Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 54

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 54
fullorðið fólk eins og Robinson Crusó. íslendinga sögur eru beztu barnabækur sem ég þekki. Engum sem les þær í æsku kemur illska heimsins á óvart. Þær geta orðið unglingum eins og bólusetning. Það er ekki síður ástæða til að bólusetja við illsku heimsins en til að mynda mænusótt. Ég var að vísu svo óheppinn að skilja ekki íslendinga sögurnar þegar ég var unglingur, enda var ég óskaplega seinþroska eins og ætlast var til af því þjóðfélagi, sem ól okkur upp milli stríða. Þjóðfélagið, sem þú nefnir, hefur einnig lagzt þó nokkuð vel í mig frá því Steinn sagði mér Vestfirðingar hefðu stillt kopp- unum sínum upp á borð, fyllt þá af vatni og marglitum blómum. Það er eitthvað upprunalegt, sterkt og sérstætt við þjóðfélag fólks með þjóðlegt stolt og nægjusaman metnað. Heimsmynd þessa fólks er mér að skapi og ég hef gert mér far um að koma henni til skila í samtölum mínum. Það er ekki heimsmynd stórra ljósmynda og mikilla yfirlýsinga. Það er ekki heimsmynd sjálfskoðunar í lygnu vatni kyrrlátrar tísku- gleði. Ekki heldur ómelt heimsmynd myndbandasælunnar eða höfðingjanna svokölluðu, heldur þessi góðviljaða afstaða til allra hluta og hlédræga ósk um að erlend postulínsmenning geti komið að öðru gagni hér en úti í hinum stóra heimi. Þetta er algjör andstæða við hrokafulla kröfu um athygli sem Einar Benediktsson lýsti svo, að íslendingar leystu niður um sig og rækju bakhlutann framan í menn og segðu: Þetta er alheimur- inn! Ég hef oft séð glitta í þessar rasskinnar og þá hef ég dregið mig í hlé. Ég hef áður sagt þér að ég hafi barizt fyrir því að slíta tengsl milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið átti að vísu mikinn þátt í stofnun Sjálfstæðisflokksins, en þetta eru tvær ólíkar umbúðir um sömu hugsjón. Ég hef aldrei séð neina ástæðu til að Morgunblaðið væri einhver jólapappír utan um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, svo margir frammarar sem þar ríða húsum, og met ég þó marga framsóknarmenn mikils, hef til að mynda stungið upp á því við Denna Hermanns, að hann gangi í Sjálfstæðisflokkinn í skiptum fyrir sjö til átta framsóknarmenn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ég held að hann sé að hugleiða þetta. Hann er að minnsta kosti kominn í Reykjaneskjördæmi, sem Sjálfstæðisflokkurinn á nú hálfpart- inn. Enginn veit hvert verður næsta spor sem Steingrímur stígur. Við vorum saman í vegavinnu eins og skjalfest er og tókum þátt í keppni um það, hver gæti farið lengst fram á brúnina í Drangey. Þá svitnaði Denni - og vann að sjálfsögðu. Hann er alltaf jafn kappsfullur á brúninni, en ég á ekki von á því, að hann fari fram af. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eina aflið í landinu, sem reynir að bera fram sjálfstæðisstefnuna eins og ég skil hana. Við Þorsteinn Pálsson vorum einhvern tíma að tala um þetta og þá minnti hann mig á, að erfitt væri fyrir okkur á Morgunblaðinu að ákveða upp á eigin spýtur hvað sjálfstæðisstefnan væri. Það má vel vera, en ég held að sumir kratar séu miklu meiri sjálfstæðismenn en margir sjálfstæðismenn. Þetta er nú mín meining. Og hví gæti þá Morgunblaðið ekki alveg eins stutt krata, ef Sjálfstæðisflokkurinn færi út af sporinu? Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, enda er ég gamall viðreisnarritstjóri og sunnudagskrati í þokkabót eins og dr. Gylfi segir. Það er nokkuð gott hjá honum. En svo er það náttúrulega þessi freisting sem kratar skulu ævinlega vera að falla fyrir: að bíta í rauða eplið þegar það er rétt að þeim og þá missa þeir meðvitund í þessari venjubundnu vinstri stjórn með öllu, verðbólgu og upplausn. Skyldu vera til betri dæmi í stjórnmálasögunni um það vonda sem ég vil ekki, það gjöri ég? Ekki svo að skilja að Alþýðuflokkurinn sé neinn Páll postuli eða Mjallhvít í Madonnumynd. En það þarf að minnsta kosti sjö dverga til að lífga flokkinn við eftir þessi ævintýri með rauðu eplin. Það er rétt sem Þorsteinn Pálsson hefur sagt að kosningar geta verið ávísun á svona freistingu. Þess vegna erum við Morgunblaðsmenn á verði gagnvart kröt- um, einnig gagnvart öfugri Viðreisn. Það er ekki að vita nema dvergarnir gefist upp. Alltaf skal sú gamla drottning rísa upp í einhverri mynd og spyrja, hver sé fegurst á landi hér, og alltaf skal spegillinn svara af inngróinni undirgefni: Vinstri stjórn, vinstri stjórn! En nú er verið að stilla hann inn á jafnaðar- stjórn. Ég þykist vita að Steingrímur verður að þvælast í þessum spegli og svo Ólafur Ragnar, auðvitað. Það verður gaman að mynda Nýsköpunarstjórn þegar verkalýðsleiðtog- arnir í Alþýðubandalaginu fá sinn tíma'í speglinum, menn eins og Ásmundur Stefánsson og Þröstur Ólafsson. Annars mætti þessi spegill vel brotna fyrir mér. Freistingar okkar eru aðrar en ég hef nefnt, til að mynda öfugur höfuðstóll ríkisins eins og ég hef ort um í kvæðinu Undir regnhlíf og formaður Sjálfstæðisflokksins las upp í út- varpi í fyrra með lævísu brosi á vör. Ég heyrði það ekki en mér var sagt frá því. En hvað sem því líður, þá er þetta vondur stóll að sitja f. En þá eru það dæmin um sjálfstæðisbaráttu Morgunblaðs- ins, örfá dæmi. Þegar ég var nýráðinn ritstjóri hringdi Ingólfur Jónsson niður á blað og spurði eftir mér. Ég var að rífast við Eystein niðri á þingi, sagði hann. Jæja, sagði ég. Heyrðu, bezt ég láti þig fá þetta. Ertu tilbúinn? Ég er alltaf tilbúinn. Svo hóf hann að segja fyrir frétt í símann. Ég hlustaði: Ingólfur Jónsson afhjúpaði Eystein Jónsson á fundi... Ertu ekki að taka þetta niður, sagði hann. Nei, sagði ég. Nú, er eitthvað að? Nei, sagði ég. Á ég að byrja aftur? sagði hann. Ef þú vilt, sagði ég. En ertu þá tilbúinn? Ég er alltaf tilbúinn, endurtók ég. Það varð nokkur þögn. Ætlarðu kannski ekkert að skrifa? Nei, sagði ég. Af hverju? spurði hann. Ertu ekki ritstjóri Morgunblaðsins? Jú, sagði ég, en það var ekki ráðið segulband þegar ég varð ritstjóri. Bætti því meira segja við, að mér dytti aldrei í hug að hringja svona upp í landbúnaðarráðuneyti til að segja honum fyrir verkum. Og þó teldi ég ritstjórastarfið ekki ómerkilegra en það starf sem hann væri í. Þá kvaddi Ingólfur og lagði á. En hann skellti ekki á mig eins og Kristján Eldjárn gerði einhverju sinni, þegar hann spurði um ákveðinn leiðara og hver hefði skrifað hann. Það var þegar Morgunblaðið sagði, að aldrei hefði forseta Finnlands dottið í hug að fela kommúnista stjórn- armyndun, eins og Kristján gerði og allt varð vitlaust út af. Ég sagði Kristjáni að við Styrmir bærum ábyrgð á leiðaranum. Ég spurði ekki um það, sagði hann. Ég spurði, hver hefði skrifað leiðarann. Við gefum það aldrei upp, sagði ég, enda skiptir það ekki máli. Ritstjórarnir eru samábyrgir. Ég spurði ekki um það, ég spurði hver hefði skrifað leiðarann. Fyrst forsetinn spyr, verður gerð undantekning, sagði ég, og ég skal svara þér. Þú ert að tala við þann, sem skrifaði leiðarann. Þá skellti Kristján á. Ég kvartaði yfir þessum afskiptum forseta við forsætisráðherra og kvaðst telja þau óviðeigandi í lýðræðis- landi. Dr. Kristján hringdi til mín nokkru síðar og sagði: Eigum við ekki að drekka saman kaffi, Matthías minn? Ég dró ekki úr því, enda vorum við miklir mátar og ég hafði átt samtal við hann áður en hann var kjörinn forseti og þekkti hann að góðu einu. Ég held hann hafi séð eftir þessari símhringingu. En það má bara ekki fjúka í forseta. Hann verður að vera andlega hlutlaus samkvæmt stjórnarskránni. Ég get vel fallist á að leiðarinn um forsetann hafi verið óþarflega ögrandi af okkar hendi og ástæðulaus áminning í krossferðinni gegn þessum alþjóðlega kommúnisma, sem við erum sýknt og heilagt að lumbra á. En þarna sá ég svart á hvítu, hvað dr. Kristján tók embætti sitt miklu hátíðlegar en ég 54 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.