Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 80

Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 80
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201580 Í Litla-Laxholti í Borgarfirði býr Þorbjörg Valdís Kristjánsdótt- ir ásamt eiginmanni sínum Hlöð- veri Hlöðverssyni, sjö ára dóttur þeirra Guðlaugu Esther, hundinum Blíðu og kettinum Snæ. Sveitastelp- an Þorbjörg ólst upp í Laxholti en hefur komið víða við á undanförn- um árum. Hún er líffræðingur að mennt, hefur meðal annars starfað á sviði alþjóðasamskipta, verið um- sjónaraðili kvikmyndastjörnunn- ar Keikós og nú er hún kennari í Varmalandsdeild Grunnskóla Borg- arfjarðar. Blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn í Litla-Laxholt og fékk að heyra hvað á daga Þorbjarg- ar hefur drifið. Ætlaði að verða eins og Imba Þorbjörg, eða Tobba eins og hún er jafnan kölluð, ákvað snemma að læra líffræði. Sem barn var hún sjálf nemandi í skólanum sem hún kennir nú við og þar eignaðist hún góða fyrirmynd. „Ingibjörg Daní- els á Fróðastöðum kenndi mér náttúrufræði á Varmalandi og hún var sá kennari sem náði best til mín. Ég ákvað snemma að ég ætlaði að verða eins og Imba,“ segir Tobba og brosir. Leiðin lá því á náttúrufræði- braut í Menntaskólanum að Laug- arvatni og þaðan fór Tobba í líf- fræði við Háskóla Íslands. „Ég tók mér reyndar smá pásu áður en ég fór í háskólann og fór í Hússtjórn- arskólann á Hallormsstað í hálft ár. Það var ævintýraþráin sem rak mig í það. Ég ákvað að fara frekar hin- um megin á landið í húsmæðra- skóla í stað þess að gerast Au-pa- ir,“ segir Tobba hlæjandi. Eftir að líffræðináminu lauk í háskólanum fékk Tobba vinnu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. „Það var rosalega gott fyrir sveitastelp- una í mér. Ég saknaði dýranna mik- ið á meðan ég var í háskólanum en þarna fékk ég alveg útrás fyrir það,“ segir hún. Í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum starfaði Tobba í fræðslu- deild. Þar tók hún á móti öllum skólastigum sem heimsóttu garð- inn og sá um fræðslu fyrir almenn- ing. „Þetta var rosalega skemmti- legur tími. Það voru þarna ákveð- in námskeið fyrir börn á öllum aldri og alls konar hópa ásamt því að ég vann nátengt með dýradeildinni,“ útskýrir hún. Elliheimili við Stykkishólm Þegar Tobba hafði starfað í húsdýra- garðinum í sex ár tók starfsferill- inn óvænta stefnu. Henni var boð- ið spennandi starf sem hún gat ekki neitað. Hún segir að það hafi þó átt aðdraganda sem hófst með því að hvalurinn Keikó var fluttur til Ís- lands 1998. Keikó, eða Free Willy eins og hann var kallaður í kvik- myndinni, var alls ekki frjáls. „Eft- ir að tökum lauk á Free Willy var Keikó að veslast upp í Mexíkó, í laug sem var of lítil, of grunn og of heit. Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros setur þá af stað Free Willy/Keiko verkefnið og milljarðamæringur í Bandaríkjunum stekkur um borð og fjármagnar það. Til að byrja með var þetta mjög stórt batterí; sumar- ið áður en ég byrjaði voru 32 starfs- menn, þyrla, togari og allt mögulegt. Pælingin var upphaflega að flytja hann aftur til Íslands þar sem hann var upphaflega fangaður, reyna að finna fjölskyldu hans og kynna hann á ný fyrir villtum háhyrningum. En fjórum árum seinna var hann ekki enn farinn að synda með mömmu sinni inn í sólarlagið,“ segir Tobba. Ákveðið var því að breyta um stefnu og finna varanlegan dvalarstað fyr- ir háhyrninginn enda þótti ljóst að hann myndi ekki tengjast villtum háhyrningum við Vestmannaeyjar. Stykkishólmur kom helst til greina og þar átti að útbúa honum nokk- urs konar elliheimili og þar þurfti að sjá um hann, gefa honum að éta og veita honum félagsskap. Hélt að þetta væri falin myndavél „Það þótti orðið of dýrt að hafa Bandaríkjamenn í þessu starfi. Ró- bert og Menja á Náttúrustofu Vest- urlands þekktu mig frá því í líffræð- inni og bentu á mig. Þeim hefur þótt ég nógu klikkuð til að vilja flytja hvert á land sem er til að starfa með Keikó,“ segir hún og hlær. Það var í lok janúar 2002 sem Tobba fékk símtal frá Róberti á náttúrustofu þar sem hann spurði hana hvernig henni litist á að vinna með Keikó. Stuttu síðar fékk Tobba símtal frá Halli Hallssyni talsmanni Keikó. „Sem betur fer var Róbert búinn að hringja á undan, annars hefði ég haldið að þetta væri falin myndavél,“ segir hún hlæjandi. „En ég fór svo og hitti Ameríkanana ásamt Halli á Hótel Borg og þeir réðu mig á staðnum. Daginn eftir fór ég til Eyja að skoða og 1. febrúar hóf ég störf,“ heldur hún áfram. En það rættist aldrei úr því að hvalurinn yrði send- ur í Stykkishólm. Háhyrningar eru einungis í kringum Vestmannaeyj- ar yfir sumartímann og því var stutt- ur tími á hverju ári sem hægt var að vinna með Keikó fyrir utan kvínna. Ákveðið var að reyna einu sinni enn að koma Keikó út á meðal háhyrn- inganna með því að láta hann elta bát á þeirra slóðir. „Keikó átti samt aldrei beint raunhæfan möguleika þannig séð á að verða einn af hópn- um, því hann átti enga fjölskyldu en á meðal háhyrninga eru mjög sterk fjölskyldubönd. En þetta sumar breyttist allt og allt gekk mjög vel. Keikó sýndi villtu háhyrningunum mikinn áhuga, mun meiri en áður. Það var því breytt um plan, það var fengin skúta sem var á sveimi í kringum háhyrningana þannig að hægt var að fylgjast vel með Keikó án þess að hann tæki eftir því. Keikó dvaldi í grennd við háhyrningavöður meira og minna þetta sumar og allt leit vel út. Um verslunarmannahelg- ina gerði svo vitlaust veður. „Skút- an varð þá að koma í land og ákveð- ið var að skilja Keikó eftir með há- hyrningunum. Hann var bæði með gervihnatta- og útvarpssendi á bak- ugganum og við fylgdumst vel með merkjunum. Svo á mánudeginum datt allt í dúnalogn og ekkert heyrð- ist í Keikó,“ útskýrir Tobba. Týndi hjörðinni Háhyrningarnir sem eru við Ís- landsstrendur elta síldina til Noregs í lok sumars. „Og Keikó elti þá. Það kom merki frá gervihattasendinum einu sinni á sólarhring og við sáum að hann synti niður undir Færeyjar og svo til Noregs. Það var augljóst að hann var að elta háhyrninga en ekki að synda bara eitthvað stefnu- laust, einn og sér. Í byrjun septem- ber kemur hann svo upp að Noregi. Þá sér hann báta og fólk og hættir að elta háhyrningana,“ segir Tobba. Þegar ljóst var að Keikó var kominn nálægt landi fóru starfsmennirn- ir aftur af stað. Fyrst um sinn fóru tveir erlendir starfsmenn til Nor- egs. Keikó kom að landi í Skálavík- urfirði á vesturströnd Noregs. „Þeg- ar hann kom þangað var hann bú- inn að missa af villtu háhyrningun- um og peningarnir til verkefnisins farnir að verða af skornum skammti. Vonin var að hægt væri að koma honum aftur út á meðal háhyrninga sem voru á leið upp með Noregi í Tysfjord og starfsmennirnir ætluðu upphaflega ekki að eiga samskipti við hann. Ég fór svo á eftir þeim og átti bara að vera í Noregi í viku og hjálpa þeim að koma honum út aft- ur. En svo kom í ljós að hann var bú- inn að týna hjörðinni og engir aðrir háhyrningar sjáanlegir.“ Mamma Keikó Tobba segir að mikill sirkus hafi myndast í kringum komu Keikós til Noregs. „Fólk kom keyrandi langt að og það þurfti á endanum að setja nálgunarbann á Keikó því fólk var að leyfa börnunum sínum að synda með honum,“ segir Tobba sem sjálf synti aldrei með hvalnum, enda hættulegt fyrir óvana að synda með stórum hval. „Ég var ekki þjálfuð til þess og kunni því ekki að bregðast við. Það er kúnst að vita hvernig á að hreyfa sig og hvað á að gera, því þetta er stórt dýr sem get- ur auðveldlega rekist í þig eða þú sogast undir hann ef hann veltir sér eða hreyfir sig.“ Tobba segir mik- inn mannfjölda hafa safnast sam- an í litla bænum, þar á meðal fjöl- miðlamenn víðsvegar að. „Ég man að þegar ég kom til Kristiansund þá trítlaði ég niður á meginbryggjuna þar og hitti mann sem fór með mig sjóleiðina til Skálavíkurfjarðar. Þeg- ar við nálgumst bryggjuna var mik- ill mannfjöldi þar saman kominn og Var umsjónarmaður og þjálfari Keikós í tvö ár Rætt við líffræðinginn, sveitastelpuna og kennarann Þorbjörgu Valdísi Kristjánsdóttur í Borgarfirði Fjölskyldan í Litla-Laxholti: Tobba, Hlöðver og dóttir þeirra Guðlaug Esther. Hreyfistund með Keikó. Minningarhaugurinn um Keikó er steinahrúga sem stendur í víkinni sem var hans síðasti dvalarstaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.