Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 76

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 76
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201576 Framundan var ærið verkefni sveitarstjórna næstu ára við að lækka skuldir Reykhólahrepps og Jóna Valgerður átti eftir að taka virkan þátt í því. En það voru ekki einu erfiðleikarnir sem þau hjón- in þurftu að glíma við á þeim tíma. Enn hefur verið látið ósagt að árið 1994, síðasta árið sem Jóna Val- gerður sat á þingi, veiktist hún af krabbameini. „Það greindist nægi- lega snemma til að hægt væri að bregðast við og hefur ekki komið aftur,“ segir hún. Kynnum henn- ar af sjúkdómnum lauk þó ekki þar með því Guðmundur átti einn- ig eftir að veikjast. „Eftir að hann veikist fyrst í maí ´97 þá fer ég að aðstoða hann með bókhald sveit- arfélagsins, sótti námskeið í sveit- arfélagabókhaldi, tók það með heim og vann þar,“ segir hún og bætir því við að sér hafi verið boðin staða á skrifstofu hrepps- ins. „Á þeim tíma vantaði mann á skrifstofuna en ég vildi ekki taka neitt að mér nema það væri aug- lýst fyrst. Það var gert en enginn sótti um og ég var ráðin sem að- stoðarmaður,“ segir hún. „Þórður [Jónsson] í Árbæ var þá oddviti og hann bað mig að leysa af sem sveit- arstjóri á meðan Guðmundur var frá vegna veikinda. Hann ætlaði að koma aftur um haustið og kom í einn mánuð áður en hann veiktist á ný og var frá þar til í mars ´98,“ bætir hún við. Þetta sama vor greiddu lands- menn atkvæði í sveitarstjórnar- kosningum og í Reykhólahreppi var persónukjör í fyrsta sinn, þar sem engir listar buðu fram. „Þar fengu ég og Karl Kristjánsson flest atkvæði og ég varð oddviti. Um svipað leyti sneri Guðmundur aft- ur til starfa sem sveitarstjóri,“ seg- ir hún og bætir því við að það hafi stundum verið dálítil kúnst fyrir þau hjónin að vinna saman á skrif- stofu hreppsins. „Sem starfsmaður skrifstofunnar var hann yfirmaður minn en sem oddviti var ég yfir- maður hans,“ segir hún og brosir. Þeim lánaðist ekki að starfa lengi saman því Guðmundur veiktist á nýjan leik árið 1999. „Læknarnir tóku magann en þá hafði krabba- meinið dreift sér upp í vélindað. Þeir vissu ekki hvort þeir hefðu náð því öllu,“ segir Jóna Valgerður. Guðmundur lést í mars árið 2000 af völdum magakrabbameins. Mikil átök þegar eignir hreppsins voru seldar Eftir andlát eiginmannsins tók Jóna Valgerður fyrst kvenna við stöðu sveitarstjóra Reykhólahrepps og vann áfram að því ásamt sveit- arstjórn að lækka skuldir sveitar- félagsins. Margar hreppseignir voru seldar og vakti það misjafna lukku meðal íbúanna. „Þetta voru rosalega átök. Við þurftum að selja ýmislegt; eyju á Breiðafirði, hluta úr jörð, húseignir hreppsins og svo seldum við hlut sveitarfélagsins í Orkubúi Vestfjarða,“ segir hún „og það var eiginlega úrslitasalan. Með henni gátum við greitt upp skuldir sem lágu á dvalarheimilinu Barmahlíð,“ segir Jóna Valgerð- ur og bætir því við að mjög tæpt hafi staðið að dvalarheimilinu yrði lokað. „Guðmundur fékk á sínum tíma bréf frá ráðuneytinu þar sem því var beinlínis hótað að leggja dvalarheimilið niður. Skuldirnar væru allt of háar til að hægt væri að borga þær niður og það eina í stöðunni væri að loka. Hann sagð- ist nú ekki hlusta á slíkt og stakk bréfinu bara ofan í skúffu,“ segir hún og hlær við. Meðan unnið var að því að lækka skuldir hreppsins minnist Jóna Valgerður þess að þær hafi oftar en ekki orðið umræðuefni milli dag- skrárliða á fjórðungsþingum eða öðrum fundum með sveitarstjór- num annarra sveitarfélaga. Kveðst hún hafa orðið heldur leið á því til lengdar. „Einu sinni sem oftar á einhverri svona samkomu var ég spurð hvernig gengi eiginlega með skuldirnar. „Það gengur vel, ekki nema svona hundrað milljónir eft- ir,“ svaraði ég. En ekki leið á löngu þar til náð- ist að losa sveitarfélagið við þenn- an hundrað milljóna skuldahala og eins og áður segir vó sala á hlut sveitarfélagsins í OV þar þyngst, en fyrir hann fengust rúmlega 70 milljónir króna. „Þegar orkubú- ið var stofnað var ákveðið að öll sveitarfélög á Vestfjörðum fengju hlut í samræmi við íbúafjölda. Mörg sveitarfélögin lögðu eitt- hvað til stofnunarinnar, hitaveitu, rafmagnsveitu, eða eitthvað slíkt. Reykhólahreppur þurfti ekki að leggja neitt til. Engu að síður var ákveðið að hreppurinn fengi hlut í samræmi við íbúafjölda eins og önnur sveitarfélög. Síðar seldi svo Reykhólahreppur hitaveitu sína til OV. Þennan hlut, sem Reykhóla- hreppur fékk í rauninni gefins, var hægt að selja til að greiða niður skuldirnar.“ Sveitarfélaginu hafði verið bjargað frá gjaldþroti. Ákvað að gefa ekki kost á sér áfram Jóna Valgerður ákvað að láta gott heita af sveitarstjórnarmálunum árið 2002. „Ég var þá orðin 67 ára gömul, búin að vera í þessu í sex ár og fannst komið nóg. Þetta var erfiður tími og mikil átök og erf- iðara eftir því sem maður kynntist fólkinu betur. Mér fannst ekkert mál fyrst að koma utan að frá og taka á erfiðum málum. En í svona litlu samfélagi þá kynnist maður fólki. Það getur verið erfitt að eiga í átökum við fólk sem er orðið að persónulegum kunningjum,“ bæt- ir hún við. „Ég ákvað því að hætta, fannst ég búin að gera þokkalega.“ Á næstu árum tók Jóna Val- gerður að sér ýmis verkefni. Hún skipulagði menntasmiðju fyrir Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands, einkum ætlaða konum sem höfðu hætt í námi eftir grunnskólapróf eða langaði að mennta sig meira. Það var haldið á Laugum í Sæ- lingsdal og tveimur árum síðar var sambærilegt námskeið haldið að Varmalandi í Borgarfirði. „Báðar smiðjurnar voru vel sóttar. Ég held að þrír fjórðu af þeim sem mættu hafi haldið áfram til frekara náms og ég er ákaflega hreykin af því,“ segir hún. Í millitíðinni hafði hún tekið að sér nefndarstörf fyrir Fjórðungs- samband Vestfirðinga, sat m.a. í fjármálanefnd, Stjórn Atvinnuþró- unarfélags Vestfjarða og Sam- vinnunefnd um skipulag á miðhá- lendi Íslands. „Í henni voru átta fulltrúar landshlutanna, en 16 manns í nefndinni. Ég vissi ekk- ert hvað ég var að fara út í en þetta reyndist afar skemmtilegt. Við fengum að ferðast um hálendið og hitta sveitarstjórnarmenn af öllu landinu. Það er þessari nefnd að þakka að ég er búin að skoða mest- allt hálendi Íslands.“ Árið 2003 tók hún að sér verk- efni á skrifstofu sambandsins og var í kjölfarið boðið starf sem hún þáði ekki. „Þá var ég byrjuð á fullu í skógræktinni og vildi vera laus á sumrin,“ segir hún en skóg- ræktinni hefur hún sinnt af krafti í rúmlega áratug. Formaður Landsam- bands eldri borgara Málefni eldri borgara hafa ver- ið henni hugleikin undanfarin ár og var hún í félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit. „Ég hélt nú að ég væri hætt öllu svona starfi en þá fer ég á landsfund Landsam- bands eldri borgara sem haldinn var í Hveragerði árið 2009. Þar hafði uppstillingarnefnd stillt upp fjórum körlum og einni konu í nýja stjórn. Þá risu konurnar í salnum úr sætum og mótmæltu harðlega,“ segir hún. Úr varð að fundurinn samþykkti að taka aðra konu inn í stjórnina og þá beindust spjótin að Jónu Valgerði. „Ég lét til leiðast. Ég þarf alltaf að vera að brjóta ein- hver þök, glerþök,“ segir hún og hlær við. Hún tók við sem formaður LEB árið 2011 og varð fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Hún lét af formennsku síðasta vor. Helstu verkefni landsambandsins á þeim tíma voru að vekja athygli á og koma málefnum eldri borgara í umræðuna og auðvitað að vinna að bættum kjörum. Komið var á sam- vinnu við Háskóla Íslands um að halda ráðstefnur og málþing um hagsmunamál eldri borgara. Eitt stærsta hagsmunamálið var að gera LEB að formlegum mál- svara eldri borgara í landinu. „Það hafði aldrei verið viðurkennt af stjórnvöldum. En fyrir tveimur árum síðan fékkst það loks viður- kennt að LEB væri formlegur mál- svara eldri borgara sem stjórn- völd skulu hafa samband við og óska eftir umsögn um hvers kon- ar málefni sem snerta þennan hóp landsmanna,“ segir Jóna Valgerð- ur. Fulltrúar LEB sitja nú fundi og eiga sæti í nefndum þar sem mál- efni þeirra eru rædd. Er það hluti af alhliða samningi milli velferð- arráðuneytisins og sambandsins. Um leið var aukið framlag ríkisins til LEB og fær það nú fasta fjárhæð í fjárlögum hvers árs. Samstarfsflötur félagasamtaka og stjórnvaldsins Á þeim tíma sem Jóna Valgerð- ur sat í stjórn LEB kynntist hún í gegnum norrænt samstarf svo- kölluðum öldungaráðum, en þau eru víða á Norðurlöndunum. Öldungaráð þessi eru vettvang- ur fyrir félög eldri borgara til að starfa með sínum sveitarfélögum. Hóf hún að skrifa um og tala fyr- ir stofnun öldungaráða á Íslandi. „Þegar hafa verið stofnuð milli 15 og 20 öldungaráð á landinu. Víða starfa ráðin í fleiri en einu sveitar- félagi, eins og til dæmis í Dölum og Reykhólasveit. Þannig að þetta er allt að komast á koppinn,“ segir hún með bros á vör. „Mér finnst ég búin að vinna vel að því að koma á samstarfsfleti milli félagasam- taka og stjórnsýslu landsins,“ bæt- ir hún við. Jóna Valgerður er svo nú varaformaður í Öldrunaráði Ís- lands en það eru regnhlífarsam- tök allra þeirra stofnana og sam- taka sem sinna málefnum aldraðra í landinu. Framundan segir hún mikið áherslumál verða að efla heima- þjónustu og sjálfstæði eldri borg- ara. „Fólk fer ekki á hjúkrun- arheimili fyrr en það þarf þess, það vill vera heima eins lengi og mögulegt er. Þá er ótalið að hjúkr- unar- og dvalarheimili eru dýrasta úrræðið fyrir þjóðfélagið.“ Enn fremur kveðst Jóna Valgerður ætla að halda áfram að vekja athygli á nýjum málefnum, sem ekki hafa verið mikið rædd áður, eins og gert var á hennar tíma í stjórn LEB. „Í fyrra hélt Öldrunarráð ásamt LEB og fleirum ráðstefnu um líknar- dauða og nýlega er búið að halda málþing um ofbeldi gegn öldruð- um,“ segir hún. Þá hefur Öldrun- arráð einnig staðið haldið Fram- tíðarþing um farsæla öldrun til að fá jákvæða umfjöllun um aldraða og leiðbeiningar til stjórnvalda Hefur orð ömmu sinnar að leiðarljósi Aðspurð segist Jóna Valgerður aldrei hafa verið feimin við að tjá skoðanir sínar. „Ég hef yfirleitt alltaf þorað að segja það sem ég meina og hef yfirleitt lag á því að gera það án þess að fólk móðgist eða taki því illa,“ segir hún. Þenn- an hæfileika telur hún sig hafa fengið frá langömmu sinni, Ketil- ríði Jóhannesdóttur. „Hún kenndi börnum sínum siðfræði og hjá henni voru þessar reglur; maður á að segja satt og standa við töluð orð og ætla aldrei öðrum mönnum illt að óreyndu. Þetta tók móðir mín upp og ég hef haft þessar regl- ur að leiðarljósi í samskiptum mín- um við fólk í gegnum tíðina,“ seg- ir hún. Telur hún að fólk hafi allt- af getað treyst sér og nefnir regl- ur ömmu sinnar sem stóran hluta ástæðunnar. Aðspurð segir hún reglur ömmu sinnar hafa verið gott veganesti í félagsmálastarfi undangenginna áratuga en telur þær ekki síður mikilvægar þegar kemur að upp- eldi barna. Þar skipti miklu máli að vera heiðarlegur. „Það má ekki lofa börnum einhverju sem maður getur ekki staðið við. Þau verða al- veg eyðilögð þegar þau eru svikin, þau verða að geta treyst foreldrum sínum,“ segir hún og kveðst hafa reynt að huga vel að því við upp- eldi sinna barna. Hún og Guð- mundur eignuðust saman fimm börn; Gylfa Reyni, Halldór Sig- urð, Kristján Jóhann, Ingibjörgu Maríu og Jóhannes Bjarna. Með tíð og tíma hafa bæst við þrjátíu barnabörn og barnabarnabörn. Jóna Valgerður kveðst hafa ver- ið svo gæfusöm að mjög stór hluti afkomendahópsins hafi getað verið viðstaddur þegar hún fagnaði átt- ræðisafmæli sínu nú í haust. Hún hafi verið treg til að fagna tíma- mótunum í fyrstu en börn henn- ar tóku þá málin í sínar hendur og skipulögðu veislu. „Það var ofsa- lega gaman í afmælinu og sértak- lega gaman hve margir gátu kom- ið,“ segir hún. „Ég hafði látið boð um það ganga að ég vildi eng- ar gjafir,“ segir hún „og hef sagt við unga fólkið að þegar ættingj- ar eru komnir á þennan aldur, ekki gefa þeim veraldlegar gjafir. Gefið þeim tíma.“ kgk Framhald af síðustu opnu Árið 2011 var Jóna Valgerður sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til félagsmála á landsbyggðinni. Nýkjörin stjórn Landsambands eldri borgara árið 2011 þar sem Jóna Valgerður gegndi formennsku, fyrst kvenna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.