Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 78

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 78
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201578 Jónína Guðrún Kristjánsdóttir frá Eiði í Eyrarsveit eignaðist fyrsta barn sitt átján ára gömul. Eftir það eignuðust hún og Jón Beck El- bergsson eiginmaður hennar svo átta börn á tólf árum.“ Var ekkert erfitt að vera alltaf ólétt? „Jú, að sjálfsögðu,“ segir hún og hlær inni- lega. „Ég myndi ekki vilja að stelp- urnar mínar lentu í því enda hafa þær staðið við að sleppa við það. Ég var þrítug þegar ég átti síðasta barnið en þá voru liðin fimm ár frá því ég átti það næsta á undan. Það kom einn strákur svona í restina. En frá 1955 til 1963 var ég í barn- eignum. Svo kom sá síðasti 1967,“ segir þessi hressa kona sem hefur búið rúma hálfa öld í Grundarfirði þar sem hún unir hag sínum vel í dag. Í fiskinn fimmtán ára Hana vantar aðeins tæp tvö ár í áttrætt. „Ég er fædd og uppalin á bænum Eiði í Eyrarsveit. Það er við hinn fræga Kolgrafafjörð. Þar var ég og ólst upp sem venjuleg sveita- stelpa þangað til ég fór að heiman 15 ára gömul. Bróðir minn býr á Eiði í dag og hefur gert lengi. Ég flutti bara hingað úteftir í Grund- arfjörð og fór að vinna í fiskinum. Það var ekkert um annað að ræða. Ég er fædd 1937 þannig að þetta hefur verið 1952. Ég man alltaf svo glöggt þegar vélskipið Edda fórst í fárviðri hér á Grundarfirðinum. Þá var ég komin hingað í þorpið,“ rifj- ar Jónína upp. Það var í nóvember 1953 að Eddu hvolfdi í fárviðri á firðinum og níu menn fórust af 17 sem voru um borð. Það var vinnan sem dró Jónínu til Grundarfjarðar. Á þessum árum þurfti ungt fólk á vinnumarkaði oft að strita langa daga. Það var ekki mulið undir fólk. „Þarna fyrst var ég að vinna í frystihúsinu. Svo var ég í vist hjá konu hér í bænum og vann fyrir hana að loknum starfs- degi í fiskinum. Þar var ég að passa krakka og svona.“ Komst ekki í húsmæðraskólann En heimasætunni ungu frá Eiði lá eins og hún orðar það; „þessi lif- andis ósköp á að fara að lifa líf- inu.“ Hugurinn stefndi til skóla- vistar við húsmæðraskólann á Stað- arfelli á Fellsströnd. Þangað fóru margar ungar vestlenskar stúlkur á þeim árum til að undirbúa sig fyrir lífið. „Svo ég segi nú söguna hreint út þá var það nú þannig að ég var búin að vinna mér inn og spara til að fara í húsmæðraskólann. En ég gat það ekki, varð að hætta við því ég varð ófrísk. Þá ætlaði ég bara að fara árið eftir en það sama skeði þá. Það kom annað barn,“ hlær Jón- ína. „Þá hætti ég að hugsa um hús- mæðraskólann. En ég sé alltaf eft- ir því alveg fram á þennan dag að hafa ekki farið í skólann. Í dag á ég engar skólasystur. Vinkonur mínar fara í dag að hitta skólasystur sín- ar úr húsmæðraskólanum en ég fer aldrei. Ég sit bara eftir.“ Það sem gerst hafði var að Jónína hafði kynnst hressum og hraust- um sjómanni sem starfaði á bátun- um frá Grundarfirði. Hann hét Jón Beck Elbergsson. Þau Jónína og Jón gengu í hjónaband og stofnuðu heimili. „Það var nóg að gera svo- sem,“ rifjar Jónína upp enda nutu þau Jón mikils barnaláns eins og fyrr var greint. Jón starfaði áfram sem sjómaður en fór svo að vinna í landi. „Síðan hóf hann störf sem fangavörður á Kvíabryggju. Þar var hann í ein 23 ár. Hann lést síðan 29. nóvember 2009 og ég hef búið hér ein síðan,“ segir Jónína en við hittum hana í vistlegri þjónustu- íbúð fyrir aldraðra í Grundarfirði sem þau hjón fengu nokkrum árum fyrir andlát Jóns. Mikill ættbogi Jónína rifjar upp lífshlaupið af því lítillæti og hógværð sem oft ein- kennir hvunndagshetjur sem hafa skilað drjúgum dagsverkum á ævi- skeiði sínu landi og þjóð til heilla. Þau Jón komu barnahópnum sín- um upp. „Svo tíndust krakkarnir í burtu eitt af öðru. Þau urðu að fara að heiman 16 ára til að fara í skóla. Það var ekki um annað að ræða fyrir krakka hér í Grundarfirði þá. Yfirleitt fóru þau í Héraðsskólann í Reykholti. Elsta dóttir mín fór þó að Reykjum í Hrútafirði og varð kennari þar seinna meir því hún fór í Íþróttaskólann. Tveir strákar fóru að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Auðvitað vildi maður að þau héldu áfram að læra. Að þau menntuðu sig,“ segir hún. „Svo tíndust þau hingað og þangað. Elsta dóttir okkar Ásrún býr í Danmörku með dóttur sinni sem er gift kona þar. Síðan er það Laufey sem býr á Akranesi. Krist- berg minn er þriðji elstur og fyrsti strákurinn. Hann býr í Borgar- firðinum. Vilborg býr í Reykjavík, Ágúst býr hér í Grundarfirði og er trillukarl með fleiru. Svala býr í Stykkishólmi. Svo kemur Rak- el sem er nyrst í Bátsfirði í Finn- mörku í Norður Noregi þar sem hún starfar við að selja fisk. Hún á dóttur sem býr í London. Heim- ir býr svo hér í Grundarfirði, er kvæntur konu frá Nýja Sjálandi og þau eiga tvö börn. Hann er véla- maður hjá G Run en hún vinnur á Hótel Framnesi. Úr öllu þessu á ég svo 17 barnabörn og 17 lang- ömmubörn svo þetta er orðinn svolítið stór hópur.“ Fiskvinnsla og verslunarstörf Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort það sé þá ekki orðið heilmik- ið fyrirtæki að gefa öllum þessum fjölda gjafir fyrir hver jól? „Ja, nú er ég farin að draga úr jólagjöfum,“ svarar Jónína og hlær dátt við. „Þetta er ekki hægt þegar þau eru orðin svona mörg. En maður gef- ur litlu börnunum. Ég prjóna á þau sokka og svona. Svo hef ég verið að dunda við að sauma bútasaum. Það er voða gaman.“ En hvernig var að vera með svona stórt heimili? Var Jón- ína alltaf heimavinnandi húsmóð- ir? „Nei, nei. Þegar átti að fara að ferma börnin þá vantaði aura til að kaupa á þau föt og þá fór ég út að vinna. Ég fór að vinna í rækjunni hjá Soffaníasi Cecilssyni. Svo fór ég í Hraðfrystihús Grundarfjarðar. Síðan vann ég 21 ár við afgreiðslu í sjoppunni hér í Grundarfirði. Þetta var alltaf svona með heimilinu.“ Jónína er mjög virk í félagsstarfi eldri borgara í Grundarfirði. Hún ferðast einnig töluvert bæði innan- lands og utan og segist njóta lífsins. „Já, já. Maður getur ekki kvartað. Ég er nýkomin frá Kanarí og er að fara til Þýskalands nú í desember með kvenfélaginu í aðventuferð.“ Hefur í nægu að snúast Jónína segist hafa nóg að gera. „Ég er mikið með eldri borgara félaginu hér í Grundarfirði. Við erum að leika okkur í boccia og erum í leik- fimi. Eftir að maðurinn minn dó fór ég að ferðast aftur. Við hjón- in ferðuðumst mikið áður fyrr, en svo komu fjögur ár þar sem hann var svo veikur og þá fórum við ekk- ert. En svo tók ég þráðinn upp aft- ur. Ég ferðast bæði innanlands og erlendis. Þýskalandsferðin mín nú í desember er sú þriðja erlendis á árinu. Fyrsta ferðin var til Beni- dorm. Mér finnst mjög gott að fara til Spánar og læt það eftir mér að skreppa þangað. Ég hef svo gaman af því að leika mér í minigolfi. Það er svo góð aðstaða til þess á Kanarí. Alger sæla.“ Þessi hressa kona segist halda að það sé gott að vera eldri borgari í Grundarfirði. „Okkur vantar helst núna að hafa húsnæði fyrir starf- semi okkar. Það er ekki fyrir hendi. Við erum á hrakhólum með það. Í dag fáum við að vera með handa- vinnu í Sögumiðstöðinni. Leikfim- in var í gamla félagsheimilinu og svo höfum við fengið að fara upp í íþróttahús með bocchiað. En við höfum engan samastað en ég sé ekki fram á að það verði bætt úr þessu. Við vorum að horfa til iðn- aðarhúsnæðis þar sem var áður tré- smiðja en er nú í eigu banka. En þeir vilja ekkert fyrir okkur gera, ekki slá af verði eða neitt. Þeir vilja frekar láta þetta grotna niður svo það verður ekkert. En nei, ég þarf ekki að vera að kvarta neitt.“ mþh Jónína Guðrún Kristjánsdóttir í Grundarfirði: Lífsglöð ættmóðir með kappnóg fyrir stafni Jónína Guðrún Kristjánsdóttir við heimili sitt í Grundarfirði nú í desember. Hún ætlar að vera hjá Heimi syni sínum í Grundarfirði á aðfangadagskvöld en um áramót í Stykkishólmi hjá Svölu dóttur sinni og Agnari tengdasyni. Jónína við verslunarstörf í sjoppunni í Grundarfirði á árum áður ásamt Þórdísi Gunnarsdóttur sem rak verslunina ásamt Ragnari Kristjánssyni manni sínum. Eitt af mörgum bútasaumsteppum sem Jónína hefur búið til og gefið börnum og barnabörnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.