Skessuhorn - 16.12.2015, Blaðsíða 102
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015102
Um leið og við sendum okkar bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári,
viljum við þakka kærlega fyrir stuðning og
aðstoð á árinu sem er að líða.
Með kveðju
Gunnar Bragi Sveinsson,
Ásmundur Einar Daðason,
Elsa Lára Arnardóttir og
Jóhanna María Sigmundsdóttir
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum ánægjuleg samskipti á líðandi ári.
God jul og godt nytt år.
Vi takker for samarbeidet i året som gikk.
Merry christmas and a happy new year.
Thank you for enjoyable moments in
the passing year.
Wesołych Świąt i szczęśliwego nowego.
Dziekujemy za owocna wspolprace w 2015 roku i
mamy nadzieje ze przyszly rok bedzie rownie udany
Счастливого Нового Года и светлого Рождества!!
С благодарностью за сотрудничество
и совместную работу в прошлом году,
Jólakveðja – Julehilsen • Christmas
greeting • życzenia świąteczne -
Поздравления с Рождеством!
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Eins og flestum er kunnugt þá
hefur ferðaþjónustan vaxið gríð-
arlegar mikið undanfarin ár með
tilheyrandi fjölgun fyrirtækja og
starfsfólks í ferðaþjónustu. Há-
skólinn á Bifröst hefur unnið nýja
skýrslu samkvæmt samningi við
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið. Í henni er lögð fram sýn á
arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu
hér á landi. Jafnframt eru lagðar
fram ábendingar og leiðir til úr-
bóta til fyrirtækja í greininni sem
fengnar eru með viðtölum við for-
ráðamenn fyrirtækja í atvinnu-
greininni.
Afkoman er að batna
Ferðamönnum fjölgaði um 100%
frá árinu 2009 (493.000) til 2014
(997.000). Á sama tíma hefur fjár-
hagsleg staða fyrirtækja í ferða-
þjónustu verið að batna. Sennilega
mun hún batna enn verði fram-
tíðarsýn skýrsluhöfunda að veru-
leika. Þeir gera ráð fyrir að út-
flutningstekjur af ferðamönnum
haldi áfram að vaxa hratt. Þann-
ig fari þær úr um 350 milljörðum
króna í ár og yfir 620 milljarða árið
2020. Hvorki staðsetning né stærð
fyrirtækja virðist ráða arðsemi fyr-
irtækja í greininni.
Valin voru 21 fyrirtæki í úrtak
í rannsókn á arðsemi fyrirtækja
í ferðaþjónustu. Öll fyrirtækin
sýndu jákvæð merki í rekstri sínum
árin 2012 og 2013. Fyrirtæki í mis-
munandi greinum ferðaþjónustu
voru skoðuð (hótel, ferðaskipu-
leggjendur, afþreying, veitingar-
staðir, farþegaflutningar og bíla-
leigur). Fyrirtæki sem höfðu starf-
semi allt árið í farþegaflutningum,
hótelrekstri, bílaleigum og viss
fyrirtæki í afþreyingu juku hagn-
að sinn og arðsemi milli ára. Ekki
var hægt að lesa úr ársreikningum
að staðsetning og stærð fyrirtækja
skipti máli hvað arðsemi snerti.
Margt má betur fara
Þegar innri þættir voru skoðað-
ir með viðtölum við forráðamenn
fyrirtækjanna kom í ljós að kostn-
aður, verðlagning, sýnileiki og
starfsfólk höfðu einnig áhrif á arð-
semi. Þegar ytri þættir voru skoð-
aðir kom í ljós að gengi gjaldmið-
ils og stöðuleiki í efnahagsmálum
voru veigamiklir þættir í því hve
arðbær reksturinn var.
Rannsóknin leiddi í ljós að margt
má bæta. Fyrirtækin þurfa að huga
að skýrari markmiðum, faglegri
verðlagningu á vöru og þjónustu,
meiri starfsemi utan háannatíma,
styrkari áætlanagerð, auknum sýni-
leika vöru og þjónustu á netinu og
að nýta betri aðgang að fjármagni
til að stækka eða styrkja fjárhags-
grundvöll fyrirtækjanna. Skýrsl-
an er aðgengileg á vef Háskólans
á Bifröst.
mþh
Tvöföldun tekna af ferða-
mönnum á næstu fimm árum
Gunnar Alexander Ólafsson verk-
efnastjóri við Háskólann á Bifröst, Vil-
hjálmur Egilsson rektor og Ragnheiður
Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála
þegar skýrslan var afhent.
Á mánudaginn var keppt í átta liða
úrslit bikarkeppni Keilusambands
Íslands í keilusalnum í Egilshöll í
Grafarvogi. Kvennalið ÍA, með Jó-
hönnu Ósk Guðjónsdóttur í broddi
fylkingar, náði þar með mikilli
dramatík að tryggja sér sæti í und-
anúrslitum.
Liðið vann fyrsta leik sinn en tap-
aði næstu tveimur. Í fjórða og síð-
asta leiknum stigu ÍA konur heldur
betur upp, léku einni sinn besta leik
og knúðu fram bráðabana þar sem
allir fjórir spilarar kasta einu sinni.
Þar gerðu keiluspilarar ÍA sér lítið
fyrir og náðu fjórum fellum af fjór-
um mögulegum og tryggðu sér þar
með sæti í undanúrslitunum sem
leikin verða 18. janúar næstkom-
andi.
Þá má geta þess að þau Jóhanna
Ósk Guðjónsdóttir og Aroni Fann-
ari Benteinssyni, bæði úr ÍA, munu
halda til Katar og taka þátt í átta
landa móti um miðjan febrúarmán-
uð. kgk
ÍA tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni KLÍ
Lið ÍA sem tryggð sér í gær sæti í undanúrslitum bikarkeppni KLÍ. F.v. Guðlaug Aðal-
steinsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir, Vilborg Lúðvíksdóttir og Margrét Björg
Jónsdóttir og Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir.
Snemma árs 2016 verður Eyrar-
rósin veitt í tólfta sinn, fyrir fram-
úrskarandi menningarverkefni á
starfssvæði Byggðastofnunar. Verð-
launin eru mikilvæg enda um veg-
lega upphæð að ræða, en tilnefning
til Eyrarrósar er einnig mikilsverð-
ur gæðastimpill fyrir þau menn-
ingarverkefni sem hana hljóta. Að
verðlaununum standa Byggðastofn-
un, Flugfélag Íslands og Listahátíð
í Reykjavík. Alls verða tíu verkefni
valin á Eyrarrósarlistann og hljóta
þrjú þeirra tilnefningu til Eyrar-
rósarinnar ásamt peningaverðlaun-
um og flugmiðum frá Flugfélagi
Íslands. Eyrarrósina 2015 hlaut
Frystiklefinn í Rifi.
Umsóknarfrestur er til miðnætt-
is 5. janúar 2016 og skal umsókn-
um skilað til Listahátíðar í Reykja-
vík á netfangið eyrarros@artfest.is.
Allar nánari upplýsingar er hægt að
fá á skrifstofu Listahátíðar í síma
561-2444 og á vefsvæði Eyrarrósar-
innar www.listahatid.is/eyrarrosin
grþ
Óskað eftir umsóknum fyrir Eyrarrósina 2016
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar 2015 á Ísafirði. Kári Viðarsson tekur við Eyrarrós-
inni fyrir hönd Frystiklefans í Rifi. Næstu verðlaun verða því afhent við hátíðlega
athöfn í Rifi á næsta ári.