Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 79

Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 79
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 79 Óskum starfsmönnum og Vestlendingum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI SK ES SU H O R N 2 01 5 Sönghópurinn Snædísir hélt tón- leika í Grundarfjarðarkirkju mið- vikudagskvöldið 9. desember. Þar voru flutt vel valin jólalög en einn- ig kom sönghópurinn Smádísir fram og söng nokkur lög. Smádís- ir eru skipaðar ungum stúlkum úr Grunnskóla Grundarfjarðar. Einn- ig sungu nokkrar ungar söngkonur einsöng. Það var Hólmfríður Frið- jónsdóttir söngkennari sem stjórn- aði báðum sönghópum og Heimir Klemenzson sá um undirleik. Góð mæting var á tónleikana og var þetta afar hátíðleg stund og héldu gestirnir vafalítið í miklu jólaskapi heimleiðis. tfk Snædísir og Smá- dísir á tónleikum PIstill Umræðan og „fílingur“ vikunnar sem leið er skringilegur þegar mað- ur hugsar til baka, lægðin Diddú mætti á svæðið og gerði skringi- lega lítinn usla miðað við umfang og styrk, allavega hér á Vesturland- inu og Kári Stefánsson ákvað að segja stjórnarliðum til syndanna. Bæði eru þetta nöfn yfir veðurfyr- irbæri og því við hæfi að fjalla að- eins um það. Ég var varkár á mánudaginn, sótti drengina snemma úr leikskól- anum og keypti mat og nammi fyr- ir kvöldið/nóttina. Þegar ég var á leiðinni að ná í drengina klukkan tvö leið mér eins og ég væri stadd- ur í byrjun á hamfaramyndar eft- ir Roland Emmerich, ímyndaði mér að hús væru farin að fjúka af grunnunum þegar ég keyrði Borg- arbrautina heim. Sex tímum síðar, ég merkti við tímann í dagbókinni minni ef ske kynni að hún skyldi finnast í húsarústunum eftir storm- inn, byrjaði að blása hressilega og ég skyldi þá allt í einu ekki af hverju bæjarstjórinn væri ekki bú- inn að koma fyrir einhvers konar lúðri til að tilkynna að nú ættu all- ir að flýja inn, svona eins og þegar sprengjuregn er á leiðinni. Reyndar var einhver línubátur frá Grindavík að dóla sér fyrir utan suðurströnd- ina á meðan þessum ósköpum stóð, þeim er ekki fisjað saman Grind- víkingunum. Sem betur fer þurfti ég ekki að brúka þurrmatinn og batteríin fengu að liggja í umbúð- unum því rafmagnið fór ekki af, ég kveikti reyndar á kertum svona ef ske kynni að rafmagnið myndi yf- irgefa mig að eilífu, svona „just in case“. Sem betur fer varð lítið úr storminum hér á Vesturlandi fyr- ir utan þetta hefðbundna stormast- úss, þakplötur og slíkt nema Suður- landið lenti illa í því, hvernig get- ur þak bara fokið af? En almanna- varnakerfið sannaði sig glæsilega og manni líður betur með svona einvalalið sem tilbúið er í allt. Eftir Diddú fauk svo í Kára Stef- ánsson og Sigmund Davíð að þeim lenti saman í æðislegri umræðu sem byggist á aðsendum bréfum. Það er ekki nógu mikið um svoleið- is ritdeilur með tilkomu virkra í at- hugasemdum. Menn vanda orðin sín og dulbúa móðganir sínar með fallega orðuðu skítkasti. Þar sagði Kári ríkisstjórnina vera einnota og færi lóðbeint í ræsið ef þeir söfnuðu ekki hugrekki fljótlega til að vinna vinnuna sína almennilega. Hæst- virtur forsætisráðherra brást hinn versti við eins og venjan er hjá hon- um, tók slaginn úti á götu og tók að rifja upp gamansögur af forstjóran- um þar sem hann hljóp á milli fólks í partíi og sagði að hann hefði gert miklu flottari hluti en það. Toppari Íslands var heitið á greininni. Veit ekki en það sem Sigmundur skrif- aði minnti mig á lagið Sumarliði er fullur með Bjartmari því í raun- inni var Sigmundur að lýsa sjálf- um sér í greininni og gerði það ít- arlega, skrítið að hann skyldi ekki fatta það. Önnur staðreyndin sem forsætisráðherra flaggaði var að framlög ríkisins til heilbrigðismála hefðu aldrei verið meiri og farið væri frjálslega og óábyrgt með töl- ur af hálfu forstjóra ÍE. Einhver er að ljúga og það er ekki Kári, nánari skoðun færir í ljós að raunhækkun á framlögun ríkisins til heilbrigðis- kerfisins er heil 0,2%. Núll komma tvö prósent.... Karl Garðarson tal- aði um pólitískan skrípaleik hjá Kára og Vigdís Hauks sakaði Pál forstjóra Landspítalans um andlegt ofbeldi út af því hann vantaði pen- ing. Það er ekki eins og við séum að tala um einhvern bólugrafinn ung- ling sem langar í nýjan síma. Ég er ekki viss um hver sé toppari Íslands miðað við allt sem hefur gengið á undan. Þarna höfum við þrjá grín- ista við stjórnvölinn og eflaust bíð- ur einhver burstaklipptur Sauð- krækingur í skugganum eftir að það komi aftur að sér. Annars segi ég bara gleðileg jól og farsælt komandi ár. Axel Freyr, Borgarfirði Sumarliði fullur aftur?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.