Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 112

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 112
Jólafcötturinn er dauöur og GRÝLA langt frá sínu öesta eftir Sigurð Valgeirsson Kalli litli kemur röltandi niður stigann. Skoðar í skóinn í glugganum og dregur forviða upp tvö snúin kerti og spila- pakka. Hann veltir því fyrir sér stutta stund hvort hann eigi að stinga þessu drasli aftur ofan í skóinn en ákveður að henda því frekar í ruslið. Pegar hann er að troða upp í sig fyrstu kókópöffs- skeiðinni tautar hann: „Ruglaður jóla- sveinn.“ í gömlu skólaljóðunum sem eru senni- lega sameiginlegur bókmenntaarfur okk- ar, ef eitthvað er það, eru þrjú kvæði um jólin. Eftir þá Matthías Jochumsson, Stefán frá Hvítadal og Jóhannes úr Kötlum. Alls staðar er talað hlýlega um kertin. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, brœður fjórir áttu Ijósin prúð, kveður Matthías Jochumsson í Jólunum 1891. Stefán frá Hvítadal yrkir svona í kvæðinu Jól: í gullnum Ijóma hver gjöf mér skín. En kœrust voru mér kertin mín. Og Jó- hannes úr Kötlum orti: Allir fá þá eitt- hvað fallegt, í það minnstsa kerti og spil - í kvæðinu Bráðum koma blessuð jólin. Nútímabörnin eru komin langt frá drauminum um kerti og spil eins og öðru sem einkenndi hin gömlu jól. Einfaldari gleði og ótta. Þegar Hannes, sex ára, var spurður hvað jólakötturinn væri, sagði hann: „Er það ekki kötturinn með hött- inn sem stal jólunum?" Nei, börnin góð. Jólakötturinn er eng- in hlæjandi fígúra úr amerískri teikni- mynd heldur óhræsi. Bitur veruleiki þeirra sem fengu engin föt, enga lina pakka fyrir jólin. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá jólakettinum sem hinir fátæku og fatalitlu gátu ekki sofið útaf á jólanótt: Hann gerði reyndar engum þeim mein sem eignuðust einhverja nýjaflík aðfara í á aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekk- ert nýtt fat fengu fóru allir í jólaköttinn, svo hann tók (át?) þá eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig ánægð- an með hann. En jólarefur hét það sem hverjum heimilismanni var skammtað til jólanna (ket, flot o.s.frv.) á aðfangadags- kvöld. Af þessu kepptust allir við, bœði börn og hjú, að vinna tilþess af húsbœnd- um sínumfyrir jólin aðfá eitthvert nýttfat svo þeir fœru ekki í ólukkans jólaköttinn né að hann tœki jólarefinn þeirra, og þegar börnum og hjúum tókst bæði að fá nýja flík, nógan jólaref og þar á ofan jólakerti og það sem mest var í varið, að þurfa ekki að fara í jólaköttinn, var ekki kyn þó kátt vœri um jólin til forna. Árni Björnsson sendi frá sér bókina Jól á íslandi árið 1963. Hann segir þar meðal annars frá jólakettinum á svipað- an hátt og hér að framan. Hann segir líka frá skýringu á orðtakinu að klæða jóla- köttinn, „að þeir, sem enga flík fengju, ættu að klæða kött í buxur á jólanóttina í augsýn alls heimilisfólksins, og hafi þetta þótt hin mesta háðung. Önnur sögn seg- ir, að þeir, sem enga fengu spjörina áttu á aðfangadagskvöldið að bera fullt hrúts- horn af hlandi og skvetta úr því í rúmið, sem þeir voru fæddir í.“ Árni bætir við: „Yfirleitt munu húsbændur hafa gefið heimilisfólkinu þessar fatagjafir, að minnsta kosti þeim, sem ekki voru hysknir við vinnuna á jólaföstunni. Mun því jólakötturinn og aðrar þvílíkar skrift- ir hafa þjónað þeim tilgangi, að börnin, sérstaklega, kepptust við vinnuna jafnt sem aðrir.“ Eins og bent hefur verið á eru íslensk nútímabörn lítið hrædd við jólaköttinn enda ekki mikil hætta á því að þau endi í maga hans. Föt teljast vart til jólagjafa lengur. Börnin fá jólafötin og svo gjafir: „Mig langar að fá einn fallegan kjól í viðbót. Ég á svo mikið af kjólum,“ segir Elín sjö ára. „Svo langar mig í æfinga- galla. Það er allt í lagi að eiga tvo. Ég er búin að segja mömmu og pabba það.“ Kötturinn hefur horfið sem aðhalds- og uppeldistæki og ekki verið leystur af nema ef vera skyldi með hrárri kartöflu sem miskunnarlausir nútímaforeldrar láta í skóinn í stað sælgætis þegar litli molinn þeirra hefur sett persónulegt met í ótuktarskap. Eini óvætturinn sem virðist skrimta frá því í gamla daga er Grýla kerlingin. Al- geng hugmynd þeirra barna sem HEIMS- MYND ræddi við var að hún væri mamma jólasveinanna og Leppalúði pabbi þeirra. Börnin viðurkenndu hana sem ákveðna ógn en voru þó ekkert til- takanlega hrædd. Þetta kemur heim við niðurstöður bókarinnar Börn eru líka fólk eftir Valdísi Óskarsdóttur frá 1980. Þar svarar Fífa fjögurra ára spurningunni um það hvort einhver búi í fjöllunum þannig að þar búi Grýla, Leppalúði og líka jólasveinarnir. Hún bætir því við að það sé skítugt hjá Grýlu og hún gangi í rifnum fötum. Regína, fimm ára, svarar sömu spurningu: „Það eru jólasveinar, tröll og Grýlur og Leppalúði." -Hvað gera þau í fjöllunum? „Þau fara stundum á vorin og ná í hérna eiríhverja krakka og éta þau líka eins og skrattarnir.“ Grýluóttinn er enn möguleiki, enda, eins og Árni Björnsson bendir á, hefur hún verið yrkisefni ýmissa íslenskra góð- skálda. Árni bendir einnig á að Grýla er þekkt sem tröllkonuheiti í Snorra-Eddu og víða í fornum ritum segir hann að sé talað um grýlur í merkingunni ógnir eða ógnanir. En til eru margs konar lýsingar á Grýlu og sumar all tilkomumiklar. Árni Björns- son segir: „í kvæði Stefáns í Vallanesi segir þannig, að hún sé vitaskuld ófríð og illileg, hvert hinna þriggja höfða hennar sé eins stórt og á miðaldra kú, augun séu sem eldsglóðir, kinnbeinin kolgrá og kjafturinn eins og á tík. Hún hefur hátt hrútsnef, þrútið og blátt og í átján 112 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.