Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 79
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 79
Óskum starfsmönnum
og Vestlendingum
GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Sönghópurinn Snædísir hélt tón-
leika í Grundarfjarðarkirkju mið-
vikudagskvöldið 9. desember. Þar
voru flutt vel valin jólalög en einn-
ig kom sönghópurinn Smádísir
fram og söng nokkur lög. Smádís-
ir eru skipaðar ungum stúlkum úr
Grunnskóla Grundarfjarðar. Einn-
ig sungu nokkrar ungar söngkonur
einsöng. Það var Hólmfríður Frið-
jónsdóttir söngkennari sem stjórn-
aði báðum sönghópum og Heimir
Klemenzson sá um undirleik. Góð
mæting var á tónleikana og var
þetta afar hátíðleg stund og héldu
gestirnir vafalítið í miklu jólaskapi
heimleiðis.
tfk
Snædísir og Smá-
dísir á tónleikum
PIstill
Umræðan og „fílingur“ vikunnar
sem leið er skringilegur þegar mað-
ur hugsar til baka, lægðin Diddú
mætti á svæðið og gerði skringi-
lega lítinn usla miðað við umfang
og styrk, allavega hér á Vesturland-
inu og Kári Stefánsson ákvað að
segja stjórnarliðum til syndanna.
Bæði eru þetta nöfn yfir veðurfyr-
irbæri og því við hæfi að fjalla að-
eins um það.
Ég var varkár á mánudaginn,
sótti drengina snemma úr leikskól-
anum og keypti mat og nammi fyr-
ir kvöldið/nóttina. Þegar ég var á
leiðinni að ná í drengina klukkan
tvö leið mér eins og ég væri stadd-
ur í byrjun á hamfaramyndar eft-
ir Roland Emmerich, ímyndaði
mér að hús væru farin að fjúka af
grunnunum þegar ég keyrði Borg-
arbrautina heim. Sex tímum síðar,
ég merkti við tímann í dagbókinni
minni ef ske kynni að hún skyldi
finnast í húsarústunum eftir storm-
inn, byrjaði að blása hressilega
og ég skyldi þá allt í einu ekki af
hverju bæjarstjórinn væri ekki bú-
inn að koma fyrir einhvers konar
lúðri til að tilkynna að nú ættu all-
ir að flýja inn, svona eins og þegar
sprengjuregn er á leiðinni. Reyndar
var einhver línubátur frá Grindavík
að dóla sér fyrir utan suðurströnd-
ina á meðan þessum ósköpum stóð,
þeim er ekki fisjað saman Grind-
víkingunum. Sem betur fer þurfti
ég ekki að brúka þurrmatinn og
batteríin fengu að liggja í umbúð-
unum því rafmagnið fór ekki af, ég
kveikti reyndar á kertum svona ef
ske kynni að rafmagnið myndi yf-
irgefa mig að eilífu, svona „just in
case“. Sem betur fer varð lítið úr
storminum hér á Vesturlandi fyr-
ir utan þetta hefðbundna stormast-
úss, þakplötur og slíkt nema Suður-
landið lenti illa í því, hvernig get-
ur þak bara fokið af? En almanna-
varnakerfið sannaði sig glæsilega
og manni líður betur með svona
einvalalið sem tilbúið er í allt.
Eftir Diddú fauk svo í Kára Stef-
ánsson og Sigmund Davíð að þeim
lenti saman í æðislegri umræðu
sem byggist á aðsendum bréfum.
Það er ekki nógu mikið um svoleið-
is ritdeilur með tilkomu virkra í at-
hugasemdum. Menn vanda orðin
sín og dulbúa móðganir sínar með
fallega orðuðu skítkasti. Þar sagði
Kári ríkisstjórnina vera einnota og
færi lóðbeint í ræsið ef þeir söfnuðu
ekki hugrekki fljótlega til að vinna
vinnuna sína almennilega. Hæst-
virtur forsætisráðherra brást hinn
versti við eins og venjan er hjá hon-
um, tók slaginn úti á götu og tók að
rifja upp gamansögur af forstjóran-
um þar sem hann hljóp á milli fólks
í partíi og sagði að hann hefði gert
miklu flottari hluti en það. Toppari
Íslands var heitið á greininni. Veit
ekki en það sem Sigmundur skrif-
aði minnti mig á lagið Sumarliði
er fullur með Bjartmari því í raun-
inni var Sigmundur að lýsa sjálf-
um sér í greininni og gerði það ít-
arlega, skrítið að hann skyldi ekki
fatta það. Önnur staðreyndin sem
forsætisráðherra flaggaði var að
framlög ríkisins til heilbrigðismála
hefðu aldrei verið meiri og farið
væri frjálslega og óábyrgt með töl-
ur af hálfu forstjóra ÍE. Einhver er
að ljúga og það er ekki Kári, nánari
skoðun færir í ljós að raunhækkun
á framlögun ríkisins til heilbrigðis-
kerfisins er heil 0,2%. Núll komma
tvö prósent.... Karl Garðarson tal-
aði um pólitískan skrípaleik hjá
Kára og Vigdís Hauks sakaði Pál
forstjóra Landspítalans um andlegt
ofbeldi út af því hann vantaði pen-
ing. Það er ekki eins og við séum að
tala um einhvern bólugrafinn ung-
ling sem langar í nýjan síma. Ég er
ekki viss um hver sé toppari Íslands
miðað við allt sem hefur gengið á
undan. Þarna höfum við þrjá grín-
ista við stjórnvölinn og eflaust bíð-
ur einhver burstaklipptur Sauð-
krækingur í skugganum eftir að það
komi aftur að sér.
Annars segi ég bara gleðileg jól og
farsælt komandi ár.
Axel Freyr, Borgarfirði
Sumarliði fullur aftur?