Skessuhorn - 16.12.2015, Qupperneq 111
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2015 111
Litríkur og fallegur dömufatnaður -
klútar - töskur - kápur og fleira
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo, CR7 nærföt og sokkar
fyrir herra og drengi á aldrinum 4 til
15 ára. ATH!! Erum einnig komin með
herraskyrtur frá CR7.
Feldur
Vandaðar íslenskar vörur, unnar úr
ekta refa-, úlfa- og kanínuskinnum.
Kragar - treflar - leður og mokka
hanskar, lúffur og margt fleira.
Ilm- og snyrtivörur
fyrir dömur og herra
Ilmandi gjafapakkningar
Maskaraöskjur með kaupaukum.
Mörg girnileg jólatilboð þar sem
þú borgar fyrir ilminn, kremið eða
snyrtivöruna og færð flotta kaupauka,
sem afhent er í tösku eða öskju.
Leðurtöskur og hanskar,
margar gerðir.
Okkar bestu jóla- og nýárskveðjur
nýtt kortatímabil 12. des
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Opið frá 17. des kl. 10:00 – 22:00
Sunnudag 20. des frá 13:00 – 22:00
Þorláksmessu kl. 10:00 – 23:00
Aðfangadag kl. 10:00 – 12:00Jólafötin & jólagjafirnar
Minnum á flottu gjafabréfin
FINNUR OKKUR Á FACEBOOK
Gaman saman
um áramótin
Fjölskyldan saman
18 ár a ábyrgð
Skallagrímur hefur verið á mikilli
siglingu í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik. Sigur liðsins á Njarðvík
síðastliðinn miðvikudag var sá ní-
undi í vetur í jafnmörgum leikjum.
Sá tíundi kom svo á sunnudag þeg-
ar liðið heimsótti Fjölni. Skalla-
grímur náði snemma forystunni í
leiknum og lét hana aldrei af hendi.
Liðið hafði þægilegt forskot í hálf-
leik, 28-47 og með unninn leik í
höndunum. Það nákvæmlega sama
var uppi á teningnum í síðari hálf-
leik. Munurinn á liðunum hélst svo
til óbreyttur allan leikinn og Skalla-
grímur vann að lokum öruggan sig-
ur, 45-71.
Erikka Banks var atkvæðamest
leikmanna Skallagríms með 23
stig og tíu fráköst. Kristrún Sigur-
jónsdóttir skoraði 17 stig og Sól-
rún Sæmundsdóttir 13. Þess má
geta að hin kornunga Arna Hrönn
Ámundadóttir setti í leiknum sín
fyrstu stig í úrvalsdeild, en hún er
nýlega orðin 14 ára gömul og því
ótvírætt framtíðar spilari á ferð.
Skallagrímur trónir á toppi deild-
arinnar með fullt hús stiga, tíu stig-
um á undan næsta liði. Var þetta síð-
asti leikur Skallagríms fyrir jólafrí.
Næst mætir liðið KR í Borgarnesi
fimmtudaginn 7. janúar næstkom-
andi. kgk
Skallagrímskonur með fullt hús
stiga inn í jólafríið
Erikka Banks var atkvæðamest leik-
manna Skallagríms þegar liðið vann
öruggan sigur á Fjölni.
Ljósm. Skallagrímur.
Topplið Snæfells í Domino‘s deild
kvenna í körfuknattleik mætti Kefl-
víkingum síðastliðinn laugardag.
Liðin fylgdust að framan af leik.
Snæfell leiddi lungann úr fyrri hálf-
leik en Keflavíkurliðið var aldrei
langt undan og þegar flautað var
til leikhlés munaði að eins þrem-
ur stigum á liðunum, 34-37, Snæ-
felli í vil.
Leikurinn var áfram jafn og
spennandi framan af síðari hálfleik.
Við upphaf lokafjórðungsins höfðu
Keflavíkur konur minnkað muninn
niður í aðeins eitt stig áður en þær
tóku forskotið. Topplið Snæfells
náði ekki að svara og síðustu fimm
mínútur leiksins sigldu Keflvíking-
ar hægt en örugglega fram úr gest-
unum og unnu að lokum átta stiga
sigur, 75-67. Haiden Palmer skor-
aði flest stiga Snæfells eða 20 talsins
og tók þar að auki tíu fráköst. Næst
henni kom Bryndís Guðmunds-
dóttir með 18 stig og 14 fráköst.
Úrslit leiksins gera það að verk-
um að Snæfell varð að láta toppsæt-
ið af hendi og situr nú í öðru sæti
deildarinnar með 16 stig eftir tíu
leiki, tveimur stigum á eftir Hauk-
um.
Í kvöld, miðvikudag, fær liðið
heimsókn Grindvíkinga.
kgk
Snæfell varð að láta
toppsætið af hendi
Bryndís Guðmundsdóttir lék vel á móti
Keflavík um helgina. Það dugði hins
vegar ekki til því Íslandsmeistararnir
máttu sætta sig við tap. Ljósm. sá.