Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 95

Skessuhorn - 19.12.2018, Síða 95
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 95 Brún lagterta Hráefni: 250 gr. púðursykur 250 gr. smjörlíki við stofuhita 700 gr. hveiti 3 dl. sýróp 2 tsk. matarsódi 3 egg 2 tsk. negull 1 tsk. engifer 2 tsk. kanill 1 msk. kakó 2 dl. mjólk Aðferð: -Smjörlíki og púðursykri er hrært saman í hrærivél þar til blandan er létt og ljós. -Einu eggi í einu bætt út í og hrært vel á milli. -Mjólk og sýrópi bætt út í og unnið varlega saman í örskamma stund. -Í lokin er þurrefnum bætt út í og hrært á lágum hraða þar til komið er vel saman, eða í um það bil eina mínútu. -Kakan er þriggja botna. Skiptið deiginu í þrjá hluta á bökunarpapp- ír og smyrjið á bökunarpappír. -Bakið við 180 gráður í um það bil 10-15 mínútur. Smjörkremið: 600 gr. smjörlíki við stofuhita 660 gr. flórsykur 2 egg 3 tsk. vanilludropar 1 tsk. cream of tartar, má sleppa 2-3 msk. rjómi. Aðferð: -Smjörlíki, flórsykri, eggi, vanillu- dropum og cream of tartar bland- að saman í hrærivélarskál og þeytt á miðlungs hraða í 15-20 mínútur. -Rjómanum bætt út í og þeytt áfram í 5-10 mínútur. -Kremið sett á kökuna eftir smekk. Kremið geymist vel í lokuðu íláti inni í ísskáp ef það er ekki allt not- að á lagtertuna. -Hægt er að setja jarðaberjasultu á lagtertuna, en það er val hvers og eins. -Leggið lagtertubotn á stórt fat, smyrjið botninn með jarðaberja- sultu, setjið hluta af smjörkreminu ofan á og smyrjið út. Leggið næsta botn ofan á og endurtakið og að lokum þriðja botn ofan á það. Gott er að leyfa kökunni að standa yfir nótt eða í nokkra klukkutíma til að leyfa henni að taka sig. Breiðið yfir hana poka eða plastfilmu. klj Systurnar Elísabet og Ragnheiður Stefánsdætur stofnuðu fyrir stuttu matarbloggið Matarlyst. „Við höf- um unun af því að vera í eldhús- inu,“ segir Elísabet. „Við töfrum fram hina ýmsu rétti bæði í bakstri og mat.“ Hún segir að hvatinn að því að þær stofnuðu matarblogg, sem þær varpa í gegnum Snapc- hat undir nafninu matar-lyst, sé sá að þær hafi fengið mikið lof fyr- ir kræsingar sem þær hafa bor- ið á borð. „Enda leggjum við okk- ur mikið fram þegar kemur að af- mælum eða öðrum viðburðum. Svo erum við oft og iðulega beðnar um uppskriftir að hinu og þessu,“ seg- ir Elísabet. Þær hafi því ákveðið að opna uppskriftabækurnar sínar fyr- ir þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með þeim. „Svo erum við líka mikið í því að prófa okkur áfram í nýjum upp- skriftum og setja saman uppskrift- ir sem poppa upp í höfðinu á okk- ur,“ segir Elísabet. „Við erum að þessu ánægjunnar vegna.“ Nú þeg- ar eru þær systur komnar með stóran fylgjendahóp, sem hleyp- ur á hundruðum, bæði á Snapchat og á Facebook, en þær setja allar uppskriftirnar inn á Facebook síð- una Matarlyst ásamt myndum. Þær systur vildu deila nokkrum kræs- ingum með lesendum Skessuhorns. „Uppskriftin að ísnum er uppskrift frá Ragnheiði,“ útskýrir Elísabet. Jóla- og áramóta ísinn Dásamlegur lakkrís ís með ópal skoti og fylltum lakkrísreimum. Hráefni: 6 eggjarauður 200 gr. sykur 70 ml. ópal skot með pipar (þessi brúni) ½ lítri þeyttur rjómi 200 gr. fylltar lakkrísreimar, smátt skornar Aðferð: -Léttþeytið rjómann og leggið til hliðar. -Eggjarauður og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst, bætið útí ópal- skoti, látið vélina ganga á lægsta hraða þar til allt er komið vel sam- an í um það bil ½ - 1 mínútu. -Í lokin er smátt skornum lakkr- ísreimum blandað varlega saman við. -Setjið í skál eða annað ílát og fyrstið. Kókostoppar í jólabúningi Hráefni: 4 eggjahvítur 250 gr. sykur 100 gr. kókosmjöl 200 gr. suðusúkkulaði 5 jólastafir, muldir -Stífþeytið egg og sykur. Það á að vera hægt að snúa skálinni á hvolf án þess að blandan hreyfist til. -Bætið kókosmjöli varlega út í með sleikju. -Topparnir settir á bökunarplötu með tveimur teskeiðum . -Bakað á blæstri við 150 gráður í 25 mínútur. -Kökurnar teknar út og kældar. -Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og notið svo brætt súkkulaðið til að skreyta kökurnar. - Að lokum er muldum jólastöfum stráð yfri súkkulaðið. Látið storkna áður en raðað er í box. Desember er uppáhaldsmánuður- inn minn, hann felur í sér þrennu sem ég kann vel að meta, afmæl- ið mitt, jólin og gamlárskvöld. Því miður er þetta líka mánuður streitu, blankheita, valkvíða og þess að standa ekki við stóru fyrirheitin. Mataræðið fer í vaskinn, ég er lík- legri til að fá mér skyndimat, sama má segja um kökur og sælgæti, já og best að segja sem minnst um púrt- vínið. Hreyfingin felst aðallega í að hlaupa í búðir, ekki bara að velja gjafir heldur má ekkert vanta um jólin, það verður að vera sparikló- settpappír, jólasjampó og hátíða- kaffi svo fátt eitt sé tiltekið. Síðan þarf að finna einmitt réttu dúkana, kertin og ég veit ekki hvað. Kannski segir það sig sjálft en sparnaður er ekki málið á þessum tíma heldur frekar að boginn sé spenntur ansi hraustlega. Af gefinni reynslu mæli ég ekki með þessu, kvíðakast yfir komandi vísareikningi gerir voða lítið fyrir jólastemninguna. Óböðuð við klukknahljóm Það hefur reyndar oft gerst að það sé ekki allt fullkomið hjá mér. Ég hef meira að segja staðið óböð- uð, hvorki þvegin með sparisápu né hversdags, þegar klukkurn- ar á gufunni hringdu inn hátíð- ina. Og hugsa sér jólin komu bara samt. Ég er auðvitað að grínast, ég hef ekki bara oft haldið ófullkomin jól, heldur alltaf. Stundum var ekki þrifið í þvottahúsinu eða ekki náð- ist að elda á tilsettum tíma. Ég er nokkuð viss um að hafa aldrei náð að setja á mig maskara og svo fram- vegis. Kröfurnar hafa heldur lækk- að með auknum þroska og nú eru heilþrif á íbúð alls ekki á dagskrá. Skrautinu er bara skellt upp og ljós- in dempuð. Án samanburðar verður allt svo gott Það sem hefur mest stuðlað að þessum nýtilkomna þroska hjá mér er sjálfsvinsemd, ég reyni að dæma mig ekki of hart þó að ég baki næst- um ekkert, þrífi fáránlega lítið og hafi fækkað jólagjöfum niður úr öllu valdi. Það að sleppa því að bera mig og mitt saman við það sem aðr- ir gera eða gera ekki, er algert lyk- ilatriði. Fólk má hafa eins mikið eða lítið fyrir jólunum og því sýn- ist mín vegna. Hver og einn hannar sín jól. Besti hluti jólanna fyrir mér er augnablikið þegar við setjumst við dúkað borðið, ilmurinn af jóla- matnum í loftinu og fólkið skartar sínu fínasta pússi með tilhlökkun í hjarta og jólaljósin í bakgrunni. Of seint að redda neinu. Þá er allt bara eins og það er og það dugar. Steinunn Eva Þórðardóttir Desember án dómhörku Heilsupistill Steinunnar Evu Jólauppskriftir frá Matarlyst Systurnar Elísabet og Ragnheiður eru miklir sælkerar og hæfileikaríkar í eldhúsinu. Lakkrís ís með fylltum lakkrísreimum og ópalskoti. Kókostoppar í jólabúningi. Ljúffeng brún lagkaka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.