Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Qupperneq 88

Skessuhorn - 19.12.2018, Qupperneq 88
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201888 byggingarverkefni draga mann áfram og veita manni orku þegar önnur mál taka á,“ segir hann. Fróðárheiðin fylgt Kristni frá fyrsta degi „Stundum eru mál erfið og geta tekið alveg svakalega langan tíma, maður er að berjast fyrir einhverju svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Alltaf heldurðu að þetta sé alveg að hafast en þá kemur eitt- hvað bakslag,“ segir bæjarstjór- inn og nefnir Fróðárheiðina sem dæmi. „Hún er búin að fylgja mér frá því ég byrjaði. Þegar ég kem 1998 þá er Fróðárheiðin verkefni sem átti bara að klárast daginn eft- ir. Því hafði verið lofað í kosn- ingum og fyrir sameiningarkosn- inguna 1994 hafði Jóhanna Sig- urðardóttir lofað að þau sveitar- félög sem sameinuðust fengju for- gang í vegaframkvæmdum. Síðan þá hef ég verið í stöðugum sam- skiptum um Fróðárheiði við þing- menn, ráðherra, vegamálastjóra og bara nefndu það, ár eftir ár eftir ár. Árið 2007 héldum við að nú væri þetta alveg að koma. Þá var sett fjármagn í að klára Fróðárheiði og byggja þjóðgarðsmiðstöð í fjárlög- um fyrir árið 2008. Það ár gerðist lítið, 2009 gerðist ekki neitt út af hruninu. Þá vorum við komin aft- ur á byrjunarreit. Svona geta hlut- irnir verið en maður má aldrei hætta. Maður verður að hafa orku í að halda áfram og aldrei gefast upp,“ segir hann. „En eitt ráð gaf pabbi mér í þessum efnum, því ég veit að ég á stundum til að ganga aðeins of langt, sem er mér ekki til hróss. Hann sagði við mig: „Einu skaltu alltaf passa þig á. Gakktu aldrei það langt í því sem þú ert að reyna að ná fram að þú fáir nei. Ef þú færð nei, þá er svo erfitt að fá já. Hættu frekar áður en þú færð nei og byrjaðu bara aftur viku seinna.“ Þetta hef ég reynt að hafa sem veganesti því þetta var alveg rétt hjá honum. Maður verður að vera ákveðinn en má aldrei ganga of langt,“ segir hann. Langhlaup að sækja fé til ríkisins Það var loksins í nóvember síðast- liðinum sem síðasti áfangi Fróð- árheiðar var boðinn út og á verk- inu að vera lokið að fullu haust- ið 2020. Kristinn var væntanlega ánægður með það? „Ég var svo glaður að það hálfa væri nóg,“ segir hann ánægður. „En það eru margir svona sigrar og næsta verk- efni tekur við. Núna er ég að vona að það klárist innan tíðar að við fáum leyfi til að bjóða út bygg- ingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hell- issandi. Það er mál sem við höfum verið að þrýsta á síðan 2006. Við vorum lengi að fá í gegn stækkun á dvalarheimilinu, byrjuðum að berjast fyrir því 2004 og svo lauk verkefninu ekki fyrr en í desember 2010 þegar húsið var tekið í notk- un,“ segir hann. „Svona er þetta bara. Að ná í fjármagn til ríkisins fyrir samfélagið er langhlaup og það gerist ekkert af sjálfu sér.“ Þar að auki segir Kristinn að viðhorf- ið til verkefna úti á landi sé stund- um annað en til verkefna á höfuð- borgarsvæðinu. „Ég hlæ að þessu núna en átti til að æsa mig í gamla daga,“ segir hann. „En það gerist stundum ennþá að þegar maður mætir á fundi hjá embættismönn- um og ráðherrum út af einhverju verkefni, þá fær maður að heyra gömlu tugguna um að þörfin sé meiri í Reykjavík. Ég geri ekki lít- ið úr því, en ég er ekki að mæta á þessa fundi til að ræða málefni borgarinnar, það hlýtur borgar- stjóri að gera. Ég er ekki viss um að hann fái þau svör þegar hann mætir á fundi að þörfin sé meiri úti á landi,“ segir hann og bæt- ir við þetta viðhorf nái út fyrir stjórnsýsluna. Almenningur sýni verkefnum í öðrum landshlutum ekki alltaf nægilega mikinn skiln- ing. „Stundum er látið í það skína að framkvæmdir úti á landi séu kjördæmapot,“ segir hann og tek- ur veginn um Kolgrafafjörð sem dæmi í því samhengi. Þingmenn eiga auðvitað að berjast fyrir mál- efnum síns kjördæmis sem fulltrú- ar íbúa á því svæði. Ég ætla rétt að vona að þingmenn Reykjavíkur séu duglegir að berjast fyrir fram- kvæmdum þar. Þær eru jafn nauð- synlegar og framkvæmdir á Snæ- fellsnesi. En ég geri líka þá kröfu að bæði við og þeir hafi skilning á því. Bara stuttur vegspotti get- ur gjörbreytt lífsskilyrðum fólks á ákveðnu svæði, sama hvort vegs- pottinn er um Kolgrafafjörð, Bú- landshöfða eða Breiðholtsbraut,“ segir Kristinn. Ýmislegt breyst í starfi bæjarstjóra Aðspurður segir Kristinn að ýmis- legt hafi breyst sem snýr að starfi bæjarstórans undanfarna áratugi. „Þegar maður er kominn á þenn- an aldur sem ég er á, þó ég sé ekki gamall, þá er maður kominn með svolítið valminni,“ segir hann létt- ur í bragði. „Stærsta breytingin hvað varðar stjórnsýsluna er að hún er orðin mun þyngri og meiri kröf- ur gerðar um formgeringu á öllum hlutum. Kannski er það bara gott. Einu sinni var það þannig að ef ein- hver vildi byggja bílskúr þá fékk hann bara að gera það, en nágrann- inn var ekkert spurður þó bílskúr- inn myndi kannski eyðileggja fyrir honum útsýnið,“ segir hann. „Hvað varðar starf mitt hér í Snæfellsbæ er stærsta breytingin bætt staða bæj- arfélagsins. Nú er til fé til fram- kvæmda en þegar ég byrjaði áttum við „minna en ekkert“ og gátum lít- ið gert. Núna er búið að koma sveit- arfélaginu í þá stöðu að við erum að framkvæma fyrir milli 300 og 400 milljónir á ári. Það er himinn og haf þarna á milli. Núna höfum við afl til að geta bætt stöðu íbúanna á hverju ári, í staðinn fyrir að þurfa að borga nánast alla peninga í vexti og afborganir af lánum. Þetta munar öllu,“ segir hann. „Höfum allt til að geta blómstrað“ Á tveimur áratugum hefur heil- margt verið gert og bæjarstjórinn segir gaman að rifja það upp, hvort sem það er íþróttahús, umhverf- isverkefni, fjölbrautaskóli, dvalar- heimili, knattspyrnuvöllur, áningar- staðir, svæðisgarðurinn, uppbygging þjóðgarðsins og fleira. „Ég gæti tal- ið upp fullt af hlutum sem hafa verið gerðir í minni tíð en ég er ekkert að gera þetta einn, langt frá því. Það er bæjarstjórnin sem ákveður verkefni hvers árs. Ég er bara framkvæmda- stjórinn og fylgi verkefnum eftir,“ segir hann. „Svo má aldrei gleyma því að ef við hefðum ekki þetta öfl- uga atvinnulíf sem við höfum hér í Snæfellsbæ þá værum við ekki neitt. Hér er mjög öflugur sjávarútvegur og fiskvinnsla sem allt byggist á. Þar fyrir utan höfum við mjög vaxandi ferðaþjónustu sem hefur verið öflug og er að eflast ár frá ári,“ segir hann. „Hér er frábært fólk, frábær fyrir- tæki, falleg náttúra. Við höfum allt sem þarf til að geta blómstrað,“ seg- ir Kristinn. Kristinn segir sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa unnið gríðarlega vel saman mörgum málum í gegnum tíðina, m.a. í baráttu sinni fyrir Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þar útkljáðu menn ágrein- ingsatriði eins og staðsetningu skólans áður en farið var af stað. „Sveitarstjórnarmenn verða að vinna heimavinnuna sína, klára þessa innansveitarkróniku áður en farið er af stað til ríkisins og stíga alltaf fram sem samhentur og sterkur hópur.“ Hér má sjá glaðbeittann hóp nýnema við FSN haustið 2012. Framhald af síðustu opnu Snæfellsbær stóð á síðasta ári fyrir endurgerð og malbikun göngu- og hjólastígar- ins milli Rifs og Hellissands í samstarfi við Vegagerðina. Fékk bæjarfélagið styrk til verkefnisins, fyrst sveitarfélaga á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins. Kristinn á tali við Þorstein Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra og Tryggva Óttarsson árið 1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.