Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 57
Gálgahúmor þeirra félaga reið ekki við einteyming í þá daga og kom mér raunar alltaf í opna skjöldu, þessi svala illvíga fyrirlitning á ímynduðum eða mögulegum andstæðingi. Svo var strikað yfir þetta allt í næsta kokteilpartýi. Þá fengu menn sér í glas og skemmtu sér konunglega eins og eftir forskrift Hallgríms Péturssonar. Nú skrifa fleiri blaðamenn blöðin og færri pólitískir flóðhestar, guði sé lof. Hvað sem öðru líður er reynt að halda sig við staðreyndir í Morgunblaðinu og leggja út af þeim. Það er allt og sumt. Þannig verða margir leiðarar blaðsins til eftir löng samtöl okkar ritstjóranna, sem trúað hefur verið fyrir þessu blessaða og margumrædda blaði, og aðstoðarmanna okkar. Síðan fær einn það hlutverk að skrifa uppkast og loks er farið nákvæm- lega yfir beinagrindina, hvert orð, hver setning vegin og metin. Ég tala nú ekki um, ef málið er viðkvæmt eins og eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og síðasta hönd lögð á gripinn undir kvöld og þá eftir margra klukkustunda vangaveltur um nauðsyn og afleiðingar. Ég hef alltaf haft lúmskan grun um, að pólitík sé ætlað að vera á lágu plani. Og oft hefur verið reynt að keyra okkur niður á þetta plan, en ég trúi ekki að það þurfi að vera svo. Og oft hafa merkilegir menn tekið þátt i þessum leik, sem betur fer. En ég er hræddur um, að þeim fari fækkandi. Nú tala vinir og samstarfsmenn opnara hver við annan en áður var. Og pólitískir andstæðingar sýna hver öðrum meira umburðarlyndi fyrir bragðið(!). Þetta er góð þróun að mínu viti. Ég fagnaði því mjög þegar Þorsteinn Pálsson og VSÍ fóru í hár saman út af talnavafstri. Ég er þess fullviss, að Þorsteinn þurfti meira á því að halda að losna við Vinnuveitendasam- bandið en það við hann. Frelsi hans sem foringja stærsta flokks landsins er meira eftir en áður. Þannig þurfum við einnig að fóta okkur í nauðsynlegri fjarlægð frá Sjálfstæðisflokknum. Hitt er svo annað mál, að Morgunblaðið varð auðvitað söku- dólgurinn í kappglímu Þorsteins og VSÍ og engin ný bóla, að það sé í hlutverki skotskífunnar. Ég er alinn upp í andúð á Framsóknarflokknum. Jóhannes bæjarfógeti og alþingisforseti, afi minn, sem var nær því að vera taoisti í lífi sínu en nokkur stjórnmálamaður annar, sem ég hef þekkt, varð illa fyrir barðinu á framsóknarmönnum, sem lögðu allt undir til að eyðileggja forystumenn gamla íhaldsflokksins, bæði persónulega og pólitískt. Þetta var víst djöfulleg barátta og endaði með því, að gamli maðurinn hætti um sextugt. Tíminn kom á þessum árum út einu sinni í viku, að mér skilst, en ég hef ekki nennt að kynna mér svo ómerkilegt atriði nánar, og þá hrópuðu sölustrákarnir upp fyrirsagnir blaðsins, sem fjölluðu ekki sízt um Jóhannes bæjarfógeta, mannvonzku hans og glæpi, enda hafði hann aldrei gert flugu mein, svo ég viti til, né misfarið með nokkurt mál, sem honum var trúað fyrir. Hafskipsmálið nú er barnaleikur borið saman við þessi rugluðu átök í gamla daga, samt voru sakarefnin meiri og minni tilbúningur þá, en nú er þó fótur fyrir þessum átökum öllum, án þess ég hafi áhuga á að gerast dómari í því máli. En af þessum sökum gat móðir mín ekki farið út fyrir hússins dyr og foreldrum mínum sagt, að hætta væri á að hún missti fóstrið, ef hún færi ekki úr bænum. Þannig töldu læknar að ég gæti orðið úti í móðurkviði í pólitískri gjörningahríð. Og þannig var nú ástandið þá og svo ætlarðu að segja mér, að þetta hafi ekki lagazt! Jónas frá Hriflu var ekkert lamb að leika sér við og forystu- menn Sjálfstæðisflokksins líklega ekki heldur. Ég er ekki svo barnalegur eða glámskyggn, að ég geri mér ekki grein fyrir því, svona eftir á að hyggja. En Jóhannes afi, sem átti stórmerkan stjórnmálaferil að baki, var aldrei í neinni sauðargæru. En hann var ljúfur eins og lamb. Hann gat auðvitað verið fastur fyrir eins og gengur um slíkt fólk. Morgunblaðið var sverð hans og skjöldur eins og annarra sjálfstæðismanna, sem lentu í útistöðum við Jónas og þá félaga. Það voru miklar andlegar þjáningar samfara þessari hatrömmu pólitísku rispu og ég er alinn upp í skugga þeirra. Stefán skólameistari, faðir Valtýs, og Jóhannes bæjarfógeti voru fóstbræður, báðir Valtýingar. Valtýr Stefánsson var skírður í höfuðið á dr. Valtý, en Jóhannes var mágur hans og Anna móðir mín bar nafn konu hans. Ég hafði snarað nokkrum sögum úr Post í Morgunblaðið fyrir orð Gunnars G. Schram. Við vorum félagar og skólabræður í háskólanum, en Gunnar var systursonur Kristínar konu Valtýs. Faðir minn sótti um starf fyrir mig á Morgunblaðinu vorið 1951. Við fengum neitun. Tveimur dögum síðar hringir Valtýr í pabba og segir: Er hann Matthías sonur þinn ekki dóttursonur Jóhannes- ar bæjarfógeta? Jú, sagði pabbi, sem hafði góðan húmor, við skulum vona það. Láttu hann koma til mín á morgun, sagði Valtýr. Ég fór svo á fund Valtýs daginn eftir og var ráðinn. Valtýr hafði skrifað fallega minningargrein um Jóhannes afa þegar hann dó í febrúar árið áður. En ég var þannig ráðinn á blaðið vegna fóstbræðralags Stefáns og Jóhannesar afa. Þetta var indæll klíkuskapur og vinátta sem hefur enzt með einstæð- um hætti. Ég vona starf mitt á Morgunblaðinu hafi réttlætt ráðningu Valtýs. Eitt sinn þurfti ég að taka í lurginn á Þórarni Tímaritstjóra fyrir forystugrein sem hann skrifaði um ímyndað kommadekur mitt. Við Þórarinn höfum aldrei elt grátt silfur saman og ávallt farið vel á með okkur. Hann kom niður á Morgunblað með svargrein og bað mig að birta. Ég gerði það að sjálfsögðu með glöðu geði. Þarna töluðu lærisveinar Valtýs og Jónasar saman í mesta bróðerni niðri í Morgunblaðshöll og voru þó að ybbast eitthvað hvor framan í annan á prenti eins og verða vill í þessum bransa. Og svo heldurðu kannski að þjóðfélagið hafi ekki breytzt til batnaðar! Ó-jú, ég held nú það. Þegar Þórarinn kvaddi mig þarna á ganginum sagði hann þessa eftirminnilegu setningu: Hugsaðu þér bara, ef Jónas og Valtýr hefðu getað talað svona saman eins og við höfum gert, þá hefði þjóðfélagið verið betra en það var. Ég vona að Valtýr og Jónas og Jóhannes afi minn og aðrir fagni því þarna á astralplaninu, hvernig við Þórarinn höfum getað talað saman. Sjálfur vil ég heldur lifa í því þjóðfélagi sem er en því sem var. 1. nóvember, 1986. Herdís mín. Ég hef verið að hugsa um spurningarnar þínar og svörin mín. Eitthvað er þessu nú öllu ábótavant. Styttri svör hefðu líklega dugað betur. Um dauðann hefði nægt eitthvað í þessum dúr: Dauðinn er ávísun á hylli og góðan orðstír. En stundum er hún innistæðilaus. Þegar ég var ungur ætlaði ég að deyja ungur. Ég ætlaði að deyja rómantískum dauða eins og Keats! Þessi Matthías var víst viðkvæmari ungur en ég er nú. Við Sigurður Bjarnason vorum að rifja það upp fyrir skömmu, þegar hann hafði eitt sinn sem oftar samið leiðara og þurfti að fá hann vélritaðan af segulbandinu, en ritari okkar stynur því þá upp, að hún sé að skrifa ljóð fyrir mig og leiðarinn verði að bíða! Sigurður verður alveg dolfallinn og fer að tuldra í barm sinn: Búin að vera að skrifa ruglið úr honum Matthíasi í klukkutíma! Styrmir heyrir þetta ungur blaðamaður og segir mér. Ég fer þá til Sigurðar, halda þeir fram í sameiningu, þótt ég muni það ekki lengur, og spyr, hvern fjandann þetta eigi að þýða, hvort hann sé eitthvað á móti minni ljóðlist! Sigurður HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.