Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 88

Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 88
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201588 Elsti núlifandi Íslendingurinn geisl- ar af góðvild og jákvæðni þar sem við hittum hann í síðustu viku á Dval- arheimilinu í Stykkishólmi. Georg Breiðfjörð Ólafsson býr í litlu her- bergi þar. Hann situr í hjólastól við rúm sitt. Á náttborðinu er útvarp og sími með stórum snertitökkum til að ýta á númerin sem hringja skal í. Georg er orðinn sjóndapur. Á hillu standa ljósmyndir af sonum hans, tengdadætrum og barnabörnum. Á veggnum hangir heiðursskjal dag- sett 13. maí á þessu ári og undirrit- að af öllum bæjarfulltrúum Stykkis- hólms. Það segir að Georg Breið- fjörð Ólafsson sé Heiðursborgari Stykkishólms. Þann 26. mars á þessu ári varð hann 106 ára gamall og þar með elsti núlifandi Íslendingurinn. Enginn annar karl hefur náð þess- um aldri hér á landi. Glaður og reifur Annan dag jóla verður Georg 106 ára og 9 mánaða gamall. Þrátt fyr- ir þennan háa aldur lítur hann ótrú- lega vel út. Andlit hans er fjarri því að vera rúnum rist af elli. Þó hann sjái orðið illa þá er augnaráð hans lifandi. Það er stutt í hlátur og bros. Hann á það jafnvel til að fara með vísubrot og raula kvæði. Hann veit að blaðamaður kemur frá Akranesi. Georg er gamall skipasmiður og við ræðum aðeins um Kútter Sigurfara og meinleg örlög þess skips. Síðan förum við saman með kvæðið um Kútter Harald. Skiptumst á að fara með sitt hvora línuna. Georg kann þetta allt og hlær við „stráknum“ sem er kominn að taka við hann við- talið og kann að kveða um Kútt- er Harald á móti sér. Í restina erum við farnir að syngja í kór; „Og all- ir komu þeir aftur og enginn þeirra dó, af ánægju út að eyrum hver ein- asta kerling hló.“ Georg hlær aft- ur. „He, he. Já, já,“ segir hann lágt eins og við sjálfan sig. Lífsgleðin er ríkjandi þáttur í fari elsta Íslendings- ins. „Ég er hér eldgamall,“ segir hann, lítur upp og brosir fallega. „Ég sé illa og það er eitthvað máttleysi í löppunum á mér. En ég heyri sæmi- lega og sef ágætlega. Mér líður vel. Ég var aldrei neitt að spekúlera í því þegar ég var yngri að ég yrði svona gamall maður. Ég er ánægður með lífið, með syni mína þrjá og tengda- dætur og allt þeirra fólk. Ég vil þó hvergi annars staðar vera en hér í Stykkishólmi í þessari kompu eða hvað á að kalla það svona í gríni. Mér finnst herbergið mitt nógu stórt. Það þarf ekkert að vera stærra.“ Ge- org útskýrir það nánar með því að vísa til þess að sjónin sé orðin döpur. Hann vilji hafa það sem hann þurfi við höndina. Væri herbergið stærra yrði hann bara að flytja sig meira um og það myndi bara skapa óþægindi fyrir hann. Trúir á líf eftir þetta Blaðamanni leikur hugur á að vita hvort Georg telji sig geta þakk- að háan aldur einhverju sérstöku. „Ég held ekki. Ég hef bara borð- að sama mat og aðrir. Ágætan og góðan íslenskan mat. Aldrei reykti ég tóbak að ég geti kallað. Kannski stundum vindla. Ég lærði aldrei að reykja og langaði aldrei til þess. Ég drakk mikið frekar brennivín en þó ekki mikið. Brennivín eyðileggur margt í líkamanum er sagt. En ég vann alltaf með höndunum og fékk þannig jafna og góða hreyfingu. Ég er ekkert öðruvísi en aðrir menn en hef haft það gott alla ævi. Ljómandi gott. Ég er mjög sáttur. Ekki vantar að ég hafi verið gæfusamur.“ Við þetta má bæta að langlífi er í ætt Georgs eins og reyndar virð- ist vera með svo margt annað fólk sem á lífshlaup sitt við Breiðafjörð. Báðar ömmur Georgs urðu þannig til að mynda 95 ára sem þótti mjög hár aldur á þeirra tíð. Við höldum áfram að ræða lang- lífi og fram kemur að Georg trúir á framhaldslíf. Hann segist hafa sönn- ur fyrir því. „Ég er ekki hræddur við dauðann. Það þýðir ekki neitt. Það liggur fyrir öllum að deyja eða hvað það er kallað. Sjálfur hef ég heyrt og séð framliðið fólk hér inni hjá mér. Ég hef spurt það; „hvað heit- ir þú?“ Enginn vill svara hvað hann heitir. Ég var vakandi þegar ég varð var við þetta fólk. Í gamla daga var það kallað draugar. Þetta er ágætis fólk en ég þekki það ekki. Ég heyri bara í því.“ Af breiðfirskum ættum Við víkjum talinu að öðru og fáum Georg til að segja frá sjálfum sér og sínu lífshlaupi. Georg er Breiðfirð- ingur í báðar ættir. Foreldrar hans voru Ólafur Sturlaugsson bóndi og ullarmatsmaður og Ágústa Sig- urðardóttir húsfreyja. „Ég fæddist 1909 í Akureyjum nokkuð utan við mynni Gilsfjarðar. Það fyrsta sem ég man eftir er þegar ég var þriggja ára og Sigurður afi minn í Akureyj- um dó. Það var líkkistan hans þar sem hún stóð svört á litinn. Ég man líka eftir því að pabbi reif gamalt hús. Hann lét allan gaflinn detta í einu lagi. Það var 1914 þegar ég var fimm ára,“ rifjar Georg upp. Hann segist hafa átt viðburðarík æskuár í Akureyjum. „Við fórum snemma að tína egg og dún. Það þótti okk- ur gott og gaman. Æðareggin voru alveg skínandi góð. Pabbi sendi þau til Reykjavíkur. Þar átti hann systur sem vann í verslun og hún tók við þeim og seldi. Foreldrar mínir voru með búskap í Akureyjum, kindur og kýr eins og gerðist í sveitinni. Pabbi minn var oddviti og sýslu- nefndarmaður í þá daga. Ég man vel frá gamla tímanum þegar hann heyjaði í eyjunum. Ég var á sumrin að slá með orfi og ljá. Pabbi smíð- aði allt sem smíða þurfti og saumaði segl á bátana sem þurfti til að fara á milli eyjanna. Mamma var sauma- kona og seinna varð konan mín það líka. Mér hefur alltaf þótt vænt um blessaðan Breiðafjörðinn.“ Georg segir að margt fólk hafi komið í Akureyjar því þær voru þá í alfaraleið þeirra sem fóru um Breiðafjörð. „Maður kynntist mörgum af ströndinni við að búa þarna í Akureyjum. Fyrsti kenn- ari okkar krakkanna var Jóhannes úr Kötlum skáldið mikla sem all- ir kannast við. Hann ferðaðist vítt og breitt um Dalasýslu og var ágæt- ur farkennari. Jóhannes var rúm- lega tvítugur en ég var miklu yngri: „Bráðum koma blessuð jólin, börn- in fara að hlakka til,“ kvað hann. Þetta voru allt Dalamenn, skáld- in Jóhannes úr Kötlum, Stefán frá Hvítadal, Jón frá Ljárskógum og Steinn Steinarr,“ segir Georg þegar hann rifjar upp æskuárin fyrir um einni öld síðan. Einn eftir af systkinunum Þau voru fimm systkinin, börn þeirra Ólafs og Ágústu í Akureyj- um. „Ég er annar í þeirri röð og einn eftir,“ segir Georg. Eyjólfur bróðir hans sem lengst af var skip- stjóri í Stykkishólmi lést 17. apríl á þessu ári „Eyjólfur var yngsti bróð- ir minn og vantaði bara eina viku til að verða hundrað ára þegar hann dó.“ Aðspurður segist Georg muna vel eftir jólahaldi æskudaganna í eyjun- um. „Við fengum tindáta í jólagjöf. Karla með blýi neðan í. Það var eitt- hvað annað þá heldur en í dag. Jól- in byrjuðu þá ekki eins snemma og núna. Við borðuðum allaf hangi- kjöt. Svo var eldsteikt rafabelti úr Georg Breiðfjörð Ólafsson er elsti Íslendingurinn: „Ég er sáttur, líður vel og hef haft það ljómandi gott alla ævi“ Annan dag jóla fyllir Georg Breiðfjörð Ólafsson 106 ár og níu mánuði. Hann er vel ern, sáttur og ánægður með lífið. Georg með sonum sínum þegar hann var útnefndur Heiðursborgari Stykkishólms í maí á þessu ári. Næstur á myndinni er Gylfi 68 ára, þá Georg sjálfur 106 ára, Júlíus Bragi 66 ára yngstur er Ágúst Ólafur 64 ára. Hér má sjá lista yfir elstu núlifandi Íslendingana og þá karlmenn sem náð hafa hæstum aldri frá upphafi. Heimild: Jónas Ragnarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.