Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 77

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 77
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 77 Skagakonan Jóhanna Heiður Gests- dóttir er mikið jólabarn. Hún hefur gaman af því að gera fallegt í kring- um sig og er mikil föndurkona. Í föndrinu endurnýtir Jóhanna mikið og segja má að hún sé umhverfisvæn með meiru, þegar kemur að efninu sem hún nýtir í föndrið. „Það er rosa- lega praktískt að nota það sem til er í föndrið. Það getur líka fylgt því mikill kostnaður að vera föndrari þannig að ég fór að skoða hvað væri til heima. Ég er svo nýtin,“ segir Jóhanna í sam- tali við Skessuhorn. Jóhanna segist hafa byrjað að föndra í veikindafríi fyrir nokkrum árum. „Ég var algerlega útslegin lík- amlega, að drepast úr leiðindum og vantaði eitthvað að gera. Ég las mik- ið á þessum tíma og það var einmitt þá sem ég áttaði mig á að bækur væru vel nýtanlegar í föndurverkefni. Má eiginlega segja að ég hafi lesið bókina og svo föndrað úr henni. Þetta hentar mér einnig vel þar sem ég er hreyfan- leg þegar ég er að föndra og þarf ekki eingöngu að sitja við þetta,“ segir hún. Það fyrsta sem Jóhanna föndr- aði var stór og myndarlegur krans úr blaðsíðum. „Ég byrjaði á kransinum, sem var frekar tímafrekur. Svo fór ég að gera jólakort í framhaldinu,“ segir Jóhanna sem segist hvað mest föndra fyrir jólin. „Löngunin kemur mest fyrir jólin, þá langar mig alltaf að gera eitthvað sniðugt.“ Hún nýtir pappír og gamlar bækur mest í föndr- ið. „En ég hef líka verið að vinna með striga en það er enn á tilraunastigi hjá mér,“ segir hún og brosir. „ Aumingja fjölskyldan mín fær alltaf eitthvað í jólagjöf sem ég hef gert sjálf, því ég gef mest af þessu,“ segir hún og hlær. Áhuginn er ekki nýr af nálinni, þó að Jóhanna hafi ekki sinnt áhuga- málinu lengi vel. „Það var eiginlega tímaleysi um að kenna að ég byrjaði ekki á neinu svona fyrr. Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á falleg- um heimilum og tek vel eftir í kring- um mig.“ Letrið skemmtilegt Gamla muni segist Jóhanna finna í geymslum, skúrum eða á nytjamörk- uðum svo sem Búkollu á Akranesi. „Búkolla er æði, þar má finna ýms- ar gersemar fyrir lítið sem er snið- ugt að gera upp. Svo er bara að mála, stússast og fínisera.“ Gömlu bækurn- ar finnur Jóhanna til dæmis á nytja- mörkuðum. „Þegar ég skoða bæk- ur nú orðið, þá er ég ekkert að skoða innihaldið, heldur leturgerðina og svo er ég mjög heilluð af gulnuð- um blaðsíðum,“ segir hún. Úr göml- um blaðsíðum hefur hún meðal ann- ars gert kransinn stóra, jólatré, snjó- korn og margt fleira. „Pappírinn leik- ur í höndunum á mér, hann er ekki eins viðkvæmur og fólk heldur,“ seg- ir hún. Jóhanna segist vera sjálflærð í föndrinu. „Pinterest er biblía föndr- aranna og ég skoða það stöku sinnum og þá sérstaklega fyrir jólin. Ég fylgi kannski grunnhugmyndum en bý til mín eigin skapalón og geri hlutina eftir mínu höfði,“ útskýrir Jóhanna að endingu. grþ Endurnýtir og gerir að sínu Föndrarinn og jólabarnið Jóhanna Heiður Gestsdóttir. Á veggnum má sjá kransinn sem var fyrsta föndurverkefnið. Jóhanna hefur hengt fallegt skraut í eldhúsljósið. Eldhúsgluggi Jóhönnu er fallegur. Þarna má sjá jólatré úr pappír og flottar Mason krukkur sem Jóhanna hefur sett seríu inn í. Greinin sem jólaskrautið hangir í er af birkitré í garðinum. Kertaarinninn í stofunni er hlýlegur og fallega jólaskreyttur. Á arinhillunni má finna ýmislegt fallegt heimagert skraut í bland við keypt. Glugginn í þvottahúsinu er jólalegur á að líta. Hér má meðal annars sjá vængi úr blaðsíðum og korktöflu sem Jóhanna hefur skreytt. GLEÐILEGA HÁTIÐ TIL SJÁVAR OG SVEITA OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.