Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Page 98

Skessuhorn - 16.12.2015, Page 98
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 201598 Edda Arinbjarnar: Ólst upp við tvískipt jólaboð Edda Arinbjarnar á Húsafelli í Borgarfirði ólst upp í Reykjavík. Þegar hún var barn voru haldin tví- skipt jól í hennar fjölskyldu. „Það var af því að bróðir mömmu minn- ar er giftur enskri konu og það var skipst á að halda jólin. Ein jólin voru heima hjá okkur og það voru hefðbundin íslensk jól og næstu jól- in voru hjá þeim og þar voru ensk- ar jólahefðir,“ segir Edda í samtali við Skessuhorn. Í ensku jólaboðun- um var alltaf kalkúnn á borðum og hefðbundinn enskur jólamatur. „Á þeim tíma var erfitt að fá kalkún á Íslandi en hún náði því alltaf. Þann- ig að við fengum kalkún með fyll- ingu, „mince pie“ og jólabúðing. Yfir hann var koníaki hellt og svo kveikt í,“ útskýrir Edda. Hún seg- ir boðin hafa verið skemmtileg fjöl- skylduboð. „Og okkur fannst það eðlilegasti hlutur að skipta þessu svona. Það var alltaf gaman að vera saman, það er það sem maður man. Samveran stendur upp úr og þessi tilhlökkun til jólanna.“ Heldur í matarhefðirnar Í íslensku jólaboðunum var boð- ið upp á hamborgarhrygg og trifflí, sem Edda borðar enn í dag. „Ég geri enn trifflí í dag en hef það á jóladag, ásamt hangikjöti. Þetta tekur maður með sér í jólaboð, enda finnst þetta flestum gott.“ Hún segist einn- ig halda í hefðina um hamborgar- hrygginn á aðfangadag. „Maður losnar ekki við hann, ég hef reynt að stinga upp á því að breyta til en fékk ekki góðar undirtektir,“ segir hún og hlær við. Hún segist hefðir jólanna aðallega snúa að matnum. „Sami jólamaturinn og desertarnir. Ég baka líka alltaf enska jólaköku, þegar ég man eftir því! Köku úr ávöxtum og hnetum, sem er svo vökvuð nokkr- ar vikur fyrir jólin. Hún er oft mikið skreytt og það er gaman að skreyta hana. Svo borðar maður hana alveg fram á vor, enda borðar maður bara litlar sneiðar í einu.“ Guðrún Jónsdóttir: Jólin voru heimahátíð Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar átti að eig- in sögn svolítið óvenjuleg bernsku- jól. „Það hagaði þannig til að móð- ir mín var ekki í þjóðkirkjunni. En við héldum engu að síður jól, þó þau væru ekki tengd kirkjunni sem slíkri,“ segir hún. „Jólin okk- ar voru hátíð ljóss og nokkurs kon- ar heimahátíð,“ heldur hún áfram. Guðrún ólst upp í litlu timburhúsi í Hvalsneshverfi á Suðurnesjum og fyrir jólin var allt þrifið hátt og lágt. „Það var allt gert fínt í húsinu. Jóla- tréð var svo skreytt í leyni eftir að við systurnar fórum að sofa. Eftir klukkan sex á aðfangadag var há- tíðin svo komin og þá var allt heil- agt heima,“ útskýrir hún. Guðrún segist enn halda í þá hefð að borða lambasteik sem hátíðarmat á að- fangadagskvöld, þrátt fyrir að nóg sé til af lambakjöti í Borgarfirði, en því var ekki til að dreifa í Hvalsnes- hverfinu forðum. „Ég borða enn lambasteik á jólunum, þrátt fyrir að það sé í raun bara sunnudagssteik okkar Borgfirðinga. Það er alltaf jafn hátíðlegt að fá ofnsteikt lamba- kjöt með grænum baunum og rauð- káli á aðfangadagskvöld. Eins hef ég haldið í þá hefð að jólin byrja á slaginu sex og þá er sagt: Gjörið svo vel.“ Kyrrð og ró um áramót Guðrún segist að öðru leyti vera hálf hefðarlaus þegar kemur að jól- unum. „En maðurinn minn kemur úr fjölskyldu sem er full af hefðum, sem er ágætt,“ segir hún og bros- ir. „En mér finnst að heilaga stund- in eigi að vera heima, mér finnst ekki passa að vera annars staðar en á heimili með fólkinu sínu á jól- unum,“ bætir hún við. Hún seg- ist þó hafa vanist hefðum í kring- um áramótin á sínum uppvaxtar- árum. „Seinna meir var ég oft hjá afa mínum og hans seinni konu um áramót. Þau voru fædd upp úr 1900 og höfðu verið mikið erlendis. Þau kenndu mér að það væri mannleg- ur tími klukkan tólf á miðnætti. Þá var hátíðlegt þegar áramótin komu; kyrrð, ró, kertaljós og kampavíns- glös. Kannski var sest við píanó- ið og spilaður einn sálmur en svo var skálað og hugsað til þeirra sem voru farnir,“ segir Guðrún. Hún bætir því við að í dag sé gamlárs- kvöld þekkt fyrir að vera stund há- vaðans. „En hjá þeim voru áramót- in samverustund í kyrrð og ró. Mér finnst áramótin þess vegna alltaf svolítið erfið, finnst þessi hávaði og sprengingar ekki passa.“ Haraldur Benediktsson: Hamingjan felst í góðum minningum Haraldur Benediktsson bóndi og al- þingismaður á Vestri-Rein í Hval- fjarðarsveit segir fasta liði á jólun- um þegar hann var barn hafi tengst búskap. „Búskapur mótar daglegt líf okkar á jólunum eins og alla daga og fastir liðir tengdir því. Skreytt var á aðfangadag og jólaserían var ævin- lega biluð. Það tókst samt alltaf fyr- ir rest að fá ljós á hana,“ rifjar hann upp. „Svo var dregið fram jóladagatal sem systur mínar gáfu mér þegar ég var fjögurra ára. Það var sannarlega tákn um að jólin væru í nánd þegar það var hengt upp á vegg.“ Það sem stendur þó upp úr þegar hann rifjar upp bernskujólin eru ljúfar minning- ar um fjölskylduna. „Og þessar föstu skorður sem allt var í. Upp úr standa sterkar hefðir og í raun sú hamingja sem felst í góðum minningum,“ seg- ir Haraldur. Hann segir jólin 1975 hafa verið sérlega eftirminnileg. Þá fór móðir hans ekki í fjós vegna veik- Minningar um bernskujólin Rætt við nokkra Vestlendinga um jólin í æsku og aðdraganda þeirra Minning um bernskujólin Jólahátíðin er samofin fjölbreyttum hefðum og siðum. Margar þessara hefða eru fyrir löngu orðnar órjúfanlegur hluti af jólahaldi landsmanna, svo sem skötuát á Þorláksmessu, hangikjötið, aftansöngur, jólabakst- ur, möndlugrautur og svona mætti lengi telja. Flest höfum við ákveðn- ar hugmyndir um hvernig jólin okkar eiga að vera og margir eiga sér hefðir sem erfitt er að víkja frá. Sumar af jólahefðum Íslendinga eru tiltölulega nýjar af nálinni á meðan margar hafa fylgt þjóðinni í tímans rás. Skessuhorn fékk nokkra valinkunna Vestlendinga til að rifja aðeins upp sín bernskujól, hvað stóð upp úr, hvaða hefðir hafi verið og hvort einhver jólin hefðu verið óvenjuleg fyrir einhverjar sakir. Edda Arinbjarnar á Húsafelli ólst upp við tvenns konar jól. Guðrún Jónsdóttir heldur í þá hefð að borða lambasteik á jólunum. Haraldur Benediktsson er í fjósinu með syni sínum þegar kirkjuklukkurnar hringja jólin inn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.