Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 93

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 93
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 93 Í aðventublaði Skessuhorns í lok nóvember var kynnt samkeppni um gerð jólasögu meðal nemenda eldri bekkja grunnskólanna á Vest- urlandi, eða nemenda í 8.-10. bekk. Nokkrar sögur bárust. Er öllum þeim sem sendu inn sögur þakk- að fyrir þátttökuna. Það var sag- an Jólahjálp sem bar sigur úr být- um. Hún er eftir Björn Ástvar Sig- urjónsson, 13 ára nemanda í Lýsu- hólsskóla í Staðarsveit. Björn Ástv- ar fær að launum glæsilega stafræna myndavél sem fæst í versluninni Model á Akranesi. Jólahjálp Einu sinni var fjölskylda sem átti heima á litlum sveitabæ á Snæfells- nesi. Hjónin sem voru fjárbændur áttu tvö börn, þau Grétar og Svan- dísi. Hjónin hétu Guðlaug og Þór- arinn. Þann 8. desember fengu hjónin bréf með póstinum sem var eins- konar jólakort. Þegar þau opnuðu bréfið kom í ljós að þetta var jóla- boðskort frá foreldrum hans Þórar- ins. Fjölskyldunni var boðið í jóla- veislu hjá ömmu og afa! Krakkarn- ir voru spenntir fyrir nýju ævintýri hjá ömmu og afa en hjónin urðu ekki eins hrifin. Ástæðan fyrir því var sú að amma og afi bjuggu nefni- lega í Djúpuvík á Ströndum en þar geta veður verið válynd og snjór- inn orðið svo mikill að ófært verður svo vikum skiptir. En amma og afi voru orðin gömul og lúin og gátu sjálf ekki ferðast á milli staða þann- ig að ákveðið var að leggja í hann þann 23. desember til að ná tím- anlega í jólaveisluna. Þann 22. des- ember var allt orðið tilbúið til ferð- arinnar. Bíllinn var hlaðinn af alls- konar útbúnaði eins og hlýjum föt- um, skóm, sængurfötum, jólamat og að sjálfsögðu jólapökkunum. Veðurspáin var ágæt og allir orðn- ir spenntir að leggja í hann. Krakk- arnir voru sérstaklega spenntir að hitta loksins ömmu og afa á ný. Þorláksmessudagur rann upp, bjartur en kaldur og fjölskyldan lagði af stað. Nágranni þeirra hafði tekið að sér að sjá um kindurnar. Þau kvöddu því kindurnar sínar og lögðu í hann. Einhver óhugur var nú í foreldrunum en nú var ekki aft- ur snúið. Þegar tvær klukkustund- ir voru liðnar af ferðinni var Grét- ari og Svandísi farið að leiðast biðin en enn var nokkuð eftir af ferðinni. Veðrið var farið að versna og ferð- in gekk ekki eins hratt og þau vildu. Þegar þau voru komin framhjá Hólmavík skall á mjög vont veður. Allir urðu hræddir og ekki bætti úr skák að mikil hálka var á veginum. En þau héldu samt áfram. Þegar þau voru svo næstum komin á leiðarenda var pabbi nánast búinn að keyra út af í hálkunni og í kjölfarið virðist eins og allt færi á hreyfingu í kringum þau. Þau hættu að sjá vegastikurn- ar og pabbi missti stjórnina á bíln- um. Þau gerðu sér þarna grein fyr- ir að lítið snjóflóð var að falla á veg- inn sem ýtti bílnum þeirra útaf veg- inum þar sem hann stöðvast. Þeim brá öllum og krakkarnir öskruðu af hræðslu. Það sást ekkert út um bíl- rúðurnar nema hvítur snjórinn og bíllinn pikkfastur. Bíllinn var fljót- ur að verða kaldur en þarna sátu þau föst og urðu annað hvort að bíða eftir aðstoð eða reyna að losa bílinn sjálf. Og þá uppgötva þau að skófl- an hafði orðið eftir heima á Snæ- fellsnesi! En allt í einu byrjaði snjórinn að hreyfast í kringum bílinn og svo birtist stór loðin hönd fyrir utan framrúðu bílsins. Og stuttu seinna sást glitta í brosandi og loðið and- lit! Var það þá sjálfur Kertasník- ir mættur á svæðið, sjálfsagt á leið- inni til byggða til að fylla á skó í glugga. Við hlið hans stóð Ket- krókur og í sameiningu náðu þér að losa bílinn úr skaflinum og þegar því var lokið kvöddu þér og hurfu syngjandi út í myrkrið. Eft- ir sat hissa en glöð fjölskylda og eftir að þau höfðu jafnað sig þá renndu þau af stað og voru komin í ömmu- og afakot fljótt. Og þar urðu miklir fagnaðarfundir. Morguninn eftir, á sjálfan að- fangadag, vöknuðu börnin og í glugganum var pakki. Í honum leyndist snjóskófla og kort sem á stóð: „Gangi ykkur vel á heim- leiðinni. Gleðileg jól. Jólakveðja, Kertasníkir.“ Og svo voru haldin góð og gleði- leg jól í ömmu- og afafaðmi. Endir Björn Ástvar Sigurjónsson 13. ára, nemandi í Lýsuhólsskóla í Staðarsveit. Furubrekku, Snæfellsbæ. Úrslit í jólasögukeppni eldri grunnskólabarna Björn Ástvar Sigurjónsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.