Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 35

Heimsmynd - 01.12.1986, Blaðsíða 35
EINAR ÓLASON Teitur við vinnu sína. „Hér á islandi get ég verið óhultur um líf mitt. Þetta er fróðlegt land og fólkið er gott." -Voru engin vandkvæði því fylgjandi að komast til íslands? „Ekki önnur en þau að við þurftum að kunna annað hvort kínversku eða ensku, svo það væri hægt að hjálpa okkur þegar komið væri til landsins. Þess vegna erum við flest af kínversku bergi brotin en fæst okkar eru hreinir Víetnamar.“ Nú er fjölskylda Teits öll samankomin á íslandi, því foreldrar hans komu til landsins fyrir tveimur árum ásamt þeim systkinum sem voru enn í föðurhúsum þegar Teitur flúði. Þessi tólf manna fjöl- skylda býr í litlu húsi á Ránargötu og unir hag sínum vel þrátt fyrir þrengslin. „Þau áttu ekki annarra kosta völ en að koma, því húsið var tekið af þeim í Saigon og þau voru eignalaus,“ segir Teitur. -En hvernig var að koma til þessa kalda lands? „Fyrstu dagana gekk mikið á. Maður gleymdi stað og stund. Við vorum færð til læknisskoðunar og sett í sóttkví í tvo daga. Síðan var hafist handa við að út- vega okkur húsnæði og vinnu og kenna okkur málið. Það kom margt ókunnug- lega fyrir sjónir. Ég hafði aldrei séð snjó og var ekki vanur kúamjólk, skyri og ostum. Það tók sinn tíma að venjast veðr- áttunni. Það var mikið um kvef og las- leika í okkar hópi til að byrja með. En okkur var vel tekið. Það er satt. Mér var vel tekið á vinnustað. Fyrst fór ég að vinna hjá Bæjarútgerðinni og samskiptin fóru mikið fram með bendingum en það voru allir almennilegir. Nú vinn ég hjá Sjóklæðagerðinni og vinnufélagarnir hafa reynst mér vel. Það var helst að maður yrði fyrir óþægindum til að byrja með á skemmtistöðum." Og nú kemur stríðnisglampi í augun. „Stelpurnar vildu kynnast okkur og það líkaði íslensku strákunum ekki vel. Ég skil það. Þeir voru kannski einir í stelpuleit og sáu okkur með fullt borð af stelpum. En ég lenti aldrei í neinu alvarlegu missætti." Það var þó ekki á skemmtistað sem Teitur kynntist Nives. „Ég hef þekkt Teit frá því að hann kom til landsins,“ segir hún. „Ég kynntist honum í gegnum kín- verskan kunningja minn og fyrstu árin var bara vinskapur með okkur. Ég varð ekki vör við óþægindi vegna uppruna hans. Við fórum reyndar lítið á böll en í hópi vina og vandamanna var þessu sam- bandi okkar vel tekið.“ -Var þetta erfiður tími? „Það var auðvitað erfitt að vera mál- laus í ókunnu landi en á móti komu góðar móttökur. Rauði krossinn hefur reynst okkur ómetanlega vel og ég leita þangað ennþá með ýmis vandkvæði eins og skattaskýrsluna," segir hann bros- mildur. „Við höfum ekki haldið mikið hópinn, nema strákarnir. Við hittumst alltaf í jólakaffi hjá Rauða krossinum. Það eru góðar stundir. Stærsti kosturinn við fsland er sá, að hér er friðsamt. Stærsti ókosturinn er hins vegar veðrið.“ Meðan hann talar virði ég fyrir mér þetta unglega andlit og hugleiði hversu djúp spor reynslan hefur náð að marka á manneskjuna. Skyldi hann hafa heimþrá eftir allt saman? „Ég er komin með fjölskyldu hér á íslandi. Hér er mitt heimili. Til Víetnam færi ég aldrei nema sem gestur, kannski fer ég þangað einhvern tíma ef ástandið breytist. Hér á íslandi get ég verið óhult- ur um líf mitt. Þetta er rólegt land og fólkið er gott.“ HEIMSMYND 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.