Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 74

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 74
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201574 „Ég er fædd árið 1935 í Reykjar- firði í Grunnavíkurhreppi, sú eina af mínum systkinum sem fæddist þar,“ sagði Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir í Mýrartungu í Reyk- hólasveit þegar blaðamaður ræddi við hana á dögunum. Foreldrar hennar eru Jóhanna Jakobsdótt- ir frá Reykjafirði í Grunnavíkur- hreppi á Hornströndum og Krist- ján Guðjónsson smiður frá Skjalda- bjarnavík á Ströndum og er hún elsta barn þeirra. Í Reykjafirði bjó Jóna Valgerður til fimm ára aldurs, eða þar til fjölskyldan fluttist að Hornbjargsvita í Látravík, þar sem faðir hennar og móðurbróðir tóku að sér vitavörslu. „Við vorum þar í tvö ár en svo fluttum við á Ísafjörð þar sem ég byrjaði í barnaskóla. Mamma og pabbi leigðu efri hæðina á Hnífs- dalsvegi 10 og þá var búið þröngt. Sú íbúð var sennilega minni en þessi sem við erum í núna,“ segir hún og lítur í kringum sig, en við- talið á sér stað í íbúð sem er á að giska rúmir 60 fermetrar. Á efri hæðinni á Hnífsdalsvegi voru átta í heimili. „Þá vorum við fimm syst- urnar. Með okkur bjó líka eldri kona sem hafði fylgt mömmu og pabba frá því þau byrjuðu sinn bú- skap. Hún var fötluð en hjálpaði eitthvað til á heimilinu,“ segir hún. En það er ekki nóg með að þröngt hafi verið á þingi, íbúðinni fylgdi annar ókostur en smæðin. „Það var bara eitt sameiginlegt klósett fyr- ir báðar hæðirnar og það var niðri í kjallara. Hjónin á neðri hæðinni áttu kjallarann með réttu, við feng- um bara að ganga þar um til að komast á klósettið. En þau voru svo sparsöm að þau skrúfuðu allt- af úr peruna til að spara rafmagn- ið,“ segir Jóna Valgerður og hlær við. „Þannig að ef við þurftum á klósettið á nóttunni eða í myrkri þá urðum við að taka með okkur kerti,“ bætir hún við og brosir. „Síðan fluttum við að Seljalands- vegi 64. Það var lítill jarðarbút- ur sem fylgdi hlaða og fjárhús sem pabbi breytti í íbúðarhús. Hann reisti svo smá kofa fyrir kindur og hænur og lítinn reykkofa.“ Langaði að læra lyfjafræði Jóna Valgerður lætur vel af æsku- árum sínum á Ísafirði og segir að sér hafi alltaf þótt mjög gott að búa þar. „Þar er öll nauðsynleg þjón- usta; verslanir, heilsugæsla og þar gegnum við í skóla. Þar var bæði grunnskóli, gagnfræðaskóli og svo kom tónlistarskóli aðeins seinna. Ég fór í hann eftir gagnfræðaskóla og lærði á orgel hjá Jónasi Tómas- syni eldri,“ segir hún. „Eftir gagn- fræðaskólann fór ég 18 ára gömul í Húsmæðraskólann Ósk áður en ég gifti mig og fór að eignast börn. Það var leiðin sem ungar stúlkur fóru þá,“ segir Jóna Valgerður og bætir því við að veran í húsmæðra- skólanum hafi verið mjög ánægju- leg. „Það voru 35 í skólanum og við vorum fimm saman í herbergi. Þetta var óskaplega skemmtilegur tími og margt fleira hagnýtt sem var kennt þarna annað en að elda mat. Við lærðum næringarfræði, heilsufræði, vefnaðarfræði og að- eins í tungumálum.“ Vegna þess að Jóna Valgerður nefndi að þetta hefði verið leiðin sem ungar stúlk- ur fóru á þessum árum leikur blaða- manni forvitni á að vita hvort hún sjálf hefði getað hugsað sér að haga námi sínu öðruvísi. „Ég vann í apó- tekinu á Ísafirði með hléum í átta ár og var eiginlega farin að vinna sem lyfjafræðingur. Ég blandaði lyf eftir resepti, apótekarinn kenndi mér það bara. Ef það voru ekki til ákveðnar kvefmixtúrur þá skrifuðu læknarnir upp á blönduna, á latínu að sjálfsögðu. Hillurnar voru full- ar af stórum flöskum með latnesk- um nöfnum á sem maður blandaði eftir uppskriftinni,“ segir Jóna Val- gerður. „Þegar ég vann þarna fór mig að langa að læra lyfjafræði. En það var enginn menntaskóli á Ísa- firði þá. Raunar voru bara þrír slíkir á landinu á þeim tíma; í Reykjavík, Akureyri og á Laugarvatni og eng- inn leið í stórum systkinahópi að styðja einhvern til slíks náms,“ segir hún enda urðu systkinin níu talsins; Jóna Valgerður, Þrúður, Fjóla Guð- rún, Laufey Erla, Freyja, Guðjón Arnar, Matthildur Herborg, Jakob Kristján og Anna Karen yngst. Tölvuvæðing í bókhaldinu Árið 1957 giftist Jóna Valgerður Guðmundi Helga Ingólfssyni og reistu þau sér hús í Hnífsdal. Þar var útibú Kaupfélags Ísfirðinga og fór Jóna Valgerður að starfa sem deildarstjóri þess. „Ég hef alltaf haft gaman af bókhaldi og það fólst einnig í starfinu hjá Kaupfélaginu. Síðar stofnuðum við Guðmundur fyrirtæki og ég færði bókhaldið.“ Næstu árin fékkst hún áfram við bókhald og hóf störf hjá Endur- skoðunar- og bókhaldsstofu Guð- mundar E. Kjartanssonar. „Þá voru engar tölvur heldur stór og mikil skráningarvél. Bókhaldið sló mað- ur inn á kort í vélinni. Eftir tíu ár þar komu fyrstu tölvurnar og sett var upp Reiknistofa Vestfjarða. Bókhaldsstofan skráði bókhaldið inn á diskettur sem var keyrt þang- að. Ég man þegar maður kom inn á reiknistofuna að þá var skrifstof- an full af þessum stóru vélum og svakalegur hávaði,“ segir hún og brosir. „En svo komu tölvur á bók- haldsstofuna og þær voru í fyrstu aðeins notaðar til ritvinnslu. Þang- að til voru notaðar ritvélar og á þær skrifaði maður til dæmis ársreikn- inga. Alltaf gat það komið fyrir að maður gerði mistök og þá þurfti stundum að fara með leiðrétting- arborðann og laga allt sem á eftir kom. Það þurfti ekki þegar unnið var á tölvurnar,“ bætir hún við. Lét til leiðast og fór í framboð Þekktust er Jóna Valgerður fyr- ir afskipti sín af félagsmálum. Hún sat á Alþingi fyrir Kvennalist- ann frá 1991-95, varð síðar sveit- arstjóri í Reykhólahreppi og hef- ur veitt fjölda félagasamtaka for- ystu í gegnum tíðina. Hún segir afskipti af stjórnmálum lengi hafa fylgt fjölskyldu sinni. „Guðmund- ur var kjörinn í hreppsnefnd Eyr- arhrepps fljótlega eftir að við flutt- um í Hnífsdal. Hreppurinn sam- einaðist svo Ísafirði ´71 og hann tók sæti í bæjarstjórn. Ég sat í nokkr- um nefndum hjá bænum en tók ekki þátt að öðru leyti,“ segir hún. „Hann fer að verða leiður á þessum málum kringum ́ 85. Á þeim tíma er ég formaður Sambands vestfirskra kvenna og í samtökunum Jafnrétti milli landshluta. Einhverju sinni höldum við aðalfund og þá kemur maður upp að mér og spyr hvort ég vilji ekki fara í framboð fyrir Þjóð- arflokkinn í kosningunum 1987. Hann vildi mig á fyrsta sæti listans í Vestfjarðakjördæmi. Nú, ég lét til leiðast. Ég hafði áhuga á málefn- unum og hef alltaf verið mikil jafn- réttismanneskja, ekki aðeins varð- andi jafnrétti kynjanna, heldur líka fólks milli landshluta. Samgöngu- málin voru þá aðalatriðið,“ segir Jóna Valgerður. Þjóðarflokkurinn náði ekki inn manni ´87 þrátt fyrir að litlu hafi munað. „Ég var þingmaður í tvo eða þrjá klukkutíma um nóttina meðan við hlustuðum á nýjustu tölur í útvarpinu,“ segir hún og brosir. Hún kveðst hins vegar ekki hugsa til þess með neinni eftirsjá að hafa ekki orðið þingmaður Þjóð- arflokksins. „Ég varð nú bara feg- in. Ég lét til leiðast að fara fram til að tala fyrir byggðamálunum. En á þeim tíma var ég enn með unglinga á heimilinu og þótti ágætt að kom- ast ekki inn.“ Markmiðið að koma konum í stjórnunarstöður Afskiptum hennar af landsmálunum var þó hvergi nærri lokið. Hún sagði sig úr Þjóðarflokknum árið 1989 og gekk til liðs við Kvennalistann, sem þá hafði átt fulltrúa á þingi frá árinu 1983. Jóna Valgerður skipaði efsta sæti listans í Vestfjarðakjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 1991 og komst inn á þing ásamt fjórum flokkssystrum sínum. „Kvennalist- inn var upphaflega stofnaður til að reyna að koma konum í stjórnun- arstöður. Lengi vel voru bara tvær til fjórar konur á þingi og aldrei fleiri en ein í ríkisstjórn þó þar væru kannski tólf ráðherrar,“ segir Jóna Valgerður og bætir því við að með tilkomu framboðsins hafi hlutfall kvenna á þingi snarlega hækkað upp í 15 prósent. „Allir viðurkenna nú að það hefði tekið lengri tíma að fjölga konum í þinginu ef ekki væri fyr- ir Kvennalistann. Aðrir flokkar sáu að þeir yrðu að fara að raða konum hærra á framboðslistana, ekki bara hafa þær sem einhverjar puntdúkk- ur á eftir körlunum,“ segir hún og brosir. En brosinu fylgir alvara því hér er rætt um stöðu sem var uppi fyrir aðeins þremur áratugum, þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram. Stefnuskrá listans byggði beinlínis á reynsluheimi kvenna, hugmynda- heimi þeirra og skoðunum. Eitthvað sem flokksmönnum þótti ekki hafa verið tekið nægilega mikið mark á fram að því en ætti alveg jafn mikið rétt á sér og reynsluheimur og skoð- anir karla. Kvennalistanum boðið í ríkisstjórn Þrátt fyrir að framboðið hafi verið sett saman með það fyrir augum að rétta hlut kvenna á öllum vígstöðv- um kom auðvitað upp ágreining- ur innan listans um ýmis málefni. „Kvennalistakonurnar sem voru á þingi með mér voru flestar af höf- uðborgarsvæðinu. Ég kem inn með landsbyggðarsjónarmið og það var stundum ágreiningur, þá um jöfn- uð milli byggðalaga. Þær einbeittu sér meira að kynjajafnréttinu en þar var ég alveg sammála þeim,“ segir hún. Aðspurð hvort henni þætti eitt- hvað hafa mátt betur fara þegar flokkurinn átti sæti á þingi hugs- ar Jóna Valgerður sig stuttlega um. „Kvennalistanum var boðið að taka þátt í stjórnarmyndun 1987 þeg- ar hann átti sex þingmenn. En þær sem þá áttu sæti voru mjög fastar á sínum skoðunum og vildu í engu kvika frá þeim. Ein þeirra var að sett yrðu lög um lágmarkslaun og ríkisstjórnin vildi ekki ganga að Jóna Valgerður Kristjánsdóttir: „Hef yfirleitt alltaf þorað að segja það sem ég meina“ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Systkinin í öfugri aldursröð. F.v. Jakob Kristján, Matthildur Herborg, Guðjón Arnar, Freyja, Laufey Erla, Fjóla Guðrún, Þrúður og Jóna Valgerður. Eina systur eiga þau til viðbótar, Önnu Karen, en hún var ekki fædd þegar smellt var af. Ásamt eiginmanninum Guðmundi Helga Ingólfssyni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.