Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 38

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 38
Pólska þjóðin er kaþólsk og sú hug- myndafrœði hefur sett mark á stjórnmálalega andstöðu í Póllandi. Árið 1982 komu málefni flóttamanna enn einu sinni til umræðu í ríkisstjórn íslands. Uggvænleg atburðarás hafði þá átt sér stað í Póllandi. Herlög höfðu ver- ið sett í landinu og flóttamenn streymdu til Vestur-Evrópu. Enginn veit hversu margir flúðu en örlítið brot af þeim fjölda hafnaði hér á íslandi eða 23 ein- staklingar. Núna, fjórum árum síðar, hafa þeir allir yfirgefið landið utan ein fjölskylda. Um ástæður þess hversu mikil afföll urðu í þessum hópi eru skiptar skoðanir. Sum- ir telja að vanhöld hafi verið á veittri aðstoð við þetta fólk. Aðrir álíta að fólk- ið hafi komið hingað með aðrar vænting- ar en almennt gerist með þá sem flýja hörmungar stríðshrjáðra þjóða. Eitt er þó ljóst að vonbrigðin hafa verið mikil, af hverju svo sem þau stöfuðu. Þessi eina pólska fjölskylda sem eftir er á íslandi er á engan hátt frábrugðin íslenskum fjölskyldum. Klonowski-hjón- in hafa keypt sér íbúð á Meistaravöllum 15 í Reykjavík og segjast vera skuldug upp fyrir haus eins og aðrir venjulegir íslendingar. En þau bera sig vel og hafa fullan hug á að vera hér áfram. Hún heitir Eva, er doktor í mannfræði og fyrrum vísindamaður og kennari við pólskan háskóla. Nú starfar hún að blóð- rannsóknum og próteinarannsóknum hjá Rannsóknastofu Háskólans. Þar hefur hún verið í fjögur ár og unir hag sínum vel. Hann heitir írek, er landbúnaðarverk- fræðingur að mennt og starfar nú sem sérfræðingur hjá Iðntæknistofnun ís- lands. Það tók hann næstum þrjú ár að fá verkfræðipróf sitt metið hér á íslandi og þrátt fyrir að þáverandi iðnaðarráðherra hefði sjálfur skrifað undir leyfið, stóð það í verkfræðingafélaginu sem benti á fjölda íslendinga með erlend háskólapróf sem ekki væru metin hér heima. En írek lét þetta ekki á sig fá, sótti um starf hjá Glóbus sem bifvélavirki og beið átekta. Hann hafði þá aldrei séð bflvél en var fljótur að læra. Sjálfsagt hefur verkfræði- menntunin komið honum að gagni þar. POLVERJAR irek er landbúnaðarverkfræðingur að mennt og starfar nú sem sérfræðingur hjá Iðntæknistofnun Íslands. Það tók hann næstum þrjú ár að fá verk- fræðipróf sitt metið hér á landi. Hann ákvað að láta ekki deigan síga meðan hann beið eftir því og vann sem þifvélavirki til að byrja með. Eva er doktor í mannfræði og fyrrum vísindamað- ur og kennari við pólskan háskóla. Nú starfar hún að blóðrannsóknum og próteinarannsóknum hjá Rannsóknastofu Háskólans. i „Árið 1983 var erfiðasti tíminn í mínu lífi,“ segir írek. „Óðaverðbólga í landinu og veðurfarið með afbrigðum slæmt allan þann vetur. Sjálfsagt hefur það haft sín áhrif á það að Pólverjarnir hrökkluðust af landi brott aftur. Sjálfur missti ég vinn- una. Húsaleiga rauk upp úr öllu valdi, maður vissi ekkert hvað hlutirnir kost- uðu frá einum degi til annars og rigningin lamdi rúðurnar allan veturinn. Við hefð- um viljað komast hvert á land sem var, hefði þess verið nokkur kostur. Hinir Pólverjarnir höfðu sömu sögu að segja. Að lokum hættum við að umgangast þá til að sökkva okkur ekki um of niður í þunglyndið, því í hvert sinn sem við höfðum borið saman bækur okkar fylltumst við vonleysi og depurð. Síðan lagaðist ástandið með hækkandi sól. Ég fékk vinnu aftur. Félagslífið batnaði og verðbólgan tók að þreifa sig niður á við. Kannski aðlöguðumst við líka umhverf- inu. f Póllandi eru önnur viðhorf til vinnu. Pólverjar eru svo kaþólskir í hugs- un. Þeir láta sér nægja minna og virða hvfldardagana. Þeir líta á vinnuna sem hluta lífsins en ekki aðal tilgang þess. í lúterskum löndum er það vinnan hins vegar sem gildir, án tillits til hvfldarhelg- arinnar eða þarfar manneskjunnar fyrir að umgangast annað fólk. Það var því erfitt fyrir okkur að samlaga okkur breyttu hugarfari.“ Eva hryllir sig: „Fyrstu Pólverjamir sem fóru héðan fóru vegna viðbrigð- anna,“ segir hún. „Það var raunverulegt áfall að koma úr vorblíðunni og gróand- anum í Austurríki þar sem laufguð tré og grænar hlíðar blöstu við sjónum þennan maímánuð sem við dvöldum í flótta- mannabúðunum, hingað í kuldann og nepjuna.“ Þau segja að leiðin frá Keflavík til Reykjavíkur hafi virkað á þau eins og að koma til endimarka veraldar. „Auðn og kuldi hvert sem litið var. Fólkið var ein- faldlega í sjokki. Auk þess hittist ekki betur á en svo að við komum um hvíta- sunnuhelgi, þannig að í þrjá heila daga var ekkert hægt að gera. Allt lokað, tóm- 38 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.