Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 12

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 12
Alþýðubandalaginu á sjöunda áratugn- um til ritstjórastóls á Alþýðublaðinu á þeim áttunda. Við ræðum um Alþýðu- blaðsdeiluna, Stefáns-málið nýafstaðna, hugsanlega Viðreisn, hugsanlega Ný- sköpun. Ungur, hógvær maður ber okk- ur kaffi og Jón Baldvin reykir hugsunar- laust alla smávindlana mína, kaffið er búið og ungi maðurinn í antíkstofunni hefur augsýnilega mun meiri áhuga á knattspyrnuleik í sjónvarpinu en ein- hverri hugsanlegri stjórnarmyndun. Næst hitti ég hann í kaffi og aftur var farið ofan í saumana á ferlinum, flokksstarfinu og hinu pólitíska mynstri. Svo kemur að því að Jón Baldvin birt- ist inni á skrifstofunni minni síðla kvölds skömmu áður en blaðið fer í prentun. Honum er ekki sama hvað eftir honum er haft. Það skil ég. Hins vegar er það ekki markmið HEIMSMYNDAR að skrifa einhverja lofræðu um þessa prímadonnu stjórnmálanna undanfarin tvö ár. Hann situr á rauðum stól, í hvítum frakka og hlustar á það sem ég hef eftir honum. - Neiii, segir hann svo. Þetta get ég ekki látið hafa eftir mér. Skilurðu ekki hvaða leik ég er að leika. - Jú, jú. En þú sagðir þetta og ekkert annað.- Þú spurðir mig ekki um neitt annað. Og þarna sitjum við - þessi ef til vill næsti forsætisráðherra, í hvítum James Bond frakka og ég sem hef afar lítinn tíma til að breyta skráðu við- tali. - En þú spyrð mig ekki einu sinni, af hverju ég er þessi sterki pólitíkus í dag og hvað hefur gerst innan Alþýðuflokksins. Þú spyrð mig ekki um kosningapró- grammið? - Víst, segi ég. Það er hérna á síðu 7: Festa, öryggi í efnahagsmálum og félagslegt réttlæti... Já, en þetta er bara ekki í þeim dúr sem þú skrifar venjulega viðtöl, segir hann. - Nú. Allt í lagi, ég skal skjóta nokkrum spurningum hér inn í. Hver er ástæðan fyrir þessari persónu- legu velgengni þinni í stjórnmálum? Hann réttir mér beiskan brjóstsykur yfir borðið. Færist allur í aukanna. „Ég er ástríðupólitíkus!" Viðtalinu er reddað. Klukkan er 5 að morgni, Helgi Skúli er mættur til að lesa prófarkir. Og eins og Hannibal, her- foringi Karþagóborgar, sem sigraði Rómverja í hverri orustu en tapaði þó stríðinu, arkar flokksforinginn út en skilur eftir einn beiskan brjóstsykur á skrifborði ritstjórans. Aukið fylgi Alþýðuflokksins, sam- kvæmt þessari nýju skoðanakönnun á kostnað Sjálfstæðisflokks, skýrir hann með tilvísun til margra þátta. í fyrsta lagi vaxandi vinsælda Alþýðuflokksins sem slíks. En um hugsanlegt fylgistap Sjálf- stæðisflokks segir hann: „Sjálfstæðis- flokkurinn er bandalag skoðana- og hagsmunahópa. Þéttbýlisbúar, frjálslynt millistéttarfólk og yngra lið flokksins þol- ir ekki lengur við í framsóknarfjósinu og prófkjör íhaldsins í Reykjavík var eins og umferðarslys. Ég þurfti enga skoðana- könnun til að sjá, hvað af myndi hljótast. Síminn stoppaði ekki hjá mér næstu daga. Óánægðir sjálfstæðismenn, sem nú sögðust vera fyrrverandi sjálfstæðis- menn. Þeir voru hneykslaðir, sárir, jafn- vel æfir yfir því að Albert ætti að vera merkisberi flokksins í Reykjavík. Albert er einfaldlega orðinn heimilisböl Sjálf- stæðisflokksins og ljóst er að forystu- menn flokksins eru ekki húsbændur á sínu heimili.“ Hann krossleggur hendur og segir áfjáður: „Hugsaðu þér! Ef Sjálfstæðis- flokkurinn tapar fimm prósentum í við- bót yfir til Alþýðuflokks fram að næstu kosningum er Alþýðuflokkurinn orðinn stærsti flokkurinn. Það yrði bylting og vonandi friðsamleg. Allt í einu ættu frjálslyndir kjósendur í landinu val milli tveggja flokka, sem væru jafnokar. Vísir að tveggja flokka kerfi. Hið pólitíska landslag á íslandi yrði óþekkjanlegt. Hví- lík breyting sem orðið hefur á tveimur árum. Fyrir tveimur árum var þessi flokkur týndur og tröllum gefinn. Sjáðu hann núna. Og eftir að fréttir fóru að berast af því, hverjir myndu líklega skipa efstu sæti Alþýðuflokks í Reykjavík, fór það að renna upp fyrir forystu Sjálfstæð- isflokks í alvöru, að hún hefði ekki að- eins leikið af sér, heldur ætti hún það á hættu að verða heimaskítsmát. Berðu saman Albert og Jón Sigurðsson. Þarf ég að segja meira? Ég hef fengið til liðs við mig hæfileikafólk, sem nýtur trausts langt út fyrir raðir Alþýðuflokksins. Nú er þetta ekki lengur one man shov!“ Fasið er orðið valdsmannslegt. Hann veit að hans stóra stund er runnin upp í stjórnmálum. Við formannskjörið 1984 hafði hann allt að vinna, engu að tapa, eins og áhugamaður um stjórnmál orðaði það. Nú er hins vegar annað upp á ten- ingnum. Ef hernaðaráætlun Jóns Bald- vins á að ganga upp verður hann að vinna stórsigur í næstu kosningum. Hann fer ekki dult með þá ósk sína að mynda Viðreisnarstjórn með Sjálfstæðisflokki en út frá gerbreyttum styrkleikahlutföll- um. Það yrði hápunktur hernaðaráætlun- ar foringjans sem á sér nokkurra ára aðdraganda. „Lastu ekki króníkuna mína um Finn- boga Rút í Morgunblaðinu? Ég drakk pólitíkina í mig með móðurmjólkinni. Hún amma mín hafði mynd af Hriflu- Jónasi uppi á vegg fyrir ofan rúmið mitt. Jónas var allt í senn: Framsýnn herfor- ingi, frjór rithöfundur, skapandi valda- maður - athafnamaður. Fágætir kostir í einni og sömu manneskju. En eins og allar hetjur hafði hann sinn akkilesarhæl, sem varð honum að falli. Ég skil alla hluti í sögulegu samhengi. Mitt sögulega hlutverk er að taka upp þráðinn frá Jóni Baldvinssyni, þar sem hann slitnaði 1938. Að gera hreyfingu íslenskra jafnaðar- manna að rótgróinni fjöldahreyfingu og stórveldi í íslenskri pólitík. Þess vegna vitjaði gamli maðurinn nafns. Þetta er allt skráð í stjörnurnar.“ Fyrir nokkrum árum var Jón Baldvin óbreyttur þingmaður í áhrifalausum flokki, „sem var að fjara út,“ eins og hann orðar það. Fortíð hans var brösótt eða eins og einn fræðingurinn segir: „Jón Baldvin stóð þá í svipuðum sporum og Ólafur Ragnar nú. Hann virtist hafa misst af strætisvagninum. Hann hafði set- ið á þingi í nokkur ár, þótti fróður og skemmtilegur drykkjufélagi. Hann var orðinn 45 ára en segir að sjálfstraustið hafi ekki verið farið að bila, þrátt fyrir allt. „Er ekki mótlætið aðferð forsjónarinn- ar til að reyna þann, sem hún ætlast til einhvers af?“ Vendipunkturinn í hans pólitíska starfi varð við formannskjörið 1984. „Undir venjulegum kringumstæð- um hefði ég aldrei orðið formaður. Stjórnmálaflokkar eru skrýtnar skepnur. Þegar vel árar hnappast hjörðin kringum forystusauðinn. Hjörðin velur öryggi, frið og ró. Málamiðlun er það sem gildir. Allt er slétt og fellt. En þegar hætta steðjar að, ég tala nú ekki um ef lífsháski blasir við, þá gilda önnur lögmál. Þá ræður sjálfsbjargarhvötin, sjálf lífslöng- unin, ferðinni. Þá verður að taka áhættu, leggja allt undir: Það var ekki fyrr en flokkurinn horfðist í augu við útgöngu- versið, að hann leitaði til mín. Þeir sjá ekki eftir því núna. Ég hef strokið van- metasvipinn af andlitum þeirra. Nú eru menn stoltir af því að vera jafnaðar- menn. Seinna þegar lífsháskinn er fyrir bí og hjörðin er örugg í bithaganum, þá snýst hún gegn mér. Þá þarfnast hún annars konar foringja. Vorum við ekki að tala um Jónas frá Hriflu?“ í tengslum við aðdraganda að for- mannskjörinu 1984 nefnir hann svörtu skýrsluna. „Það var kraftaverk að henni var ekki lekið út í fjandans fjölmiðlana á sínum tíma. Það var um þrjátíu manna hópur Alþýðuflokksmanna í Reykjavík sem stóð að baki þessari skýrslu haustið 1984. Alveg eins og svarta skýrsla fiski- fræðinganna frá 1976 var um yfirvofandi hrun þorsksstofnsins var okkar svarta skýrsla um yfirvofandi hrun Alþýðu- flokksins. Hún var send vel völdum trún- aðarmönnum, og merkt sem trúnaðar- skjal fyrir flokksþing. Ég hef hana á borðinu mínu og fletti henni af og til, til að minna mig á upphafið. í henni er rakið fylgishrunið frá 1978. Ástæðurnar eru greindar: Stefnuleysi flokksins, kjarkleysi, karakterleysi liggur mér við að segja. Þegar svona er komið bregðast flokkar alltaf við á sama veg, af eðlisávís- un: Þeir fórna foringjanum til árs og friðar. En það var engin samstaða um nýjan forystusauð. Ég lýsti stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur. Margir efuðust hins vegar um að hún gæti staðið uppi í hárinu á þungavigtarmönnum annarra flokka í fjölmiðlum. Sjálfur gekk ég á 12 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.