Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 76
Rourke í Rumble Fish.
Það var fyrsta stóra
hlutverkið hans og án
efa það besta fram að
þeim tíma. Hann öðlað-
ist viðurkenningu sem
ungur leikari með mikla
hæfileika. Svipbrigðin
og þögult látbragðið
eru mörgum minnis-
stæð.
Við undirbúning hlutverks síns í The Year ofthe Dragon leitaði Rourke uppi fyrirmyndina, lögguna og
uppgjafahermanninn Stanley White og fylgdi honum á eftir við lausn morðmála.
Mickey Rourke í hlutverki Stanley White í The Year of the Dragon.
mann og fylgdi honum eftir að störfum
við lausn morðmála. í þessari mynd
sýndi Mickey Rourke alveg nýja hlið á
sér. En flestum sem sáu myndina ber
saman um að honum hafi tekist stórvel
upp. Því miður var þessi mynd rökkuð
niður af bandarískum gagnrýnendum.
Myndin var rangtúlkuð og misskilin í þá
veru að hún væri full af kynþáttafordóm-
um þar sem kínverska mafían var uppi-
staðan. Cimino er öllu vanur en Rourke
varð æfur og sagði í samtali hér í París:
„Hatrið sem Cimino býr við í Bandaríkj-
unum er með ólíkindum. Fólk hefur ekki
hugmynd um hvernig gera á kvikmynd
en er svo stútfullt af gagnrýni og ljótu
orðbragði. Cimino sagði mér að hlusta
ekki á það en ég get ekki annað og er
mjög reiður út af þessu. Cimino er einn
af snillingum kvikmyndaheimsins nú og
þessir fávitar sem skrifa gagnrýni í blöðin
voga sér að benda honum á að fá sér
annað starf, til dæmis að keyra strætó.
Ég hata ameríska blaðamenn og myndi
ekki yrða á þá nema ef það kæmi Cimino
að gagni.“
Mickey Rourke hefur mikla trú á fyrr-
nefndum leikstjóra og vonast eftir að fá
hlutverk í annarri mynd hjá honum.
Samband þeirra er mjög sérstætt og það
kemur fram í útkomunni á hvíta tjaldinu
hvað sem einhverjir gagnrýnendur segja.
Það má vel ímynda sérað vinátta þeirra
beri svipaðan ávöxt og vinátta stórleik-
arans Robert De Niro og leikstjórans
Scorsese sem gert hafa margar frægar
myndir saman, þar á meðal Taxi Dríver
og Raging Bull.
En hvað segir Cimino um Mickey Ro-
urke sem leikara: „Hann hefur persónu-
töfra, rödd og mjög sérstakt bros sem er
ekki aðeins aðlaðandi heldur ómótstæði-
legt.“ Allt þetta kom fram í mynd sem
var frumsýnd fyrr á árinu 9 og V2 vika.
Á meðan Rourke býður eftir nýju hlut-
verki hjá Cimino er hann að leika í kvik-
mynd á móti Robert De Niro og Char-
lotte Rampling. Sú mynd heitir Angel
Heart og er leikstýrt af Alan Parker sem
leikstýrði Midnight Express og Birdy.
Hvað Cimino viðvíkur hefur hann
komið auga á annan karlleikara í bili,
sem er yngri en Rourke ef ekki jafn
töfrandi. Pað er Christophe Lambert,
sem nú leikur í myndinni The Sicilian.
Þar er hann í hlutverki ítalsks glæpa-
manns, Salvatore Guiliano, sem þrátt
fyrir allt hefur gullhjarta. Tökur hafa
staðið yfir á Sikiley síðan í sumar og
líklegt er að útkoma myndarinnar tryggi
honum endanlega heimsfrægð.
Á meðan Ameríkaninn Mickey Rourke
horfir vongóður til evrópskra leikstjóra
eygir Christophe Lambert hinn franski
sín tækifæri í Bandaríkjunum.
Frami Christophe Lambert hefur verið
skjótur. Ferill hans hófst í Bandaríkjun-
um í hlutverki Tarsan í Graystoke, sem
76 HEIMSMYND