Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2015, Side 100

Skessuhorn - 16.12.2015, Side 100
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015100 Minning um bernskujólin Fróðárhreppi. Þar kom stórfjölskyld- an saman á jóladag. Það var auðvitað ánægjulegt að vera heima en þessar heimsóknir til afa og ömmu standa algerlega upp úr finnst mér,“ seg- ir Sturla. Eitt sinn komst fjölskyld- an ekki inn í Mávahlíð vegna veðurs. „Það var mikið áfall man ég. Þetta er ein af allra fyrstu bernskuminningun- um mínum og var mjög sérstakt enda fjölskyldan samhent.“ Hann segir þau systkinin ávallt hafa farið með móður sinni til messu klukkan sex á aðfanga- dagskvöld. „Það var algerlega fastur liður og þetta tvennt stendur upp úr, fyrir utan minningar um smákökur og hangikjöt.“ Að sögn Sturlu var ein óvenjuleg hefð í hávegum höfð þeg- ar hann var að alast upp. „Það var að fara upp í hlíð á Þorláksmessu og tína lyng sem við settum á jólatréð. Þetta var hefðbundið hjá foreldrum mín- um. Pabbi minn var húsasmíðameist- ari og smíðaði jólatréð í upphafi bú- skapar þeirra. Það var svo skreytt á hverju ári með lyngi og jólaskrauti,“ rifjar Sturla upp. Hann ólst upp við að borða hangikjöt í jólamatinn á að- fangadagskvöld. „Á jóladagskvöld fengum við aftur hangikjöt í Máva- hlíðinni fyrir utan alla fínu kökurnar sem amma hafði bakað.“ Vörubíllinn eftirminnilegur Sturla segir eftirminnilegustu jóla- gjöfina sem hann fékk sem barn hafa verið lítinn vörubíl sem faðir hans smíðaði. „Hann kom innpakkaður, flottur og málaður. Ég var bara smá ormur þegar ég fékk þennan for- láta vörubíl, sennilega fjögurra eða fimm ára. Þennan bíl dró ég svo á eftir mér í vegavinnu á leiksvæðun- um okkar árum saman.“ Aðspurður um hvort hann haldi enn í þær jóla- hefðir sem hann ólst upp við segist hann svo ekki vera nema að sækja messu á aðfangadagskvöld. „Hvað matinn varðar höfum við hangikjöt á jóladag en við höfum sveiflast á milli þess að vera með rjúpur á að- fangadagskvöld eða hreindýr, núna seinni árin. Lengi vel borðuðum við alltaf rjúpur en það er orðið erfitt að fá þær þannig að við færðum okkur yfir í hreindýrakjötið sem við fáum úr Melabúðinni eða fáum það beint austan af Héraði.“ Dýrfinna Torfadóttir: Þuklaði á jólagjöfunum Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður á Akranesi segir margt standa upp úr þegar hugsað er um bernskujólin. „Ég ólst upp með tveimur kynslóð- um, því amma og afi bjuggu í kjall- aranum hjá foreldrum mínum. Það var mikið að gera í jólaundirbún- ingnum og mamma bakaði aldrei færri en tíu sortir af smákökum,“ segir Dýrfinna. Hún segir mikla spennu hafa verið í loftinu á að- fangadag. „Ég þuklaði jólapakkana, þreifaði á þeim öllum og spekúler- aði í hvað maður væri að fá,“ segir Dýrfinna og brosir. Jólin voru fjöl- skyldu- og gleðistund á bernsku- heimili hennar. „Jólin eru eitthvað sem tengir fjölskylduna. Það var friður yfir öllu og hljóðið í kirkju- klukkunum er mjög sterkt í minn- ingunni, þegar þær hringdu inn jól- in.“ Dýrfinna hlustaði einnig á jóla- kveðjurnar í útvarpinu sem barn. „Ég var mjög spennt fyrir því. Mér fannst svo merkilegt að fólk væri að senda svona kveðju í útvarpinu, það hlaut að vera mjög merkilegt og ríkt fólk sem gerði það,“ segir hún og hlær við. Á bernskuheimili Dýr- finnu mátti ekki spila popptónlist á aðfangadag. Hún segir þær reglur þó hafa linast eitthvað hjá foreldr- um sínum. „Eins máttum við ekki heimsækja vinina á aðfangadags- kvöld. Ég hef haldið í þetta, að hafa þennan dag einungis fyrir ættingja. En ég spila alveg jólamúsík á að- fangadag núorðið.“ Fékk kassa með eplum Ein af kærustu jólaminningum Dýr- finnu er um jólaskraut sem amma hennar átti. Litla fallega kirkju sem hægt var að trekkja upp og þá spilaði hún Heims um ból. „Eins man ég sterkt eftir því þegar ég var fjögurra ára að þá vann móðir mín í frysti- húsi á Ísafirði og fékk kassa með rauðum eplum í jólagjöf. Það var ekki auðvelt að fá svoleiðis á þeim tíma og hún setti kassann inn í mat- arbúrið. Ég var alltaf að opna hurð- ina og kíkja á eplin og sýndi vinkon- um mínum þessa dýrð.“ Aðvent- an þegar Dýrfinna var sex ára göm- ul er henni eftirminnileg því þá var fyrsti ísskápurinn keyptur á heim- ilið. „Foreldrar mínir voru svo að fara út að skemmta sér og við bróð- ir minn vorum rosalega spennt fyr- ir ísskápnum. Við vorum alltaf að opna og loka hurðinni til að sjá mat- inn og ljósið. Svo fór ísskápurinn í baklás og ekki hægt að loka honum. Við héldum að við hefðum eyðilagt hann og grétum þessi ósköp,“ rifjar Dýrfinna upp. Bróðir Dýrfinnu var ráðagóður og setti stól upp við ís- skápshurðina og sat þar allt kvöldið, þar til mamma og pabbi komu heim og björguðu málunum. Hún segir ávallt hafa verið ham- borgarhrygg á borðum á aðfanga- dagskvöld. „Við höfum haldið því áfram enda ekki sama stemning- in að borða eitthvað annað. Svo var auðvitað alltaf heimatilbúinn ís og möndlugrautur og yngri bróðir minn fékk alltaf möndluna. Dýrfinna er mikið jólabarn og skreytir heimil- ið í nóvember og leyfir skrautinu að standa lengi, jafnvel fram í febrúar. Hún á margt fallegt skraut sem er henni kært, þar á meðal kirkju líkt og amma hennar átti þegar hún var barn. Annað skraut sem hún á sem vekur upp ljúfar jólaminningar frá barnæsku er gamalt jólaljós. „Þetta ljós fékk ég frá afa og ömmu og hef það alltaf uppi, get ekki hugsað mér að sleppa því.“ Bergþóra Jónsdóttir: Allt skreytt á Þorláks- messu Bergþóra Jónsdóttir á Hrúts- stöðum í Dalabyggð er ein þeirra sem rifjaði upp sín bernskujól fyr- ir Skessuhorn. Á bernskuheim- ili hennar var aldrei skreytt fyrr en á Þorláksmessu og íhaldssemi var ráðandi varðandi jólaskraut- ið. „Það var allt endurnýtt, tek- ið niður og nýtt aftur árið eft- ir. Við höfðum alltaf skreytingar með kerti og greni og við systkinin áttum öll okkar skreytingu,“ seg- ir hún. Hún segir eitt mikilvæg- asta skrautið hafa verið kirkju sem faðir hennar smíðaði. „Hún var alltaf sett á eitt borðið í stofunni. Pera var sett inn í kirkjuna, litað- ar glærur í gluggana og bómull yfir kirkjuna með glimmeri á, svo það liti út eins og snjór sem stirndi á. Mamma setti upp hvítar gardín- ur í eldhúsinu með hekluðu milli- verki. Þegar þær voru komnar upp, þá var orðið hátíðlegt,“ segir hún. Þótt skrautið væri ekki sett upp fyrr en á Þorláksmessu útbjó móð- ir Bergþóru streng sem var daga- tal. „Við vorum fjögur systkinin og á strenginn voru settar karamell- ur eða annað sælgæti og við feng- um svo til skiptis af dagatalinu. Ég fékk því sælgæti á fjögurra daga fresti,“ rifjar hún upp. Skórinn var einnig settur út í glugga og í hann komu oftast smákökur, suðusúkku- laðibitar og mandarínur. Kviknaði í á jólanótt Bergþóra segir aðfangadag ávallt hafa verið mjög stóran dag í sinni bernsku. „Föðuramma mín bjó í Reykjavík og var oft hjá okkur um jólin. Hún klæddist alltaf upp- hlut á aðfangadagskvöld og var að stússast í því að klæða sig upp frá hádegi. Hún krullaði hárið með eldgömlu krullujárni sem hún hit- aði á eldavélinni og þetta var mik- il athöfn hjá henni að klæða sig. Hún bar mikla virðingu fyrir bún- ingnum og við sátum og fylgd- umst með ömmu klæða sig upp, það var einhver hátíðleiki yfir þeg- ar amma var komin í upphlutinn,“ segir Bergþóra. Farið var í kirkju klukkan sex á aðfangadag og var svo borin á borð þríréttuð mál- tíð. „Allir hjálpuðust síðan til við að ganga frá. Jólakortin voru les- in áður en pakkarnir voru opnað- ir og það þótti okkur systkinun- um oft rosalega langur tími,“ segir hún og hlær. Bergþóra segist muna eftir einum óvenjulegum jólum, þegar hún var um sjö eða átta ára gömul. „Það var skenkur í stofunni og á honum borðklukka og kveikt var á tveimur kertum sitthvorum megin. Við annað kertið var korta- skál. Á jóladagsmorgun var ljóst að kviknað hafði í um nóttina, kort- in brunnin og komið var gat á skenkinn. Eldurinn var dauður um morguninn og erum við viss um að einhverjir verndarvættir hafi ver- ið yfir fjölskyldunni,“ segir Berg- þóra. Hún segir þó allt hafa farið vel. „Þetta var póleruð klukka sem pabbi pússaði upp á nýtt og bætti skenkinn sem var sveinsstykkið hans í trésmíði.“ Ragnhildur Sigurðardóttir: Spenningur að opna pakka- dagatalið Ragnhildur Sigurðardóttir á Álfta- vatni í Snæfellsbæ var ein þeirra sem rifjaði upp sín bernskujól fyrir Skessuhorn. Hún segir undirbún- ing jólanna hafa byggt upp mikla tilhlökkun. „Afi tálgaði jólasvein- ana og barnabörnin fengu að raða þeim hverjum á fætur öðrum, eft- ir því sem þeir tíndust til byggða, á hilluna undir speglinum.“ Hún segir móður sína þó hafa búið til pakkadagatal sem mikill spenning- ur var að opna á hverjum morgni. „Jólaskrautið var allt sett á sinn stað, ár eftir ár. Fjölskyldan hjálp- aðist að við að baka ostakex og búa til rauðrófusalat. Stórfjölskyld- an kom saman, skar út og steikti laufabrauð. Sumar kökurnar voru listaverk,“ heldur hún áfram. Fað- ir Ragnhildar útbjó hýasintu- og greniskreytingar og móðir henn- ar skrifaði jólabréf. „Svo var far- ið í heimsóknir til vina og ættingja til að koma þessu öllu saman út.“ Dýrfinna Torfadóttir ólst upp með tveimur kynslóðum á Ísafirði. Bergþóra Jónsdóttir fékk sælgæti á fjögurra daga fresti í desember. Allt var í föstum skorðum á bernskujólum Ragnhildar Sigurðardóttur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.