Skessuhorn - 16.12.2015, Síða 110
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015110
Hvað finnst þér
hátíðlegast við jólin?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi)
Sigurður Aron Þorsteinsson
Kvöldmaturinn, að sitja í fínum
fötum og snæða góðan mat.
Arna Hrönn Ámundadóttir
Hvað það er allt kósý og jólalegt
úti og svo þegar maður situr og
borðar jólamatinn.
Lára Sif Jóhannesdóttir
Jólaskrautið og samveran með
fjölskyldunni.
Arna Jara Jökulsdóttir
Skreytingarnar og jólamatur-
inn.
Andri Hauksson
Samverustund með fjölskyld-
unni og maturinn.
Jón Arnór Stefánsson og Helena
Sverrisdóttir voru í síðustu viku val-
in körfuknattleiksmaður og körfu-
knattleikskona ársins 2015 af KKÍ.
Þetta er í tólfta sinn sem Jón Arn-
ór er valinn en Helena hefur nú alls
ellefu sinnum í röð orðið fyrir val-
inu. Helena er 27 ára gömul og Jón
Arnór 33 ára. Körfuknattleikskona
og maður ársins 2015 voru valin af
stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd
KKÍ og landsliðþjálfurum yngri
landsliða og A-landsliða.
Í öðru sæti í valinu á Körfuknatt-
leikskonu ársins varð Gunnhildur
Gunnarsdóttir í Snæfelli. „Gunn-
hildur er orðin ein af burðarásum
íslenska liðsins og með óbilandi
baráttu og dugnaði er hún liðum
sínum mjög mikilvæg. Gunnhild-
ur var einn af lykilmönnum Snæ-
fells sem tryggði sér Íslandsmeist-
aratitilinn í fyrra og var ofarlega á
tölfræðilistum deildarinnar á síðast-
liðnu ári sem og í ár. Á þessu tíma-
bili hefur Gunnhildur verið óhepp-
in með meiðsli en leikið mjög vel í
þeim leikjum sem hún hefur leik-
ið með landsliðinu og Snæfelli það
sem af er árinu. Gunnhildur hefur
leikið alla landsleiki íslenska liðs-
ins frá árinu 2012, eða 19 leiki sam-
tals,“ segir í umsögn KKÍ. Í þriðja
sæti í varð svo Pálína Gunnlaugs-
dóttir í Haukum.
Í öðru sæti hjá körlum varð
Hörður Axel Vilhjálmsson en Snæ-
fellingurinn Hlynur Bæringsson
þriðji. Hlynur leikur nú með Sunds-
vall Dragons í Svíþjóð. „Hlynur er
fyrirliði íslenska karlalandsliðsins
og var í lykilhlutverki á Evrópu-
mótinu í sumar þar sem hann lék
flestar mínútur íslensku leikmann-
anna auk þess sem hann tók flest
fráköst og stal flestum boltum fyr-
ir Ísland. Hlynur var að spila gegn
mun hærri mönnum inni í teignum
og stóð sig frábærlega gegn mörg-
um að sterkustu leikmönnum Evr-
ópu á mótinu.“
mm
Snæfellingar í hópi besta körfuboltafólksins
Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfelli.Hlynur Bæringsson, Sundsvall Dragons.
Síðastliðinn miðvikudag var dreg-
ið í átta liða úrslitum Powerade-
bikarsins í körfuknattleik. Nöfn
þriggja Vesturlandsliða voru í skál-
inni frægu og er nú ljóst hverjir
andstæðingar þeirra verða.
Íslandsmeistarar Snæfells munu
heimsækja Val í bikarkeppni kvenna
og Skallagrímur mætir Keflavík
suður með sjó. Í bikarkeppni karla
tekur Skallagrímur á móti Grinda-
vík í Borgarnesi.
Leikið verður í átta liða úrslitum
Powerade-bikarsins dagana 9.-11.
janúar næstkomandi.
kgk
Dregið í átta
liða úrslitum
Mikill háspennuleikur var í íþrótta-
húsinu við Vesturgötu á Akra-
nesi síðastliðinn fimmtudag þeg-
ar ÍA tók á móti toppliði Vals í 1.
deild karla í körfuknattleik. Skaga-
menn hikstuðu aðeins snemma í
fyrsta fjórðungi en voru fljótir að
koma sér inn í leikinn aftur. Eft-
ir það héldust liðin nánast í hend-
ur í stigaskorinu og skiptust á um
að hafa forystu. Valsmenn höfðu
tveggja stiga forystu þegar flaut-
að var til leikhlés, 36-38 og allt í
járnum.
Síðari hálfleikur hófst þar sem sá
fyrri endaði, en um miðbik þriðja
leikhluta hófu Valsmenn að síga
fram úr leikmönnum ÍA. Þeir náðu
mest 14 stiga forskoti snemma í
lokafjórðungnum og allt útlit var
fyrir að leikkaflinn myndi skila
þeim sigri. En Skagamenn voru
hvergi af baki dottnir, bitu í skjald-
arrendur og náðu gestunum. Þeg-
ar innan við mínúta lifði leiks var
staðan jöfn og Skagamenn lögðu
upp í lokasóknina. Leikstjórnand-
inn Sean Tate gerði árás á körfuna
og uppskar ferð á vítalínuna þeg-
ar 3,9 sekúndur voru eftir. Hann
hitti úr báðum víta-
skotum sínum og
fleiri stig voru ekki
skoruð í leiknum.
ÍA vann því naum-
an sigur í spenn-
andi leik á Akranesi,
74-72.
Fyrrnefndur Sean
Tate var stigahæst-
ur leikmanna ÍA
með 32 stig. Næst
komu þjálfararnir
tveir; Fannar Freyr
Helgason með 15
stig og 13 fráköst og
Áskell Jónsson með
14 stig. Með sigr-
inum sótti ÍA mik-
ilvæg stig í barátt-
unni um sæti í úr-
slitakeppni 1. deild-
arinnar. Liðið er nú
í 6. sæti deildarinn-
ar með átta stig eftir
sjö leiki. Næst leika
Skagamenn úti gegn
Ármanni föstudag-
inn 18. desember.
kgk/ Ljósm. jho.
ÍA lagði topplið Vals í æsispennandi leik
Fannar Freyr Helgason í baráttu í teignum þegar
Skagamenn unnu nauman sigur á Val.
Karlalið Snæfells í körfuknattleik
varð fyrir blóðtöku í vikunni þegar
tilkynnt var að miðherjinn reyndi
Sigurður Á Þorvaldsson yrði fjarri
góðu gamni að minnsta kosti til ára-
móta. Hann hefur undanfarna tvo
mánuði glímt við kálfameiðsli og
nú hefur sjúkraþjálfari liðsins sett
Sigurði stólinn fyrir dyrnar. Hann
skal hvíla fram yfir áramót svo hann
megi jafna sig að fullu. Lið Snæfells
var nokkuð vængbrotið þegar það
heimsótti Stjörnuna á fimmtudags-
kvöldið, því auk Sigurðar var Óli
Ragnar Alexandersson fjarverandi
vegna meiðsla.
Skemmst er frá því að segja að
Stjarnan réði lögum og lofum á
vellinum frá fyrstu mínútu og lið
Snæfells má illa við því að missa tvo
byrjunarliðsmenn í meiðsli. Stjarn-
an stakk af snemma leiks, leiddi
með 28 stigum í hálfleik og úrslitin
svo gott sem ráðin. Þeir bættu lítil-
lega við forskotið út síðari hálfleik-
inn og unnu að lokum öruggan 36
stiga sigur, 103-73.
Sherrod Wright var atkvæða-
mestur Snæfellinga í leiknum með
28 stig og þurfti að hafa mikið fyr-
ir þeim öllum. Hann tók auk þess
ellefu fráköst. Austin Bracey kom
honum næstur með 16 stig. Þá
skoraði aldursforseti Íslandsmóts-
ins, Baldur Þorleifsson 49 ára gam-
all, sín fyrstu stig í vetur af vítalín-
unni.
Snæfell er í 10. sæti deildarinnar
með átta stig eftir tíu leiki, fjórum
stigum frá fallsæti. Í næsta leik taka
þeir á móti Þór frá Þorlákshöfn að
kvöldi fimmtudagsins 17. desemb-
er. kgk
Vængbrotið lið Snæfells tapaði
stórt gegn Stjörnunni
Aldursforseti Íslandsmótsins, Baldur
Þorleifsson, skoraði sín fyrstu stig
í vetur af vítalínunni þegar Snæfell
tapaði stórt fyrir Stjörnunni.
Ljósm. Snæfell.
Síðastliðinn föstudag mætt-
ust Skallagrímur og Breiðablik
í 1. deild karla í körfuknattleik.
Leikið var í Smáranum í Kópa-
vogi. Jafnt var á með liðunum all-
an fyrri hálfleikinn. Leikmenn
Skallagríms voru þó ögn sterkari
en forskot þeirra í hálfleik var að-
eins tvö stig, 44-46. Í síðari hálf-
leik hertu Skallagrímsmenn held-
ur tök sín á leiknum og voru lík-
legri til afreka við upphaf loka-
fjórðungsins. En heimamenn í
Breiðabliki tóku á sig rögg, komu
sér snarlega inn í leikinn aftur og
náðu meira að segja að stela for-
ystunni seint í leiknum. Það varði
hins vegar ekki lengi því leikmenn
Skallagríms endurheimtu forskot
sitt skömmu síðar og unnu að lok-
um tveggja stiga sigur í jöfnum
leik, 79-81.
Leikstjórnandinn Sigtrygg-
ur Arnar Björnsson lék stórvel
fyrir Skallagrím og litlu munaði
að hann næði þrennu í leiknum.
Hann skilaði 23 stigum, tíu stoð-
sendingum og átta fráköstum.
Næstur honum kom J.R. Cadot
með 20 stig og 19 fráköst.
Skallagrímur situr eftir leikinn
í fjórða sæti deildarinnar með tíu
stig eftir sjö leiki. Næst mætir lið-
ið Hamri í Hveragerði föstudag-
inn 18. desember.
kgk
Skallagríms-
menn lögðu
Blika í spenn-
andi leik
Sigtryggur Arnar Björnsson átti
stórleik þegar Skallagrímur lagði
Breiðablik.
Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.