika í snjónum all- an liðlangan daginn. Skemmtileg- ast var að hoppa fram af húsþökum í þykka skafla eða hefja stórskota- hríð á strákana í snjókasti. Í snjó- þotubrekkunni bjuggum við krakk- arnir til stærðarinnar stökkbretti og kepptumst við að komast sem lengst í hverri ferð. Núna fer ég út að renna með krökkunum mín- um hér í Reykholti og þó ég sé ekki að keppast við þau eða senda á sér- útbúið áhættu-stökkbretti, hef ég jafn gaman og þau. Eftir útiveruna sitja svo allir með kakóbolla und- ir teppi uppi í sófa og maður reyn- ir að hlýja litlum tásum og fingr- um. Vonandi verða jólin hvít í ár. Það verður allt svo friðsælt og fal- legt þegar snjórinn hylur gráma náttúrunnar á veturna. Nágrannar mínir í Reykholti hafa verið dug- legir að skreyta sem vissulega létt- ir lundina, ásamt daglegum gúlsopa af lýsi. Á mínu heimili eru jólaljós- in uppi fram á Þorra, kyrfilega fest með þúsundum sogskála. (Hvað er annars eðlilegur fjöldi sogskála sem ætti að vera til á einu heimili?) Jóla- tréð, sem sótt er í Reykholtsskóg og sérvalið í samvinnu við Skóg- ræktarfélag Borgfirðinga stendur í stofunni eins lengi og það ber barr- ið sómasamlega en þegar nálarnar fara að finnast upp í rúmi er kom- inn tími til að fara út með tréð. Samvera fjölskyldunnar er mikil- vægur hluti af jólunum og eru hinir ýmsu aðilar í Borgarfirði sem sjá til þess að ég upplifi góða jólastemn- ingu með henni. Samverustund barna og foreldra var á leikskólan- um Hnoðrabóli þar sem piparkökur voru bakaðar. Mömmur og pabbar fengu sér kaffi og kruðerí og börn- in sungu jólalög, hátt og snjallt, með áherslu á bæði orðin. Börnin fengu nokkrar kökur í poka með sér heim en ekki entust þær betur en svo hjá okkur mæðginum að pok- inn var tómur þegar við renndum heim í hlað. Framfarafélag Borgarfirðinga stóð fyrir glæsilegum jólamarkaði í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholts- dal á öðrum degi aðventu. Þar var að finna úrval matvöru og gjafavöru auk þess sem hægt var að kaupa sér veitingar. Glæsileg umgjörð félags- ins var til sóma og þó frostið hafi farið niður fyrir 13 gráður var fjöldi fólks saman kominn í Nesi. Ég náði að kaupa nokkrar jólagjafir og við mæðgin fylltum á piparköku- birgðirnar. Um kvöldið bauð Reyk- holtskórinn til aðventutónleika í Reykholtskirkju. Það er alltaf jafn hátíðleg stund að hlusta á kórinn syngja jólalög. Ég er það heppin að vera með skóg í bakgarðinum, þar sem við náum okkur í jólatré og verð- ur það helst að ná upp í loft, skítt með toppinn. Síðustu jól hefur tréð bara verið skreytt til hálfs þar sem tveggja ára drengurinn minn hefur haft, eðlilega, mikinn áhuga á glitr- andi jólaskrautinu. Sjáum til hvað við hættum á í ár. Þetta er þriðju jólin sem ég held hátíðleg í Borgarfirði, jafnframt eru þetta þriðju jólin sem ég held sjálf, heima hjá mér. Fram að flutningi í Reykholtsdalinn hafði ég reitt mig á aðra að „búa til“ jólin fyrir mig. Ég vil því meina að það sé ákveð- ið þroskastig að halda sín eigin jól. Það má með sanni segja að fyrstu jólin mín í Reykholti hafi verið kostuleg. Bæði ég og sambýling- urinn vorum að vinna langt fram í desember og það litla jólaskraut sem til var á heimilinu fór upp seint og um síðir. Jólasteikina ákváðum við þremur dögum fyrir jól. Íslenskri nautalund var snarlega reddað með góðri dýfu ofan í frystikistu „Beint frá býli-bónda“. Þar næst var dreg- ið um hvort ég eða sambýlingurinn ættum að bera ábyrgð á bérnaise- inum, hann tapaði fyrir mér og hann tapaði fyrir bérnaise því sósan varð þykk sem smjör. Jólin voru fín, já, þetta gekk stórslyslaust fyrir sig þó að ekkert hafi verið eins og hjá mömmu. Maður býr til sínar hefð- ir og nú, á mínum fjórðu heima- jólum, reikna ég ekki með að vera búin að „öllu“ sem samfélagið seg- ir mér að tilheyri jólunum. Þetta verða alla vega jól eins og við fjöl- skyldan viljum hafa þau. Nú gengur í garð einn fallegasti tími ársins, jólamánuðurinn með öllum sínum kærleika, samveru- stundum, gjöfum og góðum mat. En líka sínu stressi, tímaleysi, versl- unarferðum og svolitlum pirringi. Hvort það skrifist á framtaksleysi eða leti mína að vera ekki „búin að öllu“, þá er ég óskaplega þakk- lát nágrönnum mínum og vinum í Borgarfirði fyrir að koma mér í glimrandi jólaskap. Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar! Bára Sif Sigurjónsdóttir, Reykholti Jólastemning í Borgarfirði Jólatrén sótt í Reykholtsskóg. Ljósm. úr safni: Guðlaugur Óskarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.