Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 82

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 82
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201582 Oft er rætt um fólksflótta frá lands- byggðinni til höfuðborgarinnar. Það finnast þó dæmi um fólk sem syndir á móti straumnum hvað þetta snertir og fer úr borginni út á land. Á árinu sem nú er að líða tók Unnur Steinsson þá ákvörðun að flytja alfarið búferlum frá Reykja- vík til Stykkishólms. Það gerði hún ásamt manni sínum Ásgeiri Jóni Ásgeirssyni, Helgu Sóleyju dótt- ur þeirra hjóna og heimilishundin- um Loka. Stykkishólmur var þeim þó ekki alveg framandi þó að ekk- ert þeirra hafi átt mikil tengsl við bæinn áður. „Við Ásgeir komum hingað eitt sinn eina helgi sumar- ið 2001 í krinum þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Ég hafði aldrei komið í Stykkishólm sem neinu nam þó ég hefði farið víða um landið. Ég hafði aldrei dvalið hér né gist og hvorugt okkar hafði nein tengsl við bæinn. En þessa helgi urðum við ástfang- inn af bænum. Það var allt þetta gamla sem hér er, húsin með gamla miðbæjarkjarnanum og umhverfis- andinn sem fylgir,“ rifjar hún upp. Uppgötvuðu Stykkishólm Þegar þetta viðtal er tekið sitj- um við einmitt í vistlegu gömlu húsi sem þau hjón keyptu og hafa gert upp af mikilli elju og smekk- vísi. Þetta hús tengist mjög sögunni á bak við það af hverju þau fluttu í Hólminn. „Þegar við Ásgeir kom- um hingað fyrst þá tókum við dá- lítið af myndum og þótti þetta allt mjög spennandi. Þetta var í byrj- un okkar sambands og við fengum þarna einhvers konar tengingu við bæinn. Seinna um veturinn fórum við að byrja að búa saman. Þá fór- um við að velta fyrir okkur hvar við gætum haft okkar griðastað annars staðar en í Reykjavík,“ segir hún. Að sögn Unnar var það aldrei nein spurning að hugur þeirra leit- aði í Stykkishólm. „Við fórum að leita okkur að húsi. Hingað kom- um við svo yfir Kerlingaskarð í ka- faldsbyl og snjó því þarna var ekki einu sinni búið að opna Vatnaleið- ina. Þetta var svo langt síðan. Við brutumst í gegn og komum að kvöldi og það runnu á okkur tvær grímur þarna í byrjun. Fasteigna- sali hér hafði gert ráðstafanir til að við gætum skoðað þrjú hús sem voru til sölu. Við byrjuðum hér fyr- ir utan þetta hús. Ungt par átti það þá og það var ekkert búið að gera. En við gengum um og skoðuðum og fórum út í bíl og sögðum hvort við annað: „Þetta er húsið.“ Það var bara svoleiðis. Við skoðuðum ekk- ert meira, fundum bara þegar við komum hingað inn að þetta væri húsið okkar.“ Gerðu upp gamalt hús Án þess að þau vissu það þá, var með þessu mikilvægt skref stigið í þá átt að Stykkihólmur yrði þeirra framtíðarheimili. „Þarna hugsuð- um við sem svo að þetta yrði okk- ar frístundahús. Það var í þannig ásigkomulagi að það að þurfti að gera mjög margt fyrir það. Okk- ur þótti það þó ágætt því þá gæt- um við gert það sem okkur lang- aði og lagað húsið að okkar eigin smekk og þörfum. Við sáum fyr- ir okkur að við gætum notað okkar eigið vinnuframlag til að gera hús- ið upp. Þannig yrði þetta ódýrara heldur en að kaupa nýjan sumarbú- stað einhvers staðar. Þetta varð úr. Við hófumst svo handa og höfum verið að vinna í þessu síðan.“ Í dag er litla húsið við Skóla- stíg orðið afar fallegt bæði að utan sem innan. Unnur segir að þó mik- il vinna sé að baki þá sé enn ým- islegt eftir. Það er flókið verk og mikil vinna að gera upp gamalt hús. „Maður er aldrei búinn þeg- ar unnið er í svona gömlu húsi en við erum langt komin. Fyrst var að mála húsið og gera það fínt að innan. Svo tókum við það að utan, brutum af forskalningu, gerðum við grind, klæddum að nýju og þar fram eftir götunum. Þetta var orðið mjög aðkallandi. Við skiptum um alla glugga og fórum þar alveg eftir bókinni varðandi uppgerð á göml- um húsum.“ Leið eins og hún byggi á byggðasafni Unnur segir að húsið hafi upphaf- lega verið byggt 1886 en það brann tvisvar. Í fyrra skiptið gerðist það fyrir aldamótin 1900 og síðan aft- ur 1915, fyrir einni öld síðan. Það var samt alltaf endurbyggt aftur á sama kjallaranum sem hlaðinn er úr grjóti og hann stendur enn. „Við reyndum að gera húsið eins og það var fyrstu áratugina og þá eftir því sem við vissum best frá gömlum ljósmyndum og öðrum heimildum. Samt höfum við líka reynt að laga það að nútímanum. Mér leið á tíma eins og ég byggi á byggðasafni,“ segir Unnur og hlær dátt. „Hér var samtíningur af gömlum húsgögn- um og svona. Nú síðast í vor og sumar tókum við stofuna í gegn hjá okkur. Þá ákváðum við að hafa þetta praktískara með færri húsgögnum og nútímalegra. Við fjarlægðum millivegg og stækkuðum stofuna og þá kom allt í einu afskaplega falleg- ur hlaðinn reykháfur. Honum höf- um við leyft að halda sér og hann er núna stofuprýði.“ Svona gömlum húsum fylgir mikil saga sem sjálfsagt er að heiðra. „Við höfum rannsakað hana. Dvalar- heimili aldraðra hér í Stykkishólmi er líka rétt hér ofar í götunni. Þeg- ar við vorum að taka húsið sem mest í gegn að utan þá kom fólk- ið sem býr þar oft röltandi til okk- ar, ekki síst gömlu mennirnir. Þeir sögðu okkur sögur af húsinu enda eiga fjölmargir eldri íbúa bæjarins minningar tengdar því. Þetta hvatti okkur til að fara niður á Amts- bókasafn. Þar drógum við saman sögu hússins úr heimildum og lét- um setja á álplötu sem við hengd- um síðan upp hér fyrir utan. Þá geta allir lesið sér til um söguna. Fólki finnst þetta skemmtilegt. Í þessu litla húsi bjuggu einu sinni 15 manns á sama tíma. Þetta voru tvær íbúðir. Á neðri hæðinni voru með- al annarra hjón, Ólafur Jónsson frá Elliðaey og kona hans. Uppi var síðan fjölskylda með börn. Síðan var eitt herbergi leigt út og þar bjó gömul kona sem varð kvenna elst í Stykkishólmi, 106 ára gömul.“ Taka þátt í hesta- mennskunni Unnur segir að það sé mjög góð- ur andi í þessu húsi. „Hér hefur greinilega búið margt af góðu fólki. Húsið hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en síðast var það kallað Snæfell. Við höfum tekið það nafn upp að nýju.“ En fleira þurfti til en gamalt hús til að Unnur og fjölskylda hennar skytu föstum rótum í Stykkishólmi. Þetta var ferli sem tók mörg ár. „Segja má að mikilvæg vatnaskil hafi orðið 2005. Þá réði ég mig hingað í apríl og fram í september til að reka upplýsingamiðstöðina hér og vann sem ferðamálafulltrúi þessa mán- uði. Þarna kynntist ég fjölda fólks hér í bænum. Þetta styrkti mjög böndin. Við fundum að við áttum mikla samleið með þeim, ekki síst í gegnum hestamennskuna. Ég hef alltaf verið í hestum og var með þá fyrir sunnan. Við fluttum svo hest- ana hingað. Maðurinn minn var reyndar ekki í hestum til að byrja með en hann sá fljótt að ef hann ætlaði að halda í þessa konu þá yrði hann gjöra svo vel að fara í hesta- mennskuna,“ segir Unnur kankvís og bætir við að Ásgeir sjái ekki eftir því í dag. „Hann hefur mjög gam- an af þessu. Í dag ferðumst við mik- ið á hestunum á sumrin og þá með fólkinu hér í Stykkishólmi. Þetta er mjög skemmtilegur og góður hóp- ur. Hér í Stykkishólmi er mikill áhugi á hestum og öflugt og sam- stíga hestaeigendafélag.“ Umvending á starfsferli Svo leiddi eitt af öðru. „Það var eiginlega alger tilviljun að við sett- umst hér að eða ekki? Kannski eru engar tilviljanir í þessu lífi, maður- inn minn var reyndar kominn með vinnu sem smiður og málari hér í Hólminum og hefur starfað við það nú í tvö ár. Ég vann svo hjá Lyfju hf. sem innkaupa- og markaðs- stjóri og hafði verið þar í tíu farsæl ár. Við mæðgurnar keyrðum á milli um helgar til að hitta pabbann eða hann kom í bæinn til okkar.“ Unnur bjóst við að þetta yrði svona en skyndilega varð breyt- ing. „Frá haustinu 2014 hefur Ás- geir verið að vinna við breytingar á gamla barnaheimili og klaustri St. Franciskus-systra í Stykkishólmi, sem er í eigu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, en því er verið að breyta í hótel. Í lok maí síðastliðins var síð- an komið að máli við mig og ég spurð hvort ég hefði áhuga á starfi í Stykkishólmi við að sjá um dag- legan rekstur þessa hótels sem heit- ir Fransiskus. Ég er nú ekki mik- ið fyrir að taka svona u-beygjur. Það var þó samt eitthvað sem sagði mér að prófa þetta. Þessi starfs- vettvangur, það er ferðaþjónust- an, er svolítið nýr þar sem þróun- in er hröð nú um stundir og mik- ill vöxtur. Ég hafði ekki starfað á þessum vettvangi fyrr þó ég hefði í eina tíð unnið sem flugfreyja í 13 ár og unnið við þjónustustörf síð- an. Starfið við Lyfju var jú öðrum þræði þannig þar sem ég var í mikl- um samskiptum við verslanirnar og heimsótti þær víða um land. Mark- aðsmálin þekkti ég þannig einn- ig og þau eru mér hugleikin. Samt var þetta þó nokkur áskorun að taka þessu tilboði og hefjast handa við að kljást við þetta verkefni. Ég hugsaði með mér að hví ekki slá til? Mér fannst ég komin á þann stað í lífinu að ef ég ætlaði að breyta til þá væri þetta tíminn. Ég sá fyrir mér að ég gæti átt einn góðan starfsferil eftir og að á þessum vettvangi gæti maður bara elst nokkuð vel, svo ég ákvað að slá til.“ Mikil en spennandi viðbrigði Unnur kvaddi þannig gott og öruggt starf syðra til að hella sér út í ferðaþjónustuna á Vesturlandi. Það þarf ákveðinn kjark til að gera svona lagað en hún segir að sér finn- ist þetta spennandi. „Það er búið að vera mikið líf og fjör. Ég átti ekki von á því að okkur tækist að opna Fransiskus síðasta sumar því fram- kvæmdir drógust og bara helming- ur húsnæðisins tilbúinn. En það var svo greinileg þörf á gistirými. Við opnuðum í lok júlí. Samt var fullt hvern einasta dag fram í september og við auglýstum ekki neitt. Við erum ekki einu sinni komin með heimasíðu ennþá en það er nú ver- ið að gera hana. Rétt fyrir mánuði síðan vorum við að ganga frá merki Fransiskus-hótelsins. Við ætlum samt að vera með opið í allan vet- ur.“ Af máli Unnar má ráða að það hljóti að vera töluverð breyting að hætta sem markaðsstjóri hjá stóru lyfsölufyrirtæki til að gerast hótel- stýra úti á landi. „Ég er vön mik- illi vinnu og að hlaupa í hvaða störf sem er eins og þrif, undirbún- ing fyrir morgunverð eða móttöku gesta er lítið mál. Ég held að það sé hollt og gott fyrir yfirmenn að hafa unnið öll störf innan fyrirtækisins því þá fyrst hefur hann skilning á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og hvernig best megi koma þeim til skila. Í dag er ég eini starfsmaður- inn og verð fram á vorið en ég fæ stundum góða hjálp frá eiginmann- inum þegar mikið lætur við. Í vor munum við ráða inn fleira fólk og vonandi verður það til langs tíma.“ Yndislegar systur Kaþólska kirkjan á Íslandi er eig- andi hótelsins en utan um hótel- Unnur Steinsson framkvæmdastjóri Fransiskus hótelsins í Stykkishólmi: „Stykkishólmur er einstaklega gott samfélag að búa í“ Unnur Steinsson ásamt dóttur sinni Helgu Sóley sem er átta ára í stofunni heima í Snæfelli. Heimilishundurinn Loki sem er íslenskur fjárhundur fær sinn skerf af athygli frá húsmóður sinni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.