Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 61

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 61
vasanum hafi leitt eitthvað misjafnt í Ijós, en sennilega má gera ráð fyrir að vasinn hafi verið saklaus af öllum ákær- um, því annars hefðu stjórnvöld eitthvað látið í sér heyra um málið. Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti hafði °ft þann háttinn á gagnvart pólitískum andstæðingum sínum, að hann fékk sam- starfsmenn sína til að bera út illar sögur um keppinautana. „Give them some- thing to deny,“ sagði kempan við félaga sina, vitandi að þá væri hann búinn að koma keppinautunum í varnarstöðu og að eitthvað af ásökununum myndi loða við fórnarlambið, sama hvernig viðkom- andi reyndi að hreinsa mannorðið. Postulínsvasinn hinn sovéski beið, að Sovéski sendiherrabústaðurinn á horni Hólavalla- götu og Túngötu. sögn fróðra manna, svipuð örlög og margir pólitískir andstæðingar Nixons. Þegar illar grunsemdir vakna og heiðar- legur ásetningur er véfengdur hverfur tortryggnin í garð viðkomandi ekki svo auðveldlega. Vasinn góði skipar því, að sögn, ekki að öllu leyti þann veglega sess á Alþingi, sem gefendur hafa væntanlega vonast til, þar sem þess er gætt til öryggis, að hann sé úr heyrnarfæri við hvers konar leyni- makk þingmanna og ráðherra. í þessu sérstaka tilfelli reyndust áhyggjur manna ástæðulausar, en ýmis- legt bendir þó til að rétt sé að hafa allan varann á í þessum efnum þar sem rök- studdur grunur um að ekki sé allt með felldu, beinist að ýmsum öðrum at- höfnum Sovétmanna á íslandi. Sovétríkin hafa eðlilega mikinn áhuga á ýmsu sem ekki á að vera á hvers manns vitorði í NATO-landinu íslandi. ísland er óumdeilanlega eitt mikilvægasta land- ið í Vesturálfu í hernaðarlegu tilliti. Þar sem fsland er einn mikilvægasti hlekkur- inn í varnarkeðju NATO í Atlantshafi, liggur það í hlutarins eðli að Sovétmenn hljóta að leggja mikið kapp á að vita sem gleggst um allt sem tengist öryggismálum íslands. Þar sem þeir eru væntanlega fáir sem viljandi myndu segja Sovétmönnum slík ríkisleyndarmál, ef einhver eru, hljóta Rússar að reyna að afla sér upplýs- inganna á annan hátt. Húsakaup sovéska sendiráðsins á ís- landi eru meðal þeirra mála sem hafa þótt orka tvímælis hér á landi. Löngu er orðið frægt, hversu húsfrekir Sovétmenn eru í Reykjavík. Það er samt ekki á allra vitorði, að þeir ráða húsum um borgina, þar sem þeir hafa aðstöðu til athafna, sem beinlínis brjóta í bága við öryggi íslenska ríkisins. Vestur á Seljavegi hafa Sovétmenn komið sér fyrir í húsi gegnt höfuðstöðv- um Landhelgisgæslunnar og áreiðanlegar heimildir herma, að mörgum gæslu- mönnum þyki tilhugsunin afar óþægileg, þar sem nútíma tæknibúnaður getur gert Móttökuskermurinn í húsnæði sovéska sendi- ráðsins. Sovétmönnum kleift að fylgjast vel með hvað fram fer í höfuðstöðvum gæslunnar. Landhelgisgæslan er einn þeirra aðila, sem hafa mikil samskipti við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli í tengslum við ör- yggismál fslands. Frá húsinu á Seljavegi geta Rússar Iíka auðveldlega hlerað öll símtöl frá Keflavíkursvæðinu með hjálp rafeindabúnaðar eins og fannst í Kleifar- vatni um árið. Mörgum er líka vafalaust ókunnugt um, að sovéska sendiráðið reyndi fyrir nokkrum árum að festa kaup á eigulegu húsi við Tjarnargötuna í Reykjavík. ís- lensk yfirvöld komu í veg fyrir húsa- kaupin, þar sem ekki þótti við hæfi að hafa Rússana uppi við gafl á Ráðherra- bústaðnum, sem er næsta hús við hliðina. Ekki er talið líklegt að tilviljun hafi ráðið vali Sovétmanna á húsi, þar sem Ráð- herrabústaðurinn er gestahús ríkisstjórn- ar fslands og margir mikilvægir gestir dvelja þar ár hvert. Það eru aðeins nokkrir metrar á milli húsanna, sem eru óskaaðstæður fyrir hvers konar hlerun- arnjósnir. Fyrir um það bil sex árum gerði einn fréttamanna dönsku fréttastofunnar Rit- zau, sér ferð í bankaútibú við Ráðhús- torgið í Kaupmannahöfn til að kaupa nokkurt magn af íslenskum krónum. Fréttamaðurinn vissi að bankinn hafði stuttu áður skipt verulegri upphæð ís- lenskra króna í danskar fyrir íslenskan ferðamann. Svörin í bankanum, Den Danske Bank, voru á þá leið, að lítið sem ekkert væri til af íslenskum krónum, þar sem þær væru sendar jafnóðum í aðal- bankann, sem aftur hefði ákveðinn kaup- anda að þessum verðlitla gjaldmiðli. Eftirgrennslanir fréttamannsins leiddu hann til deildarstjóra í aðalbankanum, sem kannaðist við að ákveðinn svissnesk- ur banki keypti reglulega flestar þær ís- lensku krónur sem danski bankinn fengi. Nú þótti fréttamanninum ótrúlegt að fjárklókir svissneskir bankamenn hefðu áhuga á að fjárfesta í gengisfallandi ís- lenskum krónum. Danski bankamaður- inn var sammála, en hann kvaðst hafa heyrt að svissneski bankinn væri fulltrúi fyrir sovésk stjórnvöld í þessum gjald- eyrisviðskiptum. Hann ráðlagði jafn- framt fréttamanninum að blanda sér ekki í þessi mál þar sem slíkt gæti reynst hon- um skeinuhætt, ef hann gerðist of nær- göngull við hagsmuni Sovétmanna. Frekari eftirgrennslanir í málinu reyndust árangurslausar, þar sem enginn aðili í svissneska bankanum fékkst til að ræða þetta mál, þótt eftir væri leitað. Ríkisstjórnin skipaði í sumar nefnd sem ætlað er að gera tillögur um hvernig standa skuli að innri öryggisgæslu ís- lenska ríkisins. Á einföldu máli þýðir þetta að stjórnvöld hafa áhuga á að setja á fót einhvers konar leyniþjónustu, sem hefði það hlutverk að vaka yfir hagsmun- um og öryggi íslands. Þá er sjálfgefið að slík stofnun myndi hafa eftirlit með starf- semi erlenda sendiráða hér á landi og starfa að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn hryðjuverkum. Þar sem öryggishagsmunir íslands og annarra vestrænna ríkja fara í höfuð- dráttum saman, má reikna með að aðal- lega verði haft eftirlit með starfsemi Sovétmanna og bandamanna þeirra hér á landi. Það atriði, eitt út af fyrir sig, að stjórnvöld telja nauðsynlegt að setja á fót leyniþjónustu, bendir til að menn hafi verulegar áhyggjur af innri öryggismál- um landsins. Spurningin er hvort það sé af gefnu tilefni eða einungis vegna illra grunsemda? Einn nefndarmanna í leyniþjónustu- nefndinni er Baldur Möller fyrrum ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytisins. Baldur er fáorður um störf nefndarinnar, en hann viðurkennir að yfirvöld hafi áhyggjur af þessum málum. Hann segist kannast við grunsemdirnar um kaup Sovétmanna á íslenskum gjaldmiðli, án þess að vilja kannast við hvort það mál hafi verið rannsakað sérstaklega af ís- lenskum yfirvöldum. Baldur Möller vill að öðru leyti lítið láta hafa eftir sér um þessi mál, þar sem leyniþjónustumál séu í eðli sínu leyndarmál. HEIMSMYND 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.